Hægist á gerð Star Wars mynda

Disney hægir gerð á Star Wars myndum. Það var árið 2012 sem Disney borgaði fjóra milljarða dollara fyrir Lucasfilm. Þá var því lofað að gera nýja Star Wars mynd á hverju ári. Það voru ekki síst vinsældir The Force Awakens sem gerðu það að verkum að eftirvæntingar virtust miklar.

Það var svo þegar Solo: A Star Wars Story var sýnd í kvikmyndahúsum að eftirvæntingar virðast ekki hafa verið nógu miklar. Myndin var með 400 milljón dollara í tekjur á heimsvísu sem er samt mikið, en ekki nógu mikið fyrir Star Wars mynd. Disney virðist hafa áttað sig á að eftirvæntingar eru hluti af framleiðslunni við gerð myndana.

Myndirnar voru sjaldséðar áður fyrr og ekki margar myndir gerðar. 15 ár liðu á milli fyrstu tveggja þríleikjana sem George Lucas gerði og 10 ár fyrir nýju myndirnar frá Disney. Bob Iger framkvæmdastjóri hjá Disney hefur sagt að hann hafi gert mistök varðandi tímasetninguna. Þótt að það muni hægjast á gerð mynda frá þeim munu samt koma nýjar myndir.

Næsta Star Wars mynd, Episode IX kemur í desember á næsta ári og svo eru tveir nýir þríleikir í kortunum. Margir þekkja Game of Thrones og það eru framleiðendurnir David Benioff og D.B.Weiss sem munu sjá um að gera nýjan Star Wars þríleik. Sá þríleikur tengist ekki Skywalker myndunum eða þríleiknum sem Ryan Johnson er með í vinnslu.

Disney er núna að skoða hvað verður gert eftir Episode IX, en þeir ætli að fara varlega með hversu margar myndir eru gerðar og tímasetningu.

Leikaratilkynning fyrir episode 9! (Uppfært!)

Mark Hamill snýr aftur sem Luke Skywalker, Carrie Fisher heitin fær að vera með sem Leia Organa, þökk sé áður óséðu efni úr The Force Awakens. Anthony Daniels er enn á sínum stað sem Threepio og Joonas Suomato heldur áfram sem hinn nýi Chewbacca (The Force Awakens, The Last Jedi og Solo).  

Nýjir sem bætast við eru Billy Dee Williams sem Lando Calrissian úr upprunalegu trílógunni (og líka, sem ungur, í Solo) og Naomi Ackie, Richard E. Grant og Keri Russel, en óvitað er hvað þau munu leika en við látum vita um leið og við vitum meira.

Svo eru að sjálfsögðu hetjurnar okkar og andstæðingar úr The Force Awakens og The Last Jedi enn til staðar; Daisy Ridley (Rey), Adam Driver (Kylo Ren/Ben Solo), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (Armitage Hux), Kelly Marie Tran (Rose Tran) og Billie Lourd (Kaydel Connix). 

Leikstjóradrama episode 9 – Colin hættur og JJ. Abrahams snýr aftur

Uppfært: ný dagsetning – Episode 9 kemur ekki út fyrr en 20.desember 2019.

Ef það er eitt sem vantar ekki hjá Lucasfilm þá er það leikstjóradrama. Þrátt fyrir að ekki séu það margir mánuðir síðan að skipt var um leikstjóra í brúnni fyrir Han Solo myndina og Ron Howard tekið við, þá hefur nú einnig verið skipt um leikstjóra fyrir episode 9 og enginn annar J.J Abrahams sem snýr aftur en hann leikstýrði einnig The Force Awakens. JJ.Abrahams byrjaði semsagt nýja þríleikinn og mun einnig enda hann.

