Star Wars auglýsing

Posted in Fréttir | Leave a comment

Rouge One fær 9 tilnefningar á Three Empires Award


Nú er tími verðlaunahátíða farin af stað og er Three Empires Award ein af þeim. Verðlaunahátíðin er haldin af breska tímaritinu Empire og verður hún haldin sunnudaginn 19.mars. Rouge One leiðir þar með 9 tilnefningar og fær hún tilnefningar í eftirfarandi flokkum. Felicity Jones er tilnefnd sem besta leikkonan og Riz Ahmed er tilnefndur sem besti nýi karlleikarinn.

Myndin fær tilnefningar sem besta myndin, Gareth Edwards fær tilnefningu sem besti leikstjórinn og hún fær einnig tilnefningar sem besta sci-fi/fantasy, besta búningahönnun, besti farði og hárstíll, bestu sjónbrellurnar og bestu framleiðslu hönnunina.Aðrar myndir sem einnig eru tilnefndar eru The Arrival með 7 tilnefningar og La La Land og Deadpool með 5 tilnefningar hvor.

Á http://www.empireonline.com/movies/news/2017-three-empire-awards-nominations-announced/ getur þú tekið þátt í að kjósa þá sem eru tilnefndir á verðlaunahátíðinni.

Posted in Fréttir | Leave a comment

Episode II: Attack of the Clones

10 árum eftir að hafa fyrst hist, þá eiga Anakin Skywalker og Padmé í forboðnu ástarsambandi, á sama tíma rannsakar Obi Wan árasar tilraun á þingmanninn og uppgötvar leyndan klón her sem hefur verið búinn til fyrir Jedanna.

Lausleg þýðing á plot summary af imdb.com
Titill Star Wars Episode II er Attack of the Clones, útleggst í íslenskri þýðingu sem Árás Klónana og var gerð árið 2002. Titillinn skírskotar til bíómynda sem sýndar voru snemma á laugardögum og eru kallaðar Matinee serials á ensku. Myndir sem sýndar voru á þessum tíma voru hvatin að baki því að George Lucas fór að vinna að Star Wars myndunum.

Þróunin sem hófst í Episode I með stafræni tækni hélt áfram í Episode II. Hún var fyrsta stórmyndin til að vera tekin upp í hágæða stafrænu video í staðin fyrir kvikmyndafilmu. George Lucas hefur sagt að kvikmyndafilma sé ekki gerð fyrir vísindaskáldsögur eða fantasíumyndir og það að gera upprunalegu Star Wars myndirnar hafi verið mjög erfitt. Við gerð myndarinnar hafi hann haft góða stjórn á miðlinum og hann hafi getað einbeitt sér að sögunni sjálfri og segir að þetta snúist allt um að segja sögu.
Sumir leikstjórar efuðust um að hágæða stafrænt video gæti verið eins gott og áferðarmikil mynd og kvikmynd, vegna skýrleika og skorts á kornum.
Ein af hindrununum sem stafrænar videomyndavélar stóðu frammi voru að þær tóku myndir upp á öðrum hraða en hefðbundarnar kvikmyndavélar. Stafrænar myndavélar keyrðu á 30, 50 og 60 römmum á sekúndu, en kvikmyndasýningarvélar keyra á 24 römmum á sekúndu.

Það var áskorunin sem George Lucas stóð fyrir við gerð myndarinnar. Industrial Light and Magic sjónbrellufyrirtæki Lucasar vann með Sony Engineering í Japan við að þróa stafræna kvikmyndatökuvél sem gat tekið upp á 24 römmum á sekúndu.Þegar það hafði tekist var hægt að taka myndina upp án filmu, en það skapaði ýmis vandamál sem tæknideild ILM lenti í við gerð myndarinnar. Kvikmyndafilma lætur módel líta vel út vegna hluta eins og korns og móðu.

Það var ekki hægt að gera með hágæða stafrænu myndavélunum vegna þess að þær sýndu hlutina eins og þeir líta út. Skýrleiki myndarinnar þýddi að ekki var lengur hægt að nota aðferðir sem notaðar voru áður. Það var hins vegar hægt að gera margt sem ekki var hægt áður eins og að taka upp hraðar en með kvikmyndavél og sjá það sem var tekið upp án þess að þurfa að bíða. Þetta leiddi til þess að það var hægt að gera hlutina hraðar en áður.

