Han Solo fréttir: Tökum lokið og titill myndarinnar!

Þá er tökum loksins lokið á „tjaldabaksdrama“ myndinni Han Solo, sem þurfti að skipta um leikstjóra áður en tökum lauk. En leikstjóraskiptin hleyptu heldur betur óvæntu lífi í markaðsetningunni á myndinni þar sem Ron Howard hefur verið feiki duglegur að deila myndum af setti á twitter aðgangi sínum, án þess þó að gefa upp neina spilla heldur þvert á móti vekja forvitni með því sem hann hefur verið að setja inn.

Áhorfendur hafa því fengið að skyggnast inn að tjaldabaki og verið meira hluti af ferlinu en en venjan hefur verið með Lucasfilm myndirnar, þó að Rian Johnsons, leikstjóri nýjustu myndarinnar The Last Jedi, hafi líka gefið okkur smá innsýn í eftirvinnsluferlið, kannski til að veita Ron Howard smá samkeppni á twitter.

Loks hefur hulunni verið svipt af nafninu á nýjustu hliðarmyndinni, sem mun bera nafnið „Solo: A Star Wars story.“ Í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart með þann titill en það er gott að fá loksins staðfestingu á nafninu. Orðrómur segir að sýnishorn á myndinni sé væntanlegt fljótlega og verður líklegast sýnt á undan The Last Jedi, sem væntanleg er 15.desember en forsýnd hér á landi 13.desember.

Til að fagna því að tökum sé lokið á Han Solo myndinni, útbjó Ron Howard lítið myndband til þess að fagna því, auk þess sem hann tilkynnir nafnið á myndinni.

Vonandi að Ron Howard verði jafn duglegur að sýna klippiferlið og hann var í tökuferlinu, en myndin er enn væntanleg 25.maí 2018.

Fréttir frá Han Solo plús nýjar myndir og myndbönd

Ron Howard er að vanda duglegur að deila myndum og myndböndum (án nokkura spilla!) af væntanlegri Han Solo (25.maí 2018) og hér fyrir neðan má sjá þær nýjustu.

Helstu fréttir eru að vegna breyttara áætlunar á „reshoots“ í kjölfar leikstjórabreytinganna, þurfti að klippa út persónu óskarverðlaunaleikarans Michael K. Williams . Ástæðan er einfaldlega vegna þess að hann var upptekinn í tökum á annari mynd sem stangaðist á við tökuáætlanir á Han Solo. Michael hafði ekkert nema gott að segja um vinnuna við myndina enda getur svona alltaf gerst í kvikmyndagerð.

Aðrar fréttir eru bara orðrómur en mögulega verður Maz Kanata í Han Solo myndinni.

 

Things are a little rough all over the Galaxy

A post shared by RealRonHoward (@realronhoward) on

 

Fréttir af Han Solo og Episode IX

Það er nóg um að vera í framleiðslu væntanlegra Star Wars mynda og í þessari viku fengum við að vita meira af Han Solo myndinni og Episode IX, þó að töluvert langt sé í þá síðarnefndu.

Núverandi leikstjóri Han Solo myndarinnar, hann Ron Howard, er hrikalega duglegur að deila myndum af setti en þó án þess að gefa upp neina spilla.

Hér eru myndir af nýjum vélmönnum, það seinna svipar til R2 og BB-8 (liturinn) en það fyrra virðist vera eins konar plötusnúður.
Auk þess hefur frést að Warik Davis, stjörnustríðleikari (hefur verið í öllum myndum frá Return of the Jedi en hann varð þekktur fyrir að leika Wicket 0g hefur verið í fjölda annarra kvikmynda) og var auk þess aðalhlutverkið í myndinni hans Ron Howard, Willow muni vera með eitthvað hlutverk. En ef marka má myndina fyrir neðan átti hann þegar að vera í myndinni, það sem gerir þetta hins vegar skemmtilegt er að Ron Howard er að fá óvænt tækifæri til þess að leikstýra honum aftur eftir þrjátíu ár.

Þar að auki verður leikarinn Clint Howard, bróðir Ron með gestahlutverk en að öllum líkindum hefur honum verið bætt við við nýja planið eftir að Ron tók við.

 

Allt virðist vera ganga eins í sögu í framleiðslu myndarinnar eftir bakslagið með að brottrekstur fyrrum leikstjóra og hafa allir sem eru þátttakendur í henni, ekkert nema gott að segja.

Allt virðist því vera á áætlun og allt stefnir á myndin rati í kvikmyndahús á réttum tíma en hún er væntanleg 25.maí 2018.

 

***

Þrátt fyrir Episode IX, síðasta myndin í nýja þríleiknum komi ekki út fyrr en 24.maí 2019, þá hefur leikstjórinn Colin Trewoor verður duglegur að tjá sig, án þess þó að gefa neitt upp og sérstaklega eftir að fólk lýsti óþörfum áhyggjum yfir að hann væri við stjórnvölinn vegna þess hversu illa nýjast mynd hans, „Book of Henry“ gekk.

En nú er svo komið að það hefur verið ráðinn nýr handritshöfundur, Jack Thorne til þess að endurskrifa handritið, en þó fyrst og fremst til þess að koma því niður í tvo tíma og skerpa samtölin. Það er ekkert