Það er þó engan veginn hægt að segja að það hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti að Colin Trevorrow skyldi hafa verið látinn fjúka, þar sem þegar hafði verið mikið drama verið í kringum hann eftir að nýjasta mynd hans Book of Henry kom út sem fékk arfaslaka dóma hjá gagnrýnendum og var í raun strax þá verið að krefjast þess að Trevorrow yrði rekinn. En þar sem það var ekki gert var nú talið að Colin fengi að klára verkefnið sem hann hóf fyrir tveimur árum síðan, þrátt fyrir að þrýst hafi verið mjög á Lucasfilm að láta hann fara en nú er svo komið á daginn að Kathleen hjá Lucasfilm fékk greinilega nóg og lét hann fara. En eftir að Colin var látinn taka pokann sinn, tókst The vulture að taka finna innanbúðar upplýsingar sem sýndu fram ástæðuna fyrir brottrekstri hans en svo virðist vera sem hann sé frekar erfiður í samskiptum auk þess sem eitthvað vandamál var með handritið. Ekkert er þó vitað með vissu um ástæðuna og það eina sem við í raun vitum er að J.J er tekinn við, eftir nokkra daga vangaveltur þar sem JJ. og Rian Johnsson, leikstjóri the Last Jedi voru efstir á leikstjórablaðinu þó að Rian væri fljótur að slá þær hugmyndir út af borðinu.

Colin virðist þó ekki vera sá eini sem þurfti að taka pokann sinn, þar sem Jack Thorne er ekki lengur titlaður sem handritshöfundur en hann var kallaður til fyrir um mánuði síðan fyrir endurskrif, heldur í staðinn er JJ. Abrahams ásamt Chris Terrio (Argo, Batman vs. Superman og Justice League). Hins vegar hefur ekkert verið talað um að hann hafi verið látinn fara og því spurning hvort að Lucasfilm gleymdi að nefna hann en það er frekar ólíklegt og líklegra að þetta sé svipað og gerðist með Force Awakens handritið þar sem Michael Arndt var rekinn og JJ nefndi hann bara einu sinni í viðtali.

Þetta á allt eftir að skýrast en eitt er víst episode 9 er aftur kominn með leikstjóra og ætti því að fara í tökur fljótlega á næsta ári, þó að eflaust verið einhver seinkun á því að byrja tökur í ljósi þess að eitthvað verði krukkað í handritinu. Myndin er þó enn væntanleg 25. maí 2019. (uppfært! Sýningu myndarinnar hefur verið frestað til 20.desember 2019. Óvíst er hvenær tökur byrja þar sem endurskrifa þarf handritð – jafnvel byrja upp á nýtt. Uppfært! Tökur hefjast í júní 2018.)

En þrátt fyrir allt dramaið sem hefur verið í kringum Episode 9, þá styttist í að hin dramafría (á bak við tjöldin, myndin sjálf verður auðvitað stútfull af fjölskyldudrama og látum!) The Last Jedi komi út, þann 15.desember, og vonandi að næsta sýnishorn komi núna í október, mögulega 16.október í auglýsingahléi í ruðningsleik eins og var með The Force Awakens. Nú er bara að bíða og sjá…

Fréttir af Han Solo og Episode IX

Það er nóg um að vera í framleiðslu væntanlegra Star Wars mynda og í þessari viku fengum við að vita meira af Han Solo myndinni og Episode IX, þó að töluvert langt sé í þá síðarnefndu.

Núverandi leikstjóri Han Solo myndarinnar, hann Ron Howard, er hrikalega duglegur að deila myndum af setti en þó án þess að gefa upp neina spilla.

Hér eru myndir af nýjum vélmönnum, það seinna svipar til R2 og BB-8 (liturinn) en það fyrra virðist vera eins konar plötusnúður.
Auk þess hefur frést að Warik Davis, stjörnustríðleikari (hefur verið í öllum myndum frá Return of the Jedi en hann varð þekktur fyrir að leika Wicket 0g hefur verið í fjölda annarra kvikmynda) og var auk þess aðalhlutverkið í myndinni hans Ron Howard, Willow muni vera með eitthvað hlutverk. En ef marka má myndina fyrir neðan átti hann þegar að vera í myndinni, það sem gerir þetta hins vegar skemmtilegt er að Ron Howard er að fá óvænt tækifæri til þess að leikstýra honum aftur eftir þrjátíu ár.

