Star Wars tekinn upp á Íslandi

Það var á laugardaginn 22.mars sem það kom frétt í Fréttablaðinu um að tökulið hafi verið að skoða tökustaði fyrir Episode VII á Íslandi. Tökulið kemur í lok apríl og tekur myndir af landslaginu á hálendinu sem notaðar eru fyrir bakgrunn í myndinni. Einnig er frétt um að Episode VII verði tekinn upp á Íslandi á Vísir.is

Posted in Fréttir, star wars | Comments Off

Nýjir leikarar í Episode VII

Tökur á myndinni eiga að hefjast í Maí og mun hún gerast þrjátíu árum eftir Return of the Jedi. Nokkrir af þeim nýju leikurum sem heyrst hefur að munu leika í henni eru Gary Oldman, Benedict Cumberbatch, Jessie Plemons, Saoirse Ronan og Adam Driver.
Adam Driver mun leika illmennið í nýju myndinni. Hann lék í myndinni Inside Llewyn Davis og leikur í þáttum sem heita Girls og eru sýndir á HBO.

adam-driver-star-wars-2

Posted in Fréttir, star wars | Comments Off

Leikaraprufur fyrir Episode VII

Í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu eru núna leikaraprufur þar sem leitað er eftir leikurum fyrir nýju myndina. Leitað er eftir leikara á fertugsaldri til að leika herforingja og að leikkonu á aldrinum 17-18 sem er sjálfstæð og sterk. Einnig er leitað að leikara sem á að vera “sterkbyggð” persóna á aldrinum 19-23 og með persónutöfra.

Í þessu vídeo er fjallað frekar um persónurnar í nýju Star Wars myndinni.

Posted in Uncategorized | Comments Off

Star Wars Episode VII

Nýja Star Wars myndin verður frumsýnd 18.Desember 2015. Disney kvikmyndaverið fer nýjar leiðir við sýningu Star Wars myndanna, en George Lucas sýndi myndirnar við upphaf sumars í maí. Gömlu Star Wars voru sýndar 25. maí, en nýju voru sýndar 16. og 19. maí.

Nýr leikstjóri kemur einnig til með að taka við af George Lucas, en það er J.J.Abrams. Hann mun einnig vinna að skrifa handritið ásamt Lawrence Kasdan. Lawrence skrifaði handritin fyrir Empire Strikes Back og Return of the Jedi.

Þegar hefur verið byggt módel af Millennium Falcon í fullri stærð fyrir nýju myndina. Módelið er bæði að innan og að utan af geimskipinu.

Millennium Falcon í fullri stærð

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Lucasfilm selt til Disney

Margir muna eflaust eftir að George Lucas hafi gefið út þá tilkynningu að gera ekki fleiri Star Wars kvikmyndir. Það er rétt, en nú hefur George Lucas ákveðið að selja Lucasfilm til Disney fyrir 4.05 milljarða dollara, eða um 571 milljarð íslenskra króna. Episode VII mun líta dagsins ljós árið 2015 og mun Músin nú taka við kyndlinum af Lucasi. Í kaupunum fylgja Lucasarts, Skywalker Sound og ILM brellufyrirtækið.

Walt Disney fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki og hefur þegar eignast Pixar og Marvel.Það er þekkt fyrir að gefa út fjölskylduvænar myndir. Margir aðdáendur velta því eflaust fyrir sér hvernig næstu þrjár myndir munu verða og hvort við munum sjá Han Solo, eða Luke Skywalker í Episode VII-IX. Í ljósi vinsælda Avengers sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrr á árinu, þá er ekki við litlu að búast.

Músin tekur við kyndlinum

Posted in Uncategorized | 1 Comment

Star Wars 1313 trailer

Posted in Uncategorized | Leave a comment

Stromtrooper hjálmur á Mars?


Þessi mynd var tekinn af Spirit Mars rover könnunartækinu á Mars, á myndinni má sjá hlut sem líkist stormtrooper hjálm. Fyrsta spurningin sem margir hafa eflaust er hvaðan hjálmurinn komi ? Gæti verið um sjónhverfingu að ræða þar sem nokkrir grjóthnullungar eru nálægt hvor öðrum og mynda það sem líkist stormtrooper hjálm.

Posted in Uncategorized | Leave a comment

The Old Republic gefin út í dag.

Fyrir nokkrum árum var leikurinn Star Wars Galaxies gefin út og var ég einn af mörgum sem biðu með óþreyju eftir útgáfu leiksins. Þetta var árið 2003, það voru líka margir sem biðu með óþreyju eftir leiknum og var meðal annars stofnað guild í kringum leikinn. Guildið hét Crymogaea og átti að vera samastaður fyrir Íslendinga í leiknum. Leikurinn kom svo og spilaði ég hann um tíma á Eclipse og Tarquinas. Einn af vandi leiksins var tímalínan, en hann gerist á eftir Episode IV. Á þeim tíma eru fáir Jedar og gerði það að verkum að það var í fyrstu mjög erfitt að verða Jedi.

MMORPG leikir eru frábrugðnir venjulegum leikjum að því leiti að þeir alltaf í þróun og eru með teymi sem sjá um að bæta við nýjum hlutum við leikinn. Hlutum er breytt og reynt að koma til móts við óskir spilara. Nú hefur Star Wars Galaxies nálgast endan á sinni tímalínu og leiknum var lokað 15. Desember síðastliðnum. Nýr Star Wars MMORPG leikur hefur hins vegar verið í þróun um skeið hjá Bioware sem er þekkt fyrir Star Wars hlutverkaleiki eins og Knight Of the Old Republic(KOTOR) og Knights of the Old Republic:Sith Lords. Í dag er stóri dagurinn sem margir hafa beðið eftir lengi og geta loks byrjað leikinn sem Jedi og verið hluti af Galactic Republic eða Sith Empire. Leikurinn gerist 3500 árum áður en kvikmyndirnar gerast, svo nýr og ókannaður heimur bíður spilara í leiknum. Hérna er hægt að sjá trailer fyrir leikinn.

Posted in Fréttir, star wars | Leave a comment

styttist í útgáfu Star Wars:The Old Republic

Nú þegar styttist í útgáfu á Star Wars:The Old Republic þá hafa nokkur íslensk guild verið stofnuð í kringum leikinn eins og iceland og sin. Guild gefa fólki tækifæri á að skipuleggja hvernig það spilar leikinn með öðrum. Hægt er að mynda hópa og spila leikinn til þess að ná sameiginlegu markmiði sem gæti verið erfiðara fyrir einn spilara sem er ekki í guild.
Aðalsíðan fyrir leikinn er www.swtor.com og er hægt að finna allar helstu upplýsingar um leikinn þar. Á síðunni eru líka hægt að skoða guild sem hafa verið stofnuð í leiknum og á síðunni www.swtor.com/guilds er hægt að stofna sitt eigið guild.

Posted in Uncategorized | 1 Comment

Starwars.is flytur vefhýsingu

Starwars.is hefur verið óvirkt um nokkurn tíma, en núna hefur hýsing vefsins verið flutt á 1984.is. Markmiðið er að virkja vefinn og skrifa greinar um það sem er að gerast í Star Wars heiminum. WordPress hefur verið sett upp til þess að skrifa nýjar greinar og sumar af gömlu greinunum sem skrifaðar voru með Mambo vefumsjónakerfinu verða settar inn.

Von er á nýjum Star Wars leikjum og einna helst er beðið með nokkuri eftirvæntingu eftir Star Wars:The Old Republic.

Posted in Fréttir | 1 Comment