Stafrænar persónur léku líka stórt hlutverk í myndinni og var Yoda ein af þeim persónum.Yoda hafði verið lengi í brúðuformi og var stjórnað af Frank Oz sem hafði látið hann líta eðlilega út en var svolítið bundinn í einn stað. Margir muna eflaust eftir Yoda í Empire Strikes Back og Return of The Jedi og hve eðlilega hann leit út í þeim myndum.

Það voru hins vegar hlutir sem brúðan gat ekki gert,eins og að munnurinn á brúðunni gat ekki myndað sérhljóð eða samhljóð. Í stafrænum Yoda gátu teiknarnir stjórnað andlitinu betur og hann hafði meira frelsi til að gera hluti eins og sést þegar hann er á Geonosis og að berjast við Count Dooku.

Það voru líka aðrir hlutir í myndinni sem gladdi marga Star Wars aðdáendur eins og að Jar Jar Binks var ekki jafn mikið í myndinni og í Episode I. Myndin var ekki eins barnavæn og Episode I og var orðin myrkari en fyrri myndin sem sést best þegar Anakin Skywalker byrjar að taka sín fyrstu skref að myrku hlið máttarins. Þegar móðir hans deyr í örmum hans eftir að hafa verið rænt af Tuskens Raiders, þá fyllist hann af hatri og gengur um og drepur Tusken menn, konur og börn.

Myrka hlið máttarins byrjar að hafa áhrif á hug hans og hjarta. Hann gengur svo á móti því sem Jedi reglan boðar og hann og Padmé giftast leynilega á Naboo í lok myndarinnar. Sagan um Anakin Skywalker og hvernig hann varð að Svarthöfða heldur áfram Í Episode III Revenge of the Sith.

Nýjar persónur: Dexter Jettster, Jango Fett, Taun We, Prime Minister Lama Su, Count Dooku, Cliegg Lars

Nýjar plánetur: Kamino, Geonosis

Posted in Fréttir | Leave a comment

Titlinn á 8 og Rogue One óskarsverðlaunatilnefningar

Það hefur heldur betur borið til tíðinda í Star Wars heiminum. Fyrst ber að nefna að Episode 8 hefur loksins hlotið nafn og mun hún bera nafnið „The last Jedi“ en hér eru fleiri fréttir og upplýsingar að finna um „The Last Jedi.“

Nú hafa verið tilkynntar óskarsverðlaunatilnefningar og er Rogue One þar á meðal, með tvær tilnefningar hljóð-og tæknibrellur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Star Wars mynd er tilnefnd og hafa þær meira að segja unnið Óskar. Episode V: The Empire Strikes Back vann á sínum tíma fyrir hljóðbrellur en Episode VI: A New Hope hefur unnið langflesta Óskara og fengið langaflestar tilnefningar af myndunum en hún fékk verðlaun fyrir klippingu, tæknibrellur, búninga, list leikstjórn (art direction),  leikmynd og fékk Ben Burt auk þess sérstök verðlaun (special achievement adward) fyrir geimverur og vélmennaraddir sínar.

Episode VI: The Return of The Jedi, fékk fjórar tilnefningarnar, list leikstjórn, hljóð, tæknibrellur og hljóðbrellur. Hún vann engann Óskar en fékk sérstök verðlaun fyrir tæknibrellur. Forsögurnar Episode I-III fengu eina til þrjár tilnefningar um sig en unnu ekkert.

Sjá nánar hér um óskarana (allar myndirnar sex).

Force Awakens var tilnefnd á sínum tíma fyrir klippingu, hljóðklippingu, hljóðbrellur, tæknibrellur og tónlist (John Williams). Hún vann engann Óskar en vann hins vegar Bafta og Saturn verðlaun en Star Wars myndirnar unnu töluvert af öðrum verðlaunum, enda er Óskarinn ekki beint þekktur fyrir að vilja mikið vísindaskáldskáp eða fantasíur. Engu að síður er alltaf gaman að sjá Star Wars mynd fá þannig tilnefningu.

Það verður spennandi að sjá hvort að Rogue One hljóti Óskar en jafnvel þótt hún vinni ekkert mun hún vinna annars staðar en hún hefur þegar hlotið fullt af tilnefningum og einhver verðlaun, sjá nánar.