Þar að auki verður leikarinn Clint Howard, bróðir Ron með gestahlutverk en að öllum líkindum hefur honum verið bætt við við nýja planið eftir að Ron tók við.

 

Allt virðist vera ganga eins í sögu í framleiðslu myndarinnar eftir bakslagið með að brottrekstur fyrrum leikstjóra og hafa allir sem eru þátttakendur í henni, ekkert nema gott að segja.

Allt virðist því vera á áætlun og allt stefnir á myndin rati í kvikmyndahús á réttum tíma en hún er væntanleg 25.maí 2018.

 

***

Þrátt fyrir Episode IX, síðasta myndin í nýja þríleiknum komi ekki út fyrr en 24.maí 2019, þá hefur leikstjórinn Colin Trewoor verður duglegur að tjá sig, án þess þó að gefa neitt upp og sérstaklega eftir að fólk lýsti óþörfum áhyggjum yfir að hann væri við stjórnvölinn vegna þess hversu illa nýjast mynd hans, „Book of Henry“ gekk.

En nú er svo komið að það hefur verið ráðinn nýr handritshöfundur, Jack Thorne til þess að endurskrifa handritið, en þó fyrst og fremst til þess að koma því niður í tvo tíma og skerpa samtölin. Það er ekkert óvenjulegt að inn sé fenginn annar handritshöfundur en það hefur átt við um allar nýju myndirnar, The Force Awakens, Rogue One, reyndar ekki The Last Jedi. En hugmyndin er að fá annan til að koma inn með nýja sýn ekki að það þurfi að gerbreyta sögunni eins og margir virðast halda.

Jack Thorne er þekktur sjónvarpsþáttahöfundur í Bretlandi en þekktastur er hann fyrir að vera meðhöfundur að leikritinu „Harry Potter and the cursed child.“

Leikstjóradrama – Frh

Sjá fyrri frétt.

Eftir að Phil Lord og Chris Miller voru reknir sem leikstjórar Han Solo myndarinnar, með þá skýringu að listrænn ágreiningur hafi komið upp, var Kathleen strax ásökuð um það að ganga á baki orða sinna að leikstjórarnir myndu hafa listrænt frelsi og hún væri í raun veru að steypa alla í sama mót. Að hliðarmyndirnar mættu í raun ekkert verða neitt öðruvísi en „sagamyndirnar“ (Episode I-IX)

En hvað gerðist raunverulega á setti Han Solo myndarinnar? Voru þeir virkilega að reyna breyta henni í aðra Ace Ventura mynd, eins og sömusagnir hermdu?

The Hollywood reporter (THR) náði tali af þeim sem unnu að myndinni og þá kom í ljós að þetta var mun flóknara en það og mesta furða að þeir hafi í raun ekki verið reknir fyrr. Kjarninn í gagnrýninni var sá að þeir kunnu ekki að gera „blockbuster“ voru of mikið að treysta á spuna frá leikurum og fara frá handritinu, jafnvel eftir að þeir höfðu verið varaðir við að gera það ekki og voru með of fáar myndavélauppstellingar, sem gaf klippurunum lítið frelsi. En leikstjórarnir voru ekkert einir um að vera reknir, til að byrja með hafði klipparinn verið rekinn og fenginn annar óskarverðlaunaklippari í staðinn. Einnig þurfti að ráða leikaraþjálfara (acting coach) til þess að bæta frammistöðu aðalleikarans sem gekk ekkert allt of vel undir handleiðslu leikstjórana en hann var víst ósáttur við hvaða stefnu þeir voru að taka persónuna. Nei, það er ekki vegna þess að hann er lélegur leikari eins og fjölmiðlar vilja segja og taka allt úr samhengi til að búa til nýtt hneyksli. Traust leikara og leikstjóra skiptir gríðarlegu miklu máli og þarna var það heldur betur ábatavant. Honum ætti að reiða betur undir handleiðslu óskarverðlaunaleikstjórans Ron Howard, mikil Stjörnustríðsaðdáenda og góðvinar Lucasar.

