Handrit Carrie til sölu


Handritið sem Carrie Fisher notaði fyrir hlutverk sitt í Empire Strikes Back er til sölu. Því fylgja þrjú leðurbundin handrit sem voru gefið leikurum myndarinnar og voru undirrituð af George Lucas. Saman er áætlað að þau munu seljast á um 126.000 evrur, eða um 15.624.000 krónur. Í hverri síðu í handriti Carrie var merkt við samræður Leiu og Han með blýanti.

Bókin Star Wars Propaganda

Star Wars Propaganda er bók um hvernig öflin sem eru í myndunum nota áróður með sannfærandi skilaboðum til að hvetja og ógna. Bókin er skreytt mörgum myndum sem sýna hvernig áróður er notaður til að stjórna og hafa áhrif í geimnum. Veldið notar áróður til að sýna styrk sinn og viðhalda ótta á meðan Uppreisnin reynir að vekja hjá fólki von og vinna stuðning fyrir baráttu sína.

Force Friday II

Þá er Force Friday II gengin í garð og mætti halda að jólin væru komin, alla vega fyrir Star Wars aðdáendur. Í dag kynntu fyrirtæki nýjar vörur sem tengjast The Last Jedi og beðið hefur verið með óþreyju og það hefur verið slegið á puttana á þær aðdáendasíður sem reynt hafa að birta myndir(leka) af þeim. Það er ekkert skrítið enda mikil vinna hjá þessum fyrirtækjum sem er í húfi og ber það kannski að virða.

Nú er komið að stóra deginum og allar aðdáendasíður geta loksins sýnt það sem svo lengi hefur verið beðið eftir. Hvað var það sem ekki mátti fjalla um fyrir fyrsta september ? Það tengist persónum og vélmönnum í myndinni.

Sérstaklega á þetta við um hin illa tvíbura BB-8, svarta First order vélmennið BB-9E sem leikfangafyrirtækið Sphero býr til. Það er ekki eina vélmennið sem þeir búa til og eru R2-D2 og BB-8 líka fáanleg. Þú stýrir þeim með snjallsíma í gegnum app og getur líka skoðað viðmót sem er líkt Pokemon GO til að skoða Star Wars heiminn.

Star Wars fígúrur eru fyrir löngu orðnar klassískar og nú bætist í safnið fleiri fígúrur úr Last Jedi.Disney Store býr til Elite Die Series Cast Action Figures. R2-D2, Luke, Kyle og Rey þekkjum við, en First Order Judical Stormtrooper og Preatorian Guard eru persónur sem við eigum greinilegar eftir að kynnast í nýju myndinni.

Praetorian Guard er líka fáanlegur frá Jakks

Það eru margar persónur sem við þekkjum úr myndunum og Hallmark býr til Itty Bitty plush dúkkur af persónunum sem við þekkjum úr myndunum. Supreme Leader Snoke fáum við nú að sjá betur í gulum klæðum og Praetorian Guard dúkka er líka fáanleg. BB-9E vélmennið er líka fáanlegt.

Við sjáum líka BB-8 og Rey ásamt Praetorian Guard í formi skrauts ásamt BB-8 bolla frá fyrirtækinu Keepsake Ornament.

Svo skal ekki gleyma að hægt er að fá þetta líka í formi gæludýra frá Petco og er þá Porg sennilega á óskalistanum hjá mörgum. Þessi dýr koma víst fyrir í Last Jedi. þá er líka hægt að fá geimskip eins og Tie og X-wing og líka AT-AT.

Það eru fleiri fyrirtæki sem búa til vörur sem tengjast Porg eins og Northwest sem býr til Porg púða og teppi með Chewbacca ásamt Porgs.

Leikfangafyrirtækið Hasbro býr til leikfangið Force Link BB-8 2 in one megaset. Með leikfanginu er hægt að búa til hljóð,ljós og setningar sem tengjast myndinni.

Þetta er armband fylgir Force Link og hægt er að nota til að búa til setningarnar sem tengjast Last Jedi. Hægt er að nota fígúruna sem er Kylo Ren til að búa til alls konar hljóð þegar hún er nærri armbandinu. Í dag hafa fyrirtæki kynnt nýjar vörur sem þau er að selja og tengjast Last Jedi og ættu að komast á óskalistann hjá mörgum fyrir komandi jól.

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar eru fyrir löngu orðin klassísks og þau fengið okkur til að dreyma um annan heim endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. En hverjir eru að baki sumra af þessum plakötum sem við höfum séð.