 

Posted in Episode VIII, Fréttir, Kvikmyndirnar, Rogue One | Tagged , | Slökkt á athugasemdum við Titlinn á 8 og Rogue One óskarsverðlaunatilnefningar

Bardaginn um Yavin

Bardaginn um Yavin, er einn þekktasti bardaginn í Star Wars, þar sem eitt öflugasta vopn Veldisins, Dauðastjarnan mætti fyrir hinum huguðu Uppreisnarmönnum.

Bækistöð Uppreisnarmanna var staðsett á plánetunni Yavin og tókst Veldinu að finna hana eftir að þeir höfðu komið fyrir staðsetningartæki í geimflaug Han Solo, The Millennium Falcon.


Í bækistöðinni tekst Uppreisnarmönnum að finna galla í hönnun Dauðastjörnunar á teikningum sem stolið hafði verið frá Veldinu og geymdar í vélmenninu R2-D2. Gallinn var í formi 2 metra útblástursops, sem hægt væri að nota til þess að ráðast á kjarna hennar.

Uppreisnarmenn skipulögðu hugaða árás á Dauðastjörnuna þegar hún kom inn í sólkerfið. Flaugar þeirra voru vopnaðar með hefðbundnum geimvopnum og Proton torpedoes sem nota átti til þess að ná mið á kjarna Dauðastjörnunar.


Til þess að ná miði á kjarnanum þurfti að fljúga eftir löngum göngum sem voru vel varðar með geislavopnum, auk þess þurftu flugmennirnir að takast á við TIE flaugar Veldisins og sjálfan Svarthöfða. Í fyrstu árásinni tekst einni af þremur X-Wings að ná miði á kjarnann, en Proton Torpedo lendir utan við útblástursopið.

Í annari tilraun reynir á mátt Luke Skywalker sem slekkur á miðunartölvu sinni þegar hann flýgur eftir göngunum. Rödd Obi-Wan leiðbeinir honum í gegnum Máttinn að treysta tilfinningum sínum. Þegar flugmenn Veldisins eru að ná miði á Luke, þá er ein flaug þess tekin út með geislaskoti sem kemur frá Millennium Falcon sem flýgur í árekstrarstefnu við þær.


Annar flugmaðurinn missir stjórn á flaug sinni og lendir hún á flaug Svarthöfða sem missir stjórn á flaug sinni, sem flýgur út í geiminn.Þá tekst Luke að nota Máttinn til þess að stjórna tveimur flugskeytum inn í útblástursopið og að kjarna Dauðastjörnunar og tekst svo ásamt Millennium Falcon og öðrum uppreisnarmönnum að komast undan við tortímingu hennar.

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Bardaginn um Yavin

Episode I:The Phantom Menace

Tveir Jeda riddarar sleppa úr fjandsamlegri herkví og finna bandamenn sem leiða þá á slóðir ungs stráks sem gæti komið jafnvægi á máttinn, en Sith sem lengi hafa legið í dvala birtast á nýjan leik til að endurheimta forna frægð.

Lausleg þýðing á plot summary af imdb.com


Skuggaváin eða The Phantom Menace nefnist myndin sem sýnir upphaf Star Wars myndanna. Margir höfðu beðið með öndina í hálsinum eftir myndinni sem átti að sýna upphafið af myndunum sem svo margir höfðu séð í fyrstu myndunum (Episode IV-VI) tveimur áratugum áður.

Spurningar höfðu vaknað hjá mörgum um hver Anakin Skywalker var og hvernig hann hefði orðið að Svarthöfða?
Myndin segir frá bernsku Anakins, eða Ani eins og hann er kallaður í myndinni.
Strákur sem tekinn er frá móður sinni til að þjálfa sem Jedi vegna spádóms um að hann sé sá sem muni koma jafnvægi á máttinn.


Sjálfur hafði ég miklar væntingar til myndarinnar eins og Star Wars aðdáendur víða um heim og það hefur örugglega verið erfitt fyrir George Lucas að þurfa standa undir þeim væntingum. Því urðu margir aðdáendur fyrir vonbrigðum með myndina og fannst hún ekki standa undir væntingum.

Jar Jar Binks var ein persóna í myndinni sem margir aðdáendur voru ekki ánægðir með og fannst barnvæna myndina einum of mikið. George Lucas gerði það sama í Return Of the Jedi (Episode VI) með Ewoks bangsana. Myndin átti að höfða til yngri áhorfenda.