Enda hefur komið fram að „cast og crew“ (leikararar og starfslið) hafi klappað ógurlega þegar fréttist að Ron Howard hafi tekið við stjórninni, sem sýnir að myndin ætti að vera komin í öruggar hendur. Ron hafði þó að sjálfsögðu áhyggjur af því hvað þeir Phil Lord og Chris Miller þættu um að hann væri að taka yfir þeirra verkefni, var í tölvupóstsamskiptum við þá en þeir tóku ekkert illa í það heldur óskuðu honum góðs gengis. Að öllum líkindum munu þeir fara aftur í Flash myndina hjá DC sem þeir löbbbuðu frá til að gera Han Solo myndina, spurning er samt hvernig þeim mun reiða undir öðru stúdói að gera risamynd en auðvitað vill maður allt blessist hjá þeim. Eitt er víst allt sem Howard gerir verður að gulli. Hér má lesa frekari fréttir af Han Solo myndinni.

Hér má lesa greinina í heild sinni sem er afar áhugaverð og sem kvikmyndargerðarmaður rekur maður stór augu við hvernig þeir Phil Lord og Chris Miller hegðuðu sér á setti, eitt sinn neituðu þeir að byrja að taka upp fyrr en kl 13 sem er ósættanlegt í svona stóru verkefni sem byrjar á morgnana, en þeir vildu engu breyta, kvörtuðu undan álagi og því að hafa ekkert frelsi og voru heldur betur ósáttir þegar Lawrence Kasdan var fenginn til þess að fylgjast með þeim, sem þeirra „skuggaleikstjóri.“ Kathleen hafði því gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að reyna bjarga þessu en þegar allt komið fyrir var ákveðið að betra væri að láta þá fara.

Margir vilja meina að það sé eitthvað stórt leikstjóra vandamál hjá Lucasfilm, fyrst að þetta sé í annað skipti þar sem þeir þurfa grípa inn í með hliðarmyndirnar sínar en síðast var það með Rogue One en sá leikstjóri tók vel í allar breytingar og var samvinnuþýður, ólíkt Phil Lord og Chris Miller.

Hins vegar má benda á að bæði J.J. Abrahams með The Force Awakens og nú Rian Johnsson, lentu í engu veseni en Rian mun klára eftirvinnsluna á The Last Jedi í ágúst, en þeir eru reyndar leikstjórar nýju „saga“ myndanna.

„Saga“ leikstjórarnir eru þó ekki lausir við hneyksli og hefur eitt skekið hann Colin Trevorrow, sem á að leikstýra 9 og síðustu myndinni í nýja þríleiknum, einvörðungu vegna þess að indie myndin hans, „Book of Henry“ fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en hún er töluvert betur liðinn af áhorfendum.

Vinnan hans virðist samt ekki vera í neinni hættu og vonar maður að allt gangi vel þegar að tökurnar á 9 hefjast í janúar. Fleiri fréttir af 9 má nálgast hér.

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ. tók við.

Það sem er þó næst á dagskrá er næsta sýnishorn fyrir The Last Jedi sem er væntanlegt í júlí! 😀 Hér má sjá gamla sýnishornið.

Uppfært: Nýja sýnishornið kom í október og má sjá í allri sinni dýrð hérna.

 

Episode IX: Það sem er þegar vitað

(Fréttin verður uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast)

Nýjustu fréttir: Colin hefur verið rekinn, JJ er tekinn við. Myndin verður sýnt 20.des 2019.

Stefnt er að því að lokamyndin í nýja þríleiknum (7-9, Force Awakens, The Last Jedi, Episode 9) komi út 24. maí 2019.

Þrátt fyrir að The Last Jedi sé ekki ennþá komin út, þá erum þegar búin að fá smá fréttir af Episode 9, sem er auðvitað ennþá ónefnd.