A New Hope
Style „A“ 1977


Eitt þekktasta er af Luke með geislasverð á lofti og Leiu við hlið hans með geislabyssu. Þetta plakat er eftir Tom Jung og margir muna eftir því þegar þeir sáu það fyrst og hvaða áhrif myndin hafði á þá. Plaköt byggja upp ákveðna ímynd fyrir myndirnar og eru mikilvægur þáttur í kynningu þeirra.

A New Hope
Style „C“ 1977

Hérna eru þau öll í forgrunni Luke, Leia og Han.Þetta plakat er eftir Tom Chantrell og átti það að byggja upp ímynd sem tengdist persónum myndarinnar að nota vélbúnaðinn. Plakatið átti að sýna að Star Wars var um fólk, en ekki vélbúnaðinn sjálfan sem er í bakgrunninum.

A New Hope
Advance Teaser Style „B“ 1977

A New Hope
Mylar Advance 1976

Sum þeirra nota einfaldlega texta til að kynna myndirnar eins og þessi tvö plaköt.Þau voru hönnuð af Dane, Doyle og Burnbach.Neðra plakatið var það fyrsta sem var búið til fyrir Star Wars. Star Wars logoið er með W sem margir kannast ekki við og er ekki eins og er í lógoinu sem er í dag.

Empire Strikes Back
Style „A“ 1980

Þetta plakat sem gert var fyrir Empire Strikes Back er eftir Roger Kastels. Sagan segir að Billy Dee Williams hafi verið óánægður með það vegna þess að Lando er ekki í því. Það er stundum kallað Gone with the Wind stíllinn af því að það líkist svo plakati fyrir þá mynd.

Empire Strikes Back
Style „B“ 1980

Í Empire Strikes Back er það Veldið sem er í fullu hlutverki og það sést vel þegar plakatið er skoðað. Svarthöfði gnæfir yfir alla og Stormsveitarmenn Veldisins ganga í hvítum brynjum sínum fyrir neðan. Þetta plakat var búið til af Tom Jung fyrir eina af eftirminnilegustu Star Wars myndunum um átökin milli góðs og ills.

Return of the Jedi
Style „A“ 1983

Þetta plakat er vel þekkt fyrir Return of the Jedi og er teiknað af Tim Reamer. Um liststjórnun og hönnun sá Paykos Phior. Plakatið er af hönd Luke haldandi á geislasverði.

Return of the Jedi
Style „B“ 1983


Return of the Jedi plakatið var teiknað af Kozuhiko Sano. Það var Christopher Werner sem sá um hönnunina og uppsetningu.

Revenge of the Jedi
1982

Return of the Jedi átti upphaflega að heita Revenge of the Jedi og þetta plakat sýnir það. Plakatið var búið til í desember 1982. George Lucas breytti titlinum, vegna þess að honum fannst það ganga gegn því sem Jedarnir standa fyrir.

Þetta plakat er mjög vinsælt hjá söfnurum og var aðeins gefið út í 6800 eintökum sem fóru til meðlima aðdáendaklúbba fyrir 9.50$ á þeim tíma og eflaust orðin meira virði í dag. Bill Pate sá um listræna stjórnun og hönnun á plakatinu. Drew Struzan sá um að teikna plakatið og er einna þekktastur af þeim sem hafa teiknað plaköt fyrir Star Wars myndirnar.

Star Wars raunveruleikans

Mátturinn er það sem gefur Jeda vald sitt. Það er orkusvið sem búið er til af öllum lifandi hlutum. Það umlykur okkur og kemst í gegnum okkur. Það bindur saman vetrarbrautina. Jedi getur fundið kraftinn sem flæðir í gegnum hann. – Ben Kenobi

Mátturinn á sér hliðstæðu í okkar heimi og kallast chi og kemur frá taóisma sem er kínversk heimspeki og læknavísindi. Þetta er orka sem er alls staðar og í öllum. Hún er jafnvægið sem er myndað af Ying og Yang, andstæðunum tveimur sem hægt er að sjá í öllu í heiminum eins og jákvætt og neikvætt, ljósið og myrkrið.

Í Star Wars geta Jedar notað Máttinn og í okkar heimi getum við notað chi til bættrar heilsu, líkamsræktar og árangurs. Chi er notað í Feng shui, Yoga, Reiki, nálastungu, Tai Chi, Qi Gong og bardagalistum.Bardagamenn sem lært hafa að nota chi geta beislað orkuna betur.

Gerð var rannsókn í Motion & Gait Analysis Laboratory í Lucille Salter Packer barnaspítalanum árið 2007. Þar sem Tai Chi meistarinn Chen Xian gerði hreyfingar á ógnahraða sem reynt var að mæla með skynjurum sem voru festir á líkamsliðunum.

