Tónlistin í Galaxy´s Edge

Við þekkjum flest tónlist John Williams úr myndunum og hann mun sjá um að gera tónlistina fyrir skemmtigarð Disney Galaxy´s Edge. Hann mun sjá um tónlistina ásamt Michael Giacchino sem bjó til tónlistina í Rogue One: A Star Wars Story. Þeir hafa unnið áður saman við þrívíddar skemmtiferðina Star Tours sem er í skemmtigörðum Disney. Þar er að finna tónlist Williams í skemmtiferðinni sjálfri og tónlist Giacchino áður en ferðin hefst.

Galaxy´s Edge kemur næsta sumar

Nú eru 10 mánuðir þangað til að Galaxy´s Edge opnar, en það er skemmtigarðurinn fyrir Star Wars í Disney. Við höfum fjallað aðeins um Skemmtigarðinn áður og nú fer að styttast í opnun hans. Margir aðdáendur eru eflaust orðnir spenntir, enda margt spennandi í garðinum.

Í skemmtigarðinum verður Oga Cantina að finna. Þar verður hægt að fá drykki tengdta Star Wars og hlusta á tónlist DJ RX24 eða kafteins Rex. Vélmenninu sem var ýtt úr upprunalega Star Tours.

Sjónbrellurnar í A New Hope

Á þessu ári eru um 41 ár frá því að fyrsta Star Wars myndin A New Hope kom í kvikmyndahús. Það er langur tími og margt hefur breyst í gerð kvikmynda síðan þá. Í dag spila tölvur stórt hlutverk í því hvernig brellur í kvikmyndum eru búnar til. Þegar A New Hope var gerð voru engar tölvur eins og við þekkjum þær notaðar.

Sjónbrelluiðnaðurinn var eiginlega ekki til, enn í dag geta sjónbrellur spilað stórt hlutverk í vinsældum mynda. Hægt er að líkja sjónbrellum við töfra, því þær geta kallað fram hluti sem eru úr öðrum heimi á hvíta tjaldinu þegar horft er á kvikmynd. Hvernig geta geimflaugar flogið í geimnum eins og við sjáum í Star Wars, hvort sem það er Fálkinn, eða X-vængja.

Þannig er hægt að segja að sjónbrellumeistaranir séu í hlutverki töframanna sem búa til brellurnar sem við sjáum í kvikmyndum og þær geta sýnt okkur annan heim með t.d. Jedum sem geta notað máttinn. Það er einmitt markmið sjónbrellumeistarana að gera og láta hlutina líta út eins og þeir eru í öðrum heimi, því að áhorfendur gera miklar kröfur og þeir vilja fá það sem þeir borguðu fyrir miðann eða góða skemmtun. Sagan er það sem þetta snýst allt um og sjónbrellurnar eru rjóminn á kökunni.

Þegar George Lucas kvikmyndaði fyrstu Star Wars myndina, þá gerði hann miklar kröfur. Það sem hann vildi á þessum tíma var ekki hægt með sjónbrellum. Hann fékk 8.25 milljón dollara til að vinna að framleiðslu myndarinnar. Hann hafði þá enga hugmynd hvernig hann gat látið handritið verða að kvikmynd.

Það voru engin brellufyrirtæki til sem gerðu það sem Lucas þurfti og flestar sjónbrelludeildir í fyrirtækjum höfðu verið leystar upp vegna kostnaðar. Til að vinna að sjónbrellunum fyrir myndina stofnaði hann ILM, sem stendur fyrir Industrial Light and Magic og var sjónbrellufyrirtækið hans.

Hann keypti gamlan búnað ódýrt og réð fólk til að vinna í brellufyrirtækinu. Hann réð myndbrellusérfræðinginn John Dykstra til stjórna aðgerðum í sjónbrellum. Dykstra ásamt aðstoðarfólki hans hannaði hið byltingakennda Dykstraflex myndavélakerfi sem er tölvustýrt. Það var ekki stýrt af pc tölvu, heldur var allt rafstýrt. Kerfið var hægt að nota til framkvæma hreyfingar fyrir flóknar sjónbrellutökur sem hægt var að nota til að gera brellur fyrir myndina eins og fljúgandi geimskipin sem við sjáum í myndinni.

Flestar senur sem eru í myndinni voru teiknaðar á söguspjöld(storyboard) til að lýsa því fyrir kvikmyndafólkinu hvernig myndin átti að vera. Þannig vildi George Lucas að senurnar í lok myndarinnar væru af geimskipum sem væru að berjast eins og flugvélar í seinni heimsstyrjöldinni. Hann gat notað Dykstraflex til að taka upp myndir af x-vængjum og TIE flaugunum berjast þannig.


Þessar þróanir voru byltingakenndar í kvikmyndum og John Dykstra fékk Óskarsverðlaun fyrir Technical Achievement fyrir myndina og að auki Óskarsverðlaun fyrir bestu sjónbrellurnar ásamt John Stears, Richard Edlund, Grant McCune og Robert Blalack.

The Last Jedi fær 4 tilnefningar

Þá er Óskarstíðin að ganga í garð og verður hátíðin haldin 4.mars. The Last Jedi er tilnefnd til 4 óskarsverðlauna. Hún er tilnefnd fyrir bestu kvikmyndatónlistina, sem John Williams er tilnefndur fyrir, en það er 51 tilnefningin sem hann fær fyrir kvikmyndatónlist. Myndin fær einnig tilefningar fyrir bestu hljóðblöndun, bestu hljóðklippingu og fyrir bestu sjónbrellurnar.

Last Jedi Peningaseðill

Sérstakur peningaseðill var gefin út í tilefni að Last Jedi kom í kvikmyndahús. Peningaseðillinn var seldur á uppboðsveitunni Ebay. Hann var búinn til af fyrirtæki sem heitir De La Rue og er það þekkt fyrir að búa til gjaldmiðla fyrir tvo þriðju af löndunum í heiminum. Seðillinn var unninn í samstarfi við Great Britain campaign.

Seðillinn var búinn til að safna peningingum, vekja athygli og skapa merkilegar minningar fyrir veik börn. Allar tekjurnar sem koma frá sölu seðilins eru gefna til Together for short lives fyrir hönd Star Wars Force for change.

Um eitt þúsund seðlar voru seldir á hundrað pund á ebay, auk þess voru um fimmtíu sérstök útgáfa seðla til sölu.