Battlefront spilunar trailer

Posted in Fréttir | Comments Off

Rogue One

RogueoneanthologyRouge One er titillinn á fyrstu sjálfstæðu Star Wars myndinni sem skoðar persónur og atburði fyrir utan Star Wars myndirnar og flokkast myndin undir Anthology titilinn. Myndinni verður leikstýrt af Gareth Edwards(Monsters, Godzilla) og Handritshöfundar eru Gary Whitta og Chris Weitz(Cinderella, About a Boy og Antz).
John Williams sem þekktur er fyrir tónlist sína fyrir myndirnar mun ekki semja tónlistina fyrir Anthology myndirnar og mun Andre Desplat semja tónlistina fyrir myndina.Hann vann með Gareth að myndinni Godzilla.Hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir myndina Grand Budapest Hotel.

Fyrsta leikkonan sem hefur verið ráðin er Felicity Jones sem fékk Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni The Theory of Everything.
Ýmisleg önnur nöfn hafa heyrst um aðra sem leika í myndinni eins og Sam Claflin, Riz Ahmed og Ben Mendelsohn. Sam Claflin leikur Finnick Odair í Hunger Games myndunum og Riz Amed lék í myndinni Nightcrawler.

Hugmyndin fyrir söguna að Rogue One kom frá John Knoll sem er Chief Creative officer hjá Industrial Light & Magic brellugerðarfyrirtækinu.Hugmyndin mun vera um hóp Uppreisnarmanna sem munu stela teikningum af fyrstu Dauðastjörnunni. Tökur á myndinni hefjast í sumar í London og mun myndin koma í kvikmyndahús 16. Desember árið 2016.

Posted in Fréttir | Comments Off

May the 4th be with you

Í dag er hinn Alþjóðlegi Star Wars Dagur og segja margir “May the Force be with you” í tilefni af því. Hugmyndin fyrir Star Wars daginn er ekki kominn frá Lucasfilm, heldur frá aðdáendum myndanna. Tilvitnunin “May the 4th be with you” var fyrst notuð þegar Margret Thatcher vann kosningarnar í Bretlandi og var hún fyrsta konan sem varð forsætisráðherra.

Til þess að halda upp á sigurinn þá gerði flokkurinn hennar hálfrar síðu auglýsingu í the London Evening News. Á síðunni var tilvitnunin “May the Fourth Be With You, Maggie. Congratulations,” í tilefni að dagurinn sem hún vann var fjórði maí.Með tilkomu Internetsins þá gátu Star Wars aðdáendur víða um heim tengst netinu og hvor öðrum.

May the 4th varð að hefð á hverju ári, þar sem aðdáendur héltu upp á daginn með “Star Wars Degi”. Þannig hefur dagurinn fengið tengitáknið #StarWarsDay sem notað er á samfélagsmiðlum og breiðir út hvað er að gerast á deginum og sýnir hvað aðdáendur eru að gera.Allar Star Wars kvikmyndirnar hafa verið frumsýndar í maí og var sú fysta sýnd 25 maí,1977.
.

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Battlefront

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Celebration Anaheim Live Stream – Dagur 3

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Celebration Anaheim Live Stream – Dagur 2

Posted in Fréttir | Comments Off

The Force Awakens Official Teaser #2

Posted in Fréttir | Comments Off

Fleiri leikarar á Star Wars Celebration

Nú styttist í Star Wars Celebration í Anaheim í Bandaríkjunum og nokkrir af þeim leikurum sem við þekkjum úr myndunum verða á hátíðinni. Carrie Fisher, Anthony Daniels, Kenny Baker, Ian McDiarmid og Billy Dee Williams eru nokkrir af þeim leikurum sem verða á Star Wars Celebration. Þessir leikarar munu gefa eiginhandaráritanir í Official Pix Autograph Hall og Celebration Autograph Hall.

Aðrir leikarar sem verða þar líka eru Erik Bauersfeld (Leikararödd fyrir Admiral Ackbar og Bib Fortuna í Return of the jedi).Stephen Costantino(Gamorrean Vörður í Return of the Jedi),John Morton (Dak Ralter, Empire Strikes Back),Brian Muir (Hjálmur Svarthöfða og vopnagerð, Original Trilogy).

Bonnie Piesse (Beru Whitesun Lars, Attack of the Clones og Revenge of the Sith),
Clive Revill (Leikararödd fyrir Keisarann í The Empire Strikes Back), Corey Dee Williams (Klaatu the Skiff Guard í Return of The Jedi). Margo Apostolos (Tokkat the Ewok, Return of the Jedi), Debbie Carrington (Romba the Ewok, Return of the Jedi),
John Ratzenberger (Major Bren Derlin, The Empire Strikes Back), Deep Roy (Droopy McCool,Return of the Jedi), Kevin Thompson (Ewok Stunt Performer, Return of the Jedi)

Frekari upplýsingar um Star Wars Celebration er að finna á vefnum www.starwarscelebration.com

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars Celebration

Star Wars Celebration er hátíð sem haldin er 16-19. Apríl í Anaheim í Bandaríkjunum. Gestalistinn sem verður á hátíðinni er nokkuð stór og eitthvað af stóru nöfnunum sem verður á hátíðinni hefur verið birtur. Eitt er víst að Mark Hamill sem lék Luke Skywalker í fyrsta þríleiknum og leikur í Star Wars:The Force Awakens mun verða þar. Mark Hamill hefur verið á síðustu þremur Celebration hátíðum sem haldnar hafa verið. Á hátíðinni hitta aðdáendur myndanna marga af þeim leikurum sem leika í myndunum og fá eiginhandaráritanir hjá þeim í Celebration Autograph Hall.

Leikarar úr Star Wars myndunum sem verða á hátíðinni eru Jeremy Bulloch(Boba Fett í Empire Strikes Back og Return of the Jedi), Peter Mayhew (Chewbacca í Star Wars myndunum), Ray Park(Darth Maul í Phantom Menace),Amy Allen (Aayla Secura í Attack of the Clones og Revenge of the Sith), Dickey Beer(áhættuleikatriði og persónur í Return of The Jedi), Anthony Forrest(Mos Eisley sandtrooper í A New Hope), Daniel Logan (Lék ungan Boba Fett í Attack of the Clones), Tim Rose (Admiral Ackbar í Return of the Jedi), Orli Shoshan (Jedi Master Shaak Ti í Attack of the Clones), Felix Silla (Svif-fluguhangandi Ewok í Return Of the Jedi), Matthew Wood (Rödd General Grievous í Revenge of the Sith.)

Á hátíðinni verður einnig 3D forsýning á Revenge of The Sith. Til þess að gera forsýninguna sem minnistæðasta þá mun RealD vinna saman með Lucasfilm á sérstakan minjagrip í formi 3D gleraugu sem munu vera ókeypis fyrir alla þá sem fara á sýningu myndarinar.

Posted in Fréttir | Comments Off

Star Wars teaser trailer

Posted in Fréttir | Comments Off