Leikstjóri er Colin Trevorrow sem hefur meðal annars gert Jurrasic World. Vonandi fær hann að halda vinnunni þrátt fyrir slæmu gagnrýnina á nýjustu mynd hans, „Book of Henry“ en allt lítur út fyrir það, þrátt fyrir að gagnrýnendur og einhverjir aðdáendur hafi óskað þess að hann yrði rekinn og meira segja búið til undirskriftalista þess efnis. Sjá meira um það mál í fréttinni, Leikstjóradrama en þar er einnig fjallað um það Han Solo leikstjórarnir voru reknir vegna listræns ágreinings sem ætluðu að gera Han Solo að hálfgerðum Ace Ventura.

Þegar hefur verið tekið upp eitt atriði fyrir Episode 9, þrátt fyrir að sjálfar tökurnar hefjist ekki fyrr en í Janúar á næsta ári en Colin bað Rian Johnson um að taka eina senu fyrir sig, þegar hann er á ákveðnum stað. Þetta svipar til þess hvernig Rian bað J.J um að skipta út BB-8 í lok myndarinnar fyrir R2D2, þar sem hann hafði ákveðið fyrir hlutverk fyrir hann í The Last Jedi og spennandi verður að sjá hvað það er. En allir leikstjórarnir vinna mjög náið saman að þríleiknum, þó að hver og einn þeirra hafi ákveðið frelsi. Rian hefur sagt að það hafi ekki verið búið að ákveða alla söguna í þríleiknum og því hafi hann geta leikið sér mikið innan þess ramma sem hann var gefinn.

Trevorrow hefur verið duglegur að tjá sig um myndina þrátt fyrir að langt sé í hana í og við eigum enn eftir að sjá The Last Jedi en að sama skapi spillir hann engu, heldur gefur okkur einvörðugu innsýn í það hvernig hann hugsar myndina. Enda er myndin mikil ástríðuefni fyrir honum en haft er eftir honum að þegar hann frétti af því að það ætti að gera nýjan Stjörnustríðsþríleik, þá hefðum hann fundist hann verða vera með, „I believe it.“

Það hefur verið upp hallann að sækja fyrir aumingja Trevorrow, en ekki einungis hefur hann legið undir höggi fyrir nýjustu mynd sína, heldur var strax í byrjun reynt að fá einhvern annan leikstjóra og meira segja gerður undirskrifalisti þar sem George Lucas var beðinn um að taka við. Ekki veit ég af hverju er verið að legggja hann Trevorrow í svona mikið einelti, enda á það enginn skilið, gagnrýni en eitt en að reyna fá mann rekinn án þess að sjá eitt einasta efni úr myndinni er annað. Gagnrýnisraddirnar eru þó langt frá því erfiðasta sem Trevorrow hefur þurft að glíma við en án efa, var allra erfiðast verkefnið að þurfa endurskipuliggja alla myndina vegna hins hörmulega fráfalls Carrie Fisher (Leia prinsessa) en hún átti að vera í stóru hlutverki í Episode 9. Force Awakens var með Harrison Ford (Han Solo) í burðarhlutverki og The Last Jedi er myndin hans Mark Hamills (Luke Skywalker) og því var hugmyndin að níu yrði myndin hennar og var hún mjög spennt fyrir því. Því miður verður ekkert úr úr þeim áætlunum eins og svo oft vill verða í lífinu en Trevorrow hefur heitið því að sál hennar muni lifa í myndinni en Lucasfilm hefursagt, að það verði ekkert notast við stafræna tækni til að færa hana inn í myndina eins og gert var í Rogue One, bæði með yngri hana og Grand Moff Tarkin. Jafnvel þótt að bæði bróðir hennar og dóttir hafi gefið grænt ljós á það og því er spurning hvernig málið með Carrie verði leyst, þar sem The Last Jedi verður ekkert breytt til að takast á við fráfall hennar. Við verðum bara að bíða og sjá.