Yngsti áhorfendahópurinn tók því ástfóstri við myndina enda margt í henni sem höfðar til hans. Hlutir eins og Pod Racing. Myndin gekk vel í miðasölu og var með 924 milljón dollara í tekjur á heimsvísu þegar hún kom út 1999.

Episode IV byrjar í miðjum kafla og segja margir að það hafi verið góð hugmynd, vegna þess að þá vakni hjá mörgum spurningar um hvað gerðist áður.
George Lucas segir að tækniþróunin hafi ekki verið orðin nógu góð til að kvikmynda upphafið. Hann hafi þurft að byrja í miðri sögu. Sú uppskrift skilaði sér vel þar sem Episode IV skilaði inn 786 milljón dollurum í tekjur.

Það var árið 1999 sem tækniþróunin í kvikmyndum var orðin nógu góð að Geoge Lucas gat hafið vinnuna við nýju myndirnar.Það má sjá glöggt í myndinni að tæknibrellurnar hafa tekið stórstígum framförum frá því sem áður var mögulegt.


Hvað er það sem allar tæknibrellurnar gátu ekki gert 20 árum áður ? Það sem tæknibrellurnar gátu ekki 20 árum áður eru stafrænar persónur sem eru eðlilegar og líkjast fólki. Þegar fyrsta Jurassic Park myndin var gerð 1993, þá voru risaeðlurnar stafrænar og tæknin komin á það stig að George Lucas sá að hann gat byrjað aftur á Star Wars myndunum.

Sagans hans Anakin’s Skywalker og hvernig hann varð að Svarthöfða heldur áfram í Episode II:Attack of the Clones.

Nýjar persónur sem bætast við í myndinni: Anakin Skywalker, Queen Padmé Amidala, Qui-Gon Jinn, Obi-Wan Kenobi,Senator Palpatine,Sith Lord Darth Sidious,Darth Maul, Captain Panaka, Jar Jar Binks, Chancellor Valorum,Viceroy Nute Gunray,Boss Nass

Nýjar plánetur: Naboo, Coruscant

Posted in Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Episode I:The Phantom Menace

Episode VIII: The Last Jedi – Fréttir

(Fréttin er uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast og er aðgengileg undir Fréttir – myndir í vinnslu – saga myndirnar – Episode VIII: The Last Jedi)

Uppfært! Episode 8 hefur hlotið nafnið „The Last Jedi.“

Þar sem það er minna en ár í frumsýningu á næstu mynd, Episode VIII:The Last Jedi, er netið kraumandi í allkyns sögusögum, réttum og röngum, hreinlega fölskum og hér því samantekt á öllu því sem komið hefur fram en hefur skipt upp í tvo flokka, annars vegar einn sem hefur staðfest frá leikstjóra myndarinnar eða Lucasfilm og hinn sem er bara orðrómur, aðdáendur og fréttamiðlar að fara hreinlega fram úr sér og nánast búa til fréttir, þó að stundum fari þessir flokkar saman þegar eitthvað hefur verið leiðrétt eða gæti verið satt…

Staðfest

Almennar upplýsingar

  • Myndin verður sýnd 15.des 2017 og hefur hlotið nafnið The Last Jedi.
  • Hún mun hefjast frá nákvæmlega sama stað og Episode 7, Force Awakens (Mátturinn Vaknar) endaði, á Jedi eyjunni Ahch-To, þegar Rey hittir Jedi meistarann Luke Skywalker (Logi Geimgengill).
  • Leikstjórinn er Rian Johnson (Looper) og helstu leikarar eru þeir sömu og voru í Episode 7 (Daisy Ridley, Adam Driver, John BoyegaOscar Isaac, Carrie Fisher heitin, Mark Hamill osfrv.) plús margir nýjir bætast við, Benicio Del Toro, Laura Dern og mögulega Tom Hardy sem stormtrooper (orðrómur, eins og með Daniel Craig sem reyndist vera réttur í Episode 7) ásamt mörgum fleirum.

Hver er sagan?

