Star Wars teaser trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars viðtal

Gamalt Star Wars viðtal við Gary Kurtz, Mark Hamill og Carrie Fisher.

Posted in Fréttir | Comments Off

The Force Awakens

Það er kominn titill fyrir Episode VII og er hann The Force Awakens. Á íslensku væri hægt að þýða það sem Mátturinn vaknar.Tökum á Episode VII:The Force Awakens er lokið.

The Force Awakens

Posted in Fréttir | Comments Off

Styttist í að tökur enda

Nýtt ILM stúdió var opnað í London á miðvikudaginn. Þeir sem þekkja til ILM, eða Industrial Light and Magic, vita að sjónbrellumeistararnir sjá um brellur fyrir Star Wars myndirnar og margar aðrar myndir.
Í opnunarathöfninni var forseti Lucasfilm Kathleen Kennedy sem upplýsti að það væru aðeins þrjár vikur eftir af tökum fyrir Episode VII.

Posted in Fréttir | Comments Off

Millennium Falcon myndband

30 sekúnda video af Millennium Falcon sem nefnist HUNKA JUNK byrjar með tónlist John Williams úr Star Wars og skiptir yfir í tónlist Hans Zimmer úr Batman myndinni Dark Knight. Myndavélin nálgast dulbúna eftirmynd af Tumbler fararskjóti Batman. Endirinn á myndbandinu að vera grín á milli JJ Abrams Star Wars 7 og Zack Snyder Batman V Superman:Dawn of Justice.

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars myndir sem standa einar

Disney ætlar að gera þrjár myndir sem eru sögur um uppruna Boba Fett, Han Solo og Yoda. Fyrsta myndin gæti verið um Boba Fett og er henni leikstýrt af Gareth Edwards sem hefur leikstýrt myndum á borð við Monster og Godzilla. Gary Whitta skrifar handritið og hefur hann skrifað handritið fyrir myndir eins og The Book of Eli. Myndin mun koma í kvikmyndahús 16. Desember 2016.

Önnur myndin sem verður gerð er leikstýrt af Josh Trank og mun koma í kvikmyndahús árið 2018. Josh Trank hefur gert myndir eins og The Chronicle og er að leikstýra The Fantastic Four. Ekki er kominn leikstjóri fyrir þriðju myndina.

Posted in Fréttir | Comments Off

Tvær leikkonur

Tvær leikkonur hafa bæst við hópinn sem leikur í Episode VII. Það eru þær Lupita Nyong’o og Gwendoline Christie. Lupita fékk Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í myndinni 12 Years a slave. Gwendoline Christie leikur Brienne af Tarth í sjónvarpsmyndunum Game of Thrones og verður í Hunger Games: Mockingjay annar hluti.

Posted in Fréttir, star wars | Comments Off

#Dayone

dayone

#Dayone
Mynd sem var tweetuð af J.J.Abrams á twitter og var með textanum #Dayone og sýnir klippispjald fyrir myndina. Fyrsti dagur sem myndin er kvikmynduð.

Posted in Uncategorized | Comments Off

Star Wars Episode VII leikaralisti birtur

star-wars-episode-7-cast-announce

Á dögunum var birtur listinn yfir leikara sem leika í Episode VII, eftir miklar vangaveltur netmiðla um hverjir leika í nýju kvikmyndinni. Eins og í fyrri kvikmyndunum þá munu Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill, Peter Mayhew, Anthony Daniels og Kenny Baker leika í myndinni.

Nýjir leikarar sem munu leika í myndinni og áður hefur verið minnst á einn þeirra, eða Adam Driver sem mun leika illmennið í nýju myndinni. Aðrir leikara sem ekki hefur verið minnst á eru John Boyega, Daisy Ridley, Oscar Isaac, Andy Serkis, Domhnall Gleeson og Max von Sydow.

Á myndinni fyrir ofan sitja leikarar og leikstjóri ásamt handritshöfundum og framleiðendum myndarinnar á lesfundi fyrir myndina í Pinewood Studios í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar er J.J.Abrams og handritið á myndinni er unnið af þeim J.J.Abrams og Lawrence Kasdan.Framleiðendur myndarinnar eru Kathleen Kennedy, J.J.Abrams og Bryan Burk. John Williams mun semja tónlistina fyrir myndina eins og fyrir fyrri myndir. Tökur á myndinni eiga að hefjast eftir tvær vikur.

Posted in Fréttir, star wars | Comments Off

Star Wars tekinn upp á Íslandi

Það var á laugardaginn 22.mars sem það kom frétt í Fréttablaðinu um að tökulið hafi verið að skoða tökustaði fyrir Episode VII á Íslandi. Tökulið kemur í lok apríl og tekur myndir af landslaginu á hálendinu sem notaðar eru fyrir bakgrunn í myndinni. Einnig er frétt um að Episode VII verði tekinn upp á Íslandi á Vísir.is

Posted in Fréttir, star wars | Comments Off