Hægist á gerð Star Wars mynda

Disney hægir gerð á Star Wars myndum. Það var árið 2012 sem Disney borgaði fjóra milljarða dollara fyrir Lucasfilm. Þá var því lofað að gera nýja Star Wars mynd á hverju ári. Það voru ekki síst vinsældir The Force Awakens sem gerðu það að verkum að eftirvæntingar virtust miklar.

Það var svo þegar Solo: A Star Wars Story var sýnd í kvikmyndahúsum að eftirvæntingar virðast ekki hafa verið nógu miklar. Myndin var með 400 milljón dollara í tekjur á heimsvísu sem er samt mikið, en ekki nógu mikið fyrir Star Wars mynd. Disney virðist hafa áttað sig á að eftirvæntingar eru hluti af framleiðslunni við gerð myndana.

Myndirnar voru sjaldséðar áður fyrr og ekki margar myndir gerðar. 15 ár liðu á milli fyrstu tveggja þríleikjana sem George Lucas gerði og 10 ár fyrir nýju myndirnar frá Disney. Bob Iger framkvæmdastjóri hjá Disney hefur sagt að hann hafi gert mistök varðandi tímasetninguna. Þótt að það muni hægjast á gerð mynda frá þeim munu samt koma nýjar myndir.

Næsta Star Wars mynd, Episode IX kemur í desember á næsta ári og svo eru tveir nýir þríleikir í kortunum. Margir þekkja Game of Thrones og það eru framleiðendurnir David Benioff og D.B.Weiss sem munu sjá um að gera nýjan Star Wars þríleik. Sá þríleikur tengist ekki Skywalker myndunum eða þríleiknum sem Ryan Johnson er með í vinnslu.

Disney er núna að skoða hvað verður gert eftir Episode IX, en þeir ætli að fara varlega með hversu margar myndir eru gerðar og tímasetningu.

Leikaratilkynning fyrir episode 9! (Uppfært!)

Mark Hamill snýr aftur sem Luke Skywalker, Carrie Fisher heitin fær að vera með sem Leia Organa, þökk sé áður óséðu efni úr The Force Awakens. Anthony Daniels er enn á sínum stað sem Threepio og Joonas Suomato heldur áfram sem hinn nýi Chewbacca (The Force Awakens, The Last Jedi og Solo).  

Nýjir sem bætast við eru Billy Dee Williams sem Lando Calrissian úr upprunalegu trílógunni (og líka, sem ungur, í Solo) og Naomi Ackie, Richard E. Grant og Keri Russel, en óvitað er hvað þau munu leika en við látum vita um leið og við vitum meira.

Svo eru að sjálfsögðu hetjurnar okkar og andstæðingar úr The Force Awakens og The Last Jedi enn til staðar; Daisy Ridley (Rey), Adam Driver (Kylo Ren/Ben Solo), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (Armitage Hux), Kelly Marie Tran (Rose Tran) og Billie Lourd (Kaydel Connix).