Það eina sem hefur verið staðfest um söguþráðinn er að myndin byrjar frá sama andartaki og Episode 7 endaði. Leikstjórinn segjast hafa viljað gera það til að þess kafa dýpra í persónu Rey, hún stendur skyndilega frammi fyrir því að vera með þennan mátt sem hún veit ekkert um og farið verður samband hennar við Luke sem gæti verið föðurlegt enda vantar hana föður en það sem knýr Rey hvað helst áfram er leitin að fjölskyldunni hennar sem skyldi hana eftir á Jakku þegar hún var barn af einhverri ástæðu. Episode 8 mun að einhverju leyti svara hver fjölskylda Rey er en að sama skapi mun hún víst upp fleiri spurningar…

Reyndar hefur Daisy Ridley (Rey) haldið því fram að svarið sé nú þegar að finna í Force Awakens og telur ritstjóri, eftir mikla leit sig loks hafa fundið svarið…og ef það rétt reyndist, mun það fela í sér sterka tengingu við gömlu myndirnar (4-6) og Clone Wars og Rebels. Nánar um það sýnar en það er til aragrúi af kenningum um hver fjölskylda Rey geti verið.

Því hefur lengi verið haldið fram að Episode 8 mun fylgja í fótspor forvera síns, Episode 7 sem fylgdi náið leiðarstefum Episode IV: A New Hope, með því að fylgja stefunum í Episode V: The Empire Strikes Back og sumir hafa jafnvel haldið því fram að Episode 8, mun verða enn líkari en Force Awakens var A New Hope, með því að hafa álíka tvist og þegar Svarthöfði sagði: „Nei, ég er faðir þinn“.

Þetta er hins vegar einungis orðrómur sem byggir að mestu leyti á handriti að myndinni sem átti að hafa verið lekið en eftir því sem fleiri fréttir berast að myndinni, því ólíklegra þykir að þetta handrit sé það rétta (enda mjög ólíklegt að það sé svona auðvelt að leka handriti að viðlíka stórmynd).

      Johnson hefur jafnframt sagt hafa vilja skoða allar persónur dýpra en þó sérstaklega nýja þríeykið, Rey, Finn og Poe og skoða hvað er það versta sem gæti komið fyrir þær og láta þær verða fyrir því…

Adam Driver (Kylo Ren) sagði í viðtali að myndinni yrði fjallaði um mennskuna (humanity) að það væri þema myndarinnar.

Hvað tekur við eftir óvænt fráfall Carrie Fisher (Leia prinsessa)?

  • Það var lengi í gangi orðrómur um að Lucasfilm væri í samræðum við Fisher Foundation um að nota sömu tölvutækni og hafði verið notuð í Rogue One til að “endurlífga” Peter Cushing í hlutverk Grand Moff Tarkin og hafa yngri útgáfu af Leiu, til að halda Leiu Organa inn í sögunni (Episode 8 og 9), þrátt fyrir ótímabært andlát Carrie Fisher.
  • Það reyndist vera fölsk frétt, þar sem Lucasfilm vill halda minningu Fisher í heiðri en það sem rétt, er það gæti verið að þurfa klippa út einhver atriði með henni í Episode 8 en Leia átti að vera mikilvæg persóna í Episode 9 og fá töluvert stærra hlutverk.
  • Gefin hafa verið upp, tvö mikilvæg atriði hennar sem er ekki vitað hvort hafi átt að vera í Episode 8 eða 9, annars vegnar endurfundir hennar við bróður sinn, Luke Skywalker og hins vegar við son sinn, Ben Solo/Kylo Ren.
  • Leikstjóri episode 9, Colin Trevorrow, stendur frammi fyrir að þurfa endurskrifa handritið mikið í ljósi fráfalls Fisher, sem gerir það að verkum að tafir verða tökum og myndin verður eflaust ekki sýnt fyrr en jólin 2019 en til stóð það yrði í maí. Auk þess mun Episode 8 þurfa að fara í einhverjar “reshoots” í ljósi þessa harmleiks.  

Áframhaldandi tenging við Clone Wars og Rebels

Rétt eins og gert var í Rogue One með Saw Gerrera, Hammerhead og meira segja skip aðalpersónanna í Rebels (easteregg), verður haldið áfram að tengja teiknimyndaþáttaraðirnar Rebels og Clonewars við það sem er í gangi í myndunum og því hefur verið staðfest að “cornivores” munu sjást á eyjunni, Ahch-To þar sem Luke hefur haldið sig síðustu árin. En “convorees” líkjast helst fuglum og hafa komið oft í mikilvægum augnablikum í Rebels og þykja tengjast Jedi á einhvern hátt, mögulega geyma þeir minningar þeirra eða eru tengdir við “forceghost” (máttardraugar) á einhvern hátt, sem passar við það sem hefur komið fram um að Anakin Skywalker, Yoda og Obi Wan Kenobi máttardraugarnir munu mögulega koma fyrir í myndinni til að leiðbeina Rey.