Þó að fráfall Fisher sé eitt og sér nóg til að skila sér í miklum tilfinningum í Episode 9, hefur Colin sagt að myndin verði mjög tilfinningarík eða muni tala sterkt til fólks sem er nákvæmlega það sem við viljum í ástkæra fjölskyldudramainu okkar, sem vill svo til að gerist í geimnum á stríðstímum…eða eins og Bad lip reading orðar það…

Annað sem að Colin hefur nefnt er að honum þykir mikilvægt að líta til þess hvernig börnin eru að horfa á þessar sögur, sérstaklega þar sem þau eru að vaxa úr grasi með þeim og verða til ný tegund af aðdáendum. Sem fjölskyldufaðir skoðar hann því grannt hvernig börnin hans horfa á sögu Rey og tengja sig við hana og er þetta afar góður punktur, þar sem það vill oft gleymast að fyrst og fremst eru myndirnar gerðar fyrir krakka. Þannig hefur það alltaf verið, þó að það leiti oft inn á myrk svæði en það gerðu gömlu grimms ævintýrin líka (óritskoðuð). Maður má heldur ekki gleyma barninu í sér og það vaknar svo aldeilis við það að hverfa inn í Stjörnustríðsheiminn með sínum óteljandi möguleikum. Ekki detta í einhverjar neikvæðisraddir heldur hafa fyrst og fremst gaman. 😉 Munið eftir leikföngunum…sjáið hvað leikarnir (Daisy- Rey og John- Finn) eru ánægðir.

Nú er bara að vona að Trevorrow fái að gera myndina í friði frá gagnrýnisröddum (nema þeirra innan Lucasfilm og geta gert eitthvað gagn). Þetta hljómar allavega mjög vel, allt það sem hann hefur talað um.

Myndin fer í tökur í janúar á næsta ári og stefnt er að því að sýna hana 25.maí 2019.

Leikstjóradrama, episode 9 og Han Solo myndin

Það hefur aldeilis mikið gengið á í herbúðum Lucasfilm síðustu vikurnar. Fyrst tókst Colin Trevorrow (Jurrasic World) með hrikalegri gagnýni á mynd sinni „Book of Henry“ að láta gagnrýnendur og eitthvað af neikvæðum Stjörnustríðs aðdáendum safna liði og reyna fá til þess að vera rekinn frá því að leikstýra Star Wars 9, sem er hreinlega út ú hött þar sem ein slæm mynd segir ekkert til um að það næsta mynd, sem er allt, allt öðruvísi verði eitthvað slæm. Fyrir utan það, að áhorfendur virðast taka betur í þessa „Indie“ mynd hans en gagnrýnendur og hafa sagt að hún sé hreinlega ekki fyrir alla. Hver veit kannski verður hún „költ“ mynd í framtíðinni? Ég vona það og er persónulega mjög spennt að sjá myndina.

Sjáið bara hvað greyið kallinn er leiður yfir þessu hatri á myndinni….mann langar bara knúsa hann! Hang in there, Trevorrow! Ekki hlusta á þessa gagnrýendur þeir vita ekkert um kvikmyndagerð…bara kvikmyndir. Þeir heimta frumlegheit en þegar einhver vogar sér að vera það og það „mistekst“, ráðast þeir á viðkomandi! En umm…nóg um það…

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ tók við.


Eitt er víst að fólk mun búið að vera gleyma umstanginu í kringum þá mynd þegar Episode 9 kemur í 24.maí 2019, enda hefur Lucafilm ekkert talað um það að ætla að reka hann, enda væri það mjög sárt í ljósi þess að nú þegar hefur hann þurft að glíma við missi Carrie Fisher úr verkefninu og þurft að breyta öllu.

Mín persónulega skoðun sem aðdáenda og kvikmyndagerðarmanns er leyfa Colin að halda áfram og sjá hvað setur og sem virðist sem Lucasfilm sé á þeirri sömu skoðun, allavega lítur ekki út fyrir að hann sé í neinni hættu. Colin hefur meira segja tilkynnt það að þegar hefur verið tekið upp ein sena fyrir 9 en hann bað Rian Johnson um að taka upp eina senu fyrir sig þegar hann var ákveðnum stað, svipað hvernig Rian hvað J.J um að skipta út BB-8 í endann til að hafa R2. Þannig að tökur eru hafnar þó að þær hefjist í raun ekki fyrr en í janúar á næsta ári. Nánar um það sem er komið um Episode 9.

