Star Wars Battlefront Live Action trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Battlefront Teaser Trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars:The Force Awakens trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars: The Force Awakens Plakat

Nú þegar tveir mánuðir eru til frumsýningar á nýju Star Wars myndinni, þá hefur Disney búið til plakat fyrir nýju myndina.

star-wars-force-awakens-official-poster

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Episode VIII

StarwarsepisodeVIII

Rian Johnson mun skrifa og leikstýra Star Wars:Episode VIII.Myndin mun koma í kvikmyndahús í maí árið 2017, á 40 ára afmæli fyrstu Star Wars myndarinnar. Johnson er talinn einn af hæfileikaríkustu ungu kvikmyndagerðarmönnum í dag og hefur hann leikstýrt myndum eins og vísindaskáldsögunni Looper og myndunum Brick og Brothers Bloom.

Posted in Fréttir | Comments Off

Battlefront spilunar trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Rogue One

RogueoneanthologyRouge One er titillinn á fyrstu sjálfstæðu Star Wars myndinni sem skoðar persónur og atburði fyrir utan Star Wars myndirnar og flokkast myndin undir Anthology titilinn. Myndinni verður leikstýrt af Gareth Edwards(Monsters, Godzilla) og Handritshöfundar eru Gary Whitta og Chris Weitz(Cinderella, About a Boy og Antz).
John Williams sem þekktur er fyrir tónlist sína fyrir myndirnar mun ekki semja tónlistina fyrir Anthology myndirnar og mun Andre Desplat semja tónlistina fyrir myndina.Hann vann með Gareth að myndinni Godzilla.Hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir myndina Grand Budapest Hotel.

Fyrsta leikkonan sem hefur verið ráðin er Felicity Jones sem fékk Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni The Theory of Everything.
Ýmisleg önnur nöfn hafa heyrst um aðra sem leika í myndinni eins og Sam Claflin, Riz Ahmed og Ben Mendelsohn. Sam Claflin leikur Finnick Odair í Hunger Games myndunum og Riz Amed lék í myndinni Nightcrawler.

Hugmyndin fyrir söguna að Rogue One kom frá John Knoll sem er Chief Creative officer hjá Industrial Light & Magic brellugerðarfyrirtækinu.Hugmyndin mun vera um hóp Uppreisnarmanna sem munu stela teikningum af fyrstu Dauðastjörnunni. Tökur á myndinni hefjast í sumar í London og mun myndin koma í kvikmyndahús 16. Desember árið 2016.

Posted in Fréttir | Comments Off

May the 4th be with you

Í dag er hinn Alþjóðlegi Star Wars Dagur og segja margir “May the Force be with you” í tilefni af því. Hugmyndin fyrir Star Wars daginn er ekki kominn frá Lucasfilm, heldur frá aðdáendum myndanna. Tilvitnunin “May the 4th be with you” var fyrst notuð þegar Margret Thatcher vann kosningarnar í Bretlandi og var hún fyrsta konan sem varð forsætisráðherra.

Til þess að halda upp á sigurinn þá gerði flokkurinn hennar hálfrar síðu auglýsingu í the London Evening News. Á síðunni var tilvitnunin “May the Fourth Be With You, Maggie. Congratulations,” í tilefni að dagurinn sem hún vann var fjórði maí.Með tilkomu Internetsins þá gátu Star Wars aðdáendur víða um heim tengst netinu og hvor öðrum.

May the 4th varð að hefð á hverju ári, þar sem aðdáendur héltu upp á daginn með “Star Wars Degi”. Þannig hefur dagurinn fengið tengitáknið #StarWarsDay sem notað er á samfélagsmiðlum og breiðir út hvað er að gerast á deginum og sýnir hvað aðdáendur eru að gera.Allar Star Wars kvikmyndirnar hafa verið frumsýndar í maí og var sú fysta sýnd 25 maí,1977.
.

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Battlefront

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Celebration Anaheim Live Stream – Dagur 3

Posted in Fréttir | Comments Off