Posted in Episode VIII, Fréttir, Fréttir um myndirnar, star wars | Tagged | Slökkt á athugasemdum við Episode VIII: The Last Jedi – Fréttir

Bloodline

Bókin gerist sex árum á undan The Force Awakens og fjallar um þegar upp komst að Leia og Luke væru börn Svarthöfða, hræðilegu afleiðingar þess, uppgang the First Order og stofnun andspyrnuhreyfingarinnar.

Það sem er vitað er eftir bókina.

Á þessum tíma hefur the Millennium Falcon verið stolið…

Ben Solo, sem er u.þ.b 24-25 ára þegar þarna er komið við sögu, hefur ekki enn farið til myrku hliðarinnar og því ekki orðinn að hinum alræmda og skapbráða og krúttlega, dark Jedi, Kylo Ren, heldur er hann að ferðast um með frænda sínum og Jedi meistara Luke Skywalker að leita að fornum Jedi helgigripum.
Ben fær að vita sannleikann um afa sinn á sama tíma og alheimurinn í gegnum afsökunar“bréf“ (Holomessage) frá móður sinn og er óvitað er hvernig hann brást við því eða hvort hann yfirhöfuð fékk það…en mögulega er það ástæðan fyrir því að hann fór til myrkru hliðarinnar…eða þá að hann fékk einfaldlega nóg af því að þvælast endalaust með frænda sínum í leit einhverju gömlu Jedi dóti…

(Ímyndað samtal. Ben:“Are we there yet?“ Luke: „For the last time, no! No! Don’t kill your fellow pupils…! I will tell your mom! I’m warning you…!“)

Posted in Annað, Bækur, Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Bloodline

Greinar um myndirnar

Verið er að vinna að því að klára að skrifa greinar um allar myndirnar (1-3, 7 og spinoff Rogue One), auka frétta um myndirnar í vinnslu (Episode VIII, Han Solo, Episode IX, Boba Fett osfrv.) en þær greinar sem eru komnar inn á vefinn eru um gömlu góðu myndirnar sem hófu allt þetta ævintýri…

Episode IV: A New Hope
Episode V: The Empire strikes back
Episode VII: The Return of the Jedi

Einnig verða birtar greinar um persónulegar reynslur greinarhöfundana af fyrstu kynnum þeirra við Star Wars heiminn, þegar einu myndirnar sem voru komnar út voru Episode 4-6.

Uppfært: Episode I: The Phantom Menace, er komin inn á vefinn.

Posted in Fréttir, Kvikmyndirnar | Slökkt á athugasemdum við Greinar um myndirnar

Greinar um bækur

Ritstjóri hefur einvörðungu lesið samantektir og wikipedia greinar um „The Expanded Universe“ sem heitir í dag Legends og þykir ekki lengur cannon eftir Disney keypti Lucas Film.
Því verða bara samantektir um þær bækur hér á vefnum, þar til ritstjóri hefur bætt úr því (þangað til verða bara samantektir) eða einhver annar sem hefur lesið þær og langar til þess að spreyta sig á skrifa greinar um þær. 🙂

Hins vegar er ritstjóri kominn á fullt í að lesa nýjustu bækurnar og er um þessar mundir að lesa Rogue One: Catalyst sem gerist á undan myndinni og er mjög áhugaverð þar sem maður fær að kynnast sambandi Galen og Orson betur og hví það var svona mikilvægt að fá Galen til að vinna við „Death Star“. Auk þess fáum við að fylgjast með Jyn, aðalpersónu myndarinnar, fæðast og vaxa úr grasi.

Þann 21.febrúar verður síðasta bókin í Aftermath bókaseríunni gefin út, Empire’s End en þær ásamt Bloodline, brúa bilið á milli Return of the Jedi og The Force Awakens. Þegar síðasta bókin er komin út hyggst ritstjóri lesa þær allar í einu og skrifa um þær.

Posted in Annað, Bækur, Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Greinar um bækur