Þetta var þó langt frá því eina leikstjóra sprengjan sem var hent var á okkur og raun blinkar það sem kom fyrir Colin í samanburði við þá risasprengju. Þegar þær fréttir bárust að leikstjórar hliðarmyndarinnar um Han Solo, þeir Phil Lord og Chris Miller (The Lego Movice, 21 Jump street) voru reknir þegar einungis þrjár vikur voru eftir af tökutíma, varð allt vitlaust og ásakanir frá netheiminum og kvikmyndagerðarmönnum flugu á víxl, sérstaklega vegna að þeir voru látnir fara vegna listræns ágreinings. En það var þá helst vegna þess að þeir fóru allt of langt frá handritinu sem Lawrence Kasdan (The Empire Strikes Back, Return of the Jedi, Force Awakens) skrifaði og því lét Kathleen Kennedy, yfirmaður Lucasfilm þá fara. En þeir voru of mikið að breyta þessu í grínmynd í stað þess að hafa þetta mynd með gríni.

Þessar fréttir ollu mikilli reiði og áhuggjum og Rian Johsons meira segja ásakaður um það að hafa logið því að hafa fullt listrænt vald á The Last Jedi sem hann svaraði auðvitað fullum hálsi, að víst hefði hann það (enda handritshöfundur sem og leikstjóri).

Han Solo myndin var þó ekki lengi leikstjóralaus, en strax var talað um að Ron Howard, óskarsverðlaunaleikstjórans (Apollo 13, Beautiful Mind, The DaVinci code) góðvinur Lucasar og einn af leikurum hans í American Graffiti myndi taka við stýrinu og fljótt kom á daginn að svo reyndist vera og er kallinn spenntur fyrir verkefninu. Tökur halda áfram 10.júlí og spurning er hvort að hægt að sýna myndina þann 25.maí 2018. En hvernig sem fer, þá er myndin í öruggum höndum. Hér má lesa frétt (sem verður uppfærð eftir því fleiri upplýsingar berast) um það sem er vitað um Han Solo myndina.

Að sjálfsögðu fór fólk strax að hafa áhyggjur af því að þessi leikstjóraskipti þýddu að Han Solo myndin yrði ekki fyndin lengur en þá gleymdi fólk að taka það með í reikninginn að Ron Howard er framleiðandi Arrested Development, eins ferskasta grínþátts (í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi.)

Netið var þó ekki lengi að taka við sér og þeir sem gerðu sér grein fyrir þeirri tengingu fóru strax að búa til meme um það. Alltaf hægt að treysta internetinu til þess að finna bæði neikvæðar…en líka jákvæðar hliðar á hlutunum.

Eftir því sem leið lengra á vikuna fóru hlutirnir enn frekar að skýrast og svo virðist vera sem aðalleikarinn hafi verið sá fyrsti sem kvaddi sér hljóðs um þessi mál, þar sem hann fannst leikstjórarnir vera of mikið að láta Han Solo vera eins og Ace Ventura! Því er ekki skrýtið að þeir hafi verið látnir fara, fyrst að leikarnir voru líka farnir að hafa áhyggjur.

Hér að gamni hægt að nálgast grínfrétt um tölvupóstsamskipti fyrrum leikstjórana og Katheleen sem átti að hafa lekið á netið. 

Netið heldur áfram að gera sér mat úr þessu og hefur meira segja Jar Jar, grátbeðið um að fá að vera með í myndinin fyrst að það hafa verið leikstjóraskipti. Hér má sjá myndband þar sem hann fer fyrst í gervi. Ekki er öll vitleysan eins…

Nú er vonandi að leikstjórarnir okkar fái vinnufrið frá þessu fjölmiðlafári en Rian Jonhson segir að eftirvinnslan á Last Jedi mun klárast í ágúst (sem þýðir að myndin mun bara sitja þarna þangað til hún verður sýnd í desember!) og næsta sýnishorn ætti að detta inn um miðjan eða lok júlí. Get ekki beðið! Þangað til njótið fyrra sýnishornsins.

Seinni hluti fréttar.