Skynjararnir flugu af honum þegar hann gerði hreyfingar sem mældar voru af tölvum og sýndar á tölvuskjá sem beinagrind sem átti að herma eftir hreyfingunum. Sprengikraftur höggana var gríðarlegur eða 14faldur eigin líkamsþyngdar Chens.

Venjulega eru Tai Chi hreyfingar gerðar mjög hægt til að bæta heilsu, en hann sýndi þær mjög hratt. Markmiðið með Tai Chi hreyfingum er að ná slökun á liðunum til að hafa frjálst flæði af chi, eða orku. Það sem Chen hefur gert er að fullkomna listina að setja allan líkaman kröftuglega í höggið.

Það sem var skráð í rannsókninni var hámarksnotkun á lífsorkunni, eða chi. Tæknin sem var notuð heitir hreyfimyndataka og mun hún verða notuð til að skoða betur ástæður fyrir göngu vandamálum barna.

Möguleikarnir sem orka eða chi hefur voru skoðaðir frekar og er hægt að nota hana til að stjórna hitastigi á húðinni. Tai Chi meistarinn Shu Dong Li gerði tilraun til að mæla lífeðlisfræðilegar breytingar sem verða í ferli sem kallast focusing the chi eða einbeiting með chi. Í tilrauninni var mæld hitaútgeislun og notuð hagnýt segulómskoðun.

Á mynd sem sýnir infrared útgeislun þá lýstust hendur Li´s upp þegar hann hitaði hendur sínar upp um 2 gráður. Það var ekki það eina sem hann gat gert og lækkaði hann hitan um 6 gráður. Þessi einbeiting með chi gerði svæði í heilanum virk sem tengjast hreyfingu og tilfinningum í höndunum.

Hann getur notað hugann til þess að hafa áhrif á hendurnar líkt og Jedi sem getur notað Máttinn með huganum til að hafa áhrif á umhverfið í kringum sig. Shaolin munkar geta líka notað chi í bardagalist sinni og nota Qi Gong æfingar og hugleiðslu með sem gera þá meðvitaða um chi. Þeir geta notað chi til að gera þá að færum bardagamönnum.

Hérna eru tvö Youtube myndbönd sem sýna muninn á bardagastílum á milli Jeda og Shaolin munka. Fyrst myndbandið er úr Phantom Menace og sýnir Qui-Gon Jinn og Obi Wan Kenobi berjast við Darth Maul og annað myndbandið sýnir Shaolin Munka berjast.

Að lokum má nefna að nafn Qui-Gon Jinn er tekið af Qi Gong og þýðir lífsorka og Jinn kemur úr arabísku og þýðir andi. Nafnið hans þýðir því andi hins lifandi mátts.

Mark Hamill segir sína skoðun


Í síðustu teaser stiklunni sem sýnd var á Star Wars Celebration í Orlando, þá segir Luke Skywalker „It´s a time for the Jedi to end“. Það er eins og Luke hafi tapað þeirri trú að endurreisa Jedana eftir það sem gengið hefur á.

Það er samt erfitt að lesa það úr teasernum hvort það sé það sem hann er að segja og við verðum bara að bíða eftir myndinni. Mark Hamill segir að það hafi verið áfall að lesa það sem Rian Johnson skrifaði í handritinu og er viss um að það verði það líka fyrir áhorfendur.

Eitthvað er það samt sem hefur farið fyrir hjarta Marks varðandi ákvarðanir Luke í myndinni og hvort það er þetta er góð spurning. Hann kom því á framfæri við Rian. Þegar hann hafði sagt honum það sem hann honum fannst, þá fór hann að vinna að þeirri sýn sem Rian hafði fyrir myndina.

Mark var ekki sá einni sem var ósáttur og var Daisy Ridley áhyggjufull yfir atburðum sem eiga að gerast í myndinni. Við verðum víst bara að bíða og sjá hvaða atburðir það eru sem eiga eftir að hafa svona mikil áhrif.

Mark Hamill tók aftur það sem hann sagði og sagðist hafa sætt sig við það sem Rian Johnson vildi og þá væri þetta stórskemmtilegt ferðalag.

Ewan McGregor opin fyrir hliðarmynd

Ewan McGregor sem Star Wars aðdáendur þekkja sem Obi-Wan Kenobi úr Episode I-III segir að hann vilji gjarnan vinna að framhaldsmynd í framtíðinni. Hann segist opinn fyrir því að gera hliðarmynd(spinoff) um persónuna sína.

Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð og hann hafi ekki hitt neinn varðandi það, en væri ánægður leika í mynd ef hann væri beðinn um það. Hann heldur samt að það myndi sennilega verða eftir 2020, ef það myndi verða af því.