Star Wars Galaxy´s Edge kemur í sumar

Ert þú tilbúin að upplifa þína eigin Star Wars sögu ? Í sumar þá gefst það tækifæri. Því þá kemur Galaxy´s Edge til Disneyland Resort í Kaliforníu og til Walt Disney Resort Flórída í haust. Það er til margs að vænta í þessari Star Wars upplifun og ætlum við að kíkja á það helsta í þessari grein.

Galaxy´s Edge er einn stærsti skemmtigarður í sögu Disney Parks, eða um 14 ekrur sem rúmast á við lítinn bæ. Galaxy´s Edge gerist í framhalds þríleiknum sem við þekkjum með BB-8, Finn, Poe og Rey og er þau öll að finna þar. Í hvaða formi á þó enn eftir að koma í ljós. En leikararnir í myndinni verða þar í einhverri mynd.

Þar er einnig að finna Millennium Falcon í geimævintýri sem kallast Smugglers Run. Þar geta 6 manns rúmast innan geimskipsins og flogið því um himingeiminn og barist við TIE orrustuflaugar. Þar er líka að finna Rise of the Resistance þar sem það er þitt tækifæri á að taka þátt í uppreisninni sem er með bækistöðvar fyrir utan markaðinn í Black Spire.

Black Spire Outpost er nafnið á bænum í skemmtigarðinum. Nafnið er af steinum sem eru í miðjum bænum sem voru trjáspírur fyrir hundruð þúsund árum. Þaðan kemur nafnið Black Spire. En hvað er að finna í Black Spire Outpost ?

Þar er að finna marga hluti sem við þekkjum úr Star Wars myndunum. Þar sem markmið Galaxy´s edge er að þú upplifir þína eigin Star Wars sögu, þá gætir þú fundið marga af þeim hlutum sem er nauðsynlegir fyrir góða Star Wars sögu þar.

Þú gætir farið í Black Spire Outfitters og fundið rétta klæðnaðinn til að verða Jedi og í verkstæði Saul´s gætir þú sett saman geislasverð sem er með Khyber krystal. Í Droid Depot getur þú fengið þitt eigið BB eða R2 vélmenni. Ef þig vantar gæludýr eins og TaunTaun, Rathar og fleiri, þá er þau að finna í Binas Creature Stall. Binu finnst gaman að ferðast um himingeiminn og safna dýrum og koma með þau aftur til Black Spire.

Hver man ekki eftir Bláu mjólkinni sem Aunt Beru bar fram í New Hope. Það verður hægt að fá sér drykk af henni ásamt Grænni mjólk sem eru gerð af plöntumjólk. Ekki er um eiginlega mjólk að ræða.

Spurning sem margir gætu haft er hvernig finnur maður alla þessa hluti sem eru þarna. Svarið felst í Play Disney Parks appinu sem breytist í Star Wars stillingu þar og opnar nýja möguleika til þess að upplifa umhverfið. Þessi Star Wars upplifun býður upp á marga hluti.

Gleðilegt nýtt ár

Nú styttist í Star Wars Celebration sem haldið verður í Chicago þann 11.-15 apríl. Það er enginn annar en Warwick Davis sem verður kynnir á Celebration. Aðdáendur myndanna þekkja hann sem Wicket úr Return of the Jedi. Hann hefur einnig leikið í Rogue One:A Star Wars story, Last Jedi og Solo:A Star Wars Story, en í þeirri mynd lék hann Weazel. Aðrar myndir sem hann hefur leikið í eru Willow og Harry Potter myndirnar.

Safngripir á uppboði

Það var líf á uppboðsmörkuðum sem tengjast Star Wars safngripum úr Return of The Jedi í síðustu viku. Þannig var DL-44 geislabyssan sem Han Solo var með seld á 550000$ á uppboði.

Það var ekki það eins sem seldist dýru verði og var Imperial Scout Trooper blaster seld fyrir 90625$. Ewok hlutir voru einnig vinsælir og það seldist Ewok öx á 11250.

Á fyrri uppboðum fyrir Star Wars safngripi þá seldist líkan af Blockade Runner sem Leia prinsessa var í myndunum A New Hope og Rouge One á 450000$.

Þrælabúningurinn sem Leia var í seldist á 96000$. Aðrir hlutir sem hafa verið boðnir upp eru upprunalegt geislasverð Luke Skywalker á 200000$. Að lokum má minnast á að leðurjakkinn sem Han Solo var í The Force Awakens seldist á 191000$

Verður heilmyndatæknin framtíðin

Þetta var það sem Vodafone Group prófaði með tilrauna 5G netkerfi fyrir fyrsta heilmyndarsamtalið. Verkfræðingar á vegum fyrirtækisins sendu þrívíddar mynd af manneskju sem var í myndveri fyrirtækisins til notenda sem var með sýndarveruleikabúnað í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Þrívíddarmyndinni var líka varpað á svið fyrir áhorfendur og þótti líkjast atriðinu í Star Wars þegar R2-D2 varpar heilmynd af Leiu prinsessu biðja um hjálp frá Obi Wan Kenobi.

Þannig tækni gæti orðið að raunveruleika með 5G tækninni vegna þess að hraðinn er orðinn hundraðfaldur á við núverandi tækni.Það verður minni töf á því að gögn verði send á milli netkerfa og tækja.

Sérfræðingarnir segja að það gæti samt orðið nokkur ár í að heilmyndarsamtöl verði að raunveruleika líkt og það tók nokkur ár fyrir vídeo samtöl að verða að veruleika með símum, eftir að tæknin var fyrst prófuð.

Hægist á gerð Star Wars mynda

Disney hægir gerð á Star Wars myndum. Það var árið 2012 sem Disney borgaði fjóra milljarða dollara fyrir Lucasfilm. Þá var því lofað að gera nýja Star Wars mynd á hverju ári. Það voru ekki síst vinsældir The Force Awakens sem gerðu það að verkum að eftirvæntingar virtust miklar.

Það var svo þegar Solo: A Star Wars Story var sýnd í kvikmyndahúsum að eftirvæntingar virðast ekki hafa verið nógu miklar. Myndin var með 400 milljón dollara í tekjur á heimsvísu sem er samt mikið, en ekki nógu mikið fyrir Star Wars mynd. Disney virðist hafa áttað sig á að eftirvæntingar eru hluti af framleiðslunni við gerð myndana.

Myndirnar voru sjaldséðar áður fyrr og ekki margar myndir gerðar. 15 ár liðu á milli fyrstu tveggja þríleikjana sem George Lucas gerði og 10 ár fyrir nýju myndirnar frá Disney. Bob Iger framkvæmdastjóri hjá Disney hefur sagt að hann hafi gert mistök varðandi tímasetninguna. Þótt að það muni hægjast á gerð mynda frá þeim munu samt koma nýjar myndir.

Næsta Star Wars mynd, Episode IX kemur í desember á næsta ári og svo eru tveir nýir þríleikir í kortunum. Margir þekkja Game of Thrones og það eru framleiðendurnir David Benioff og D.B.Weiss sem munu sjá um að gera nýjan Star Wars þríleik. Sá þríleikur tengist ekki Skywalker myndunum eða þríleiknum sem Ryan Johnson er með í vinnslu.

Disney er núna að skoða hvað verður gert eftir Episode IX, en þeir ætli að fara varlega með hversu margar myndir eru gerðar og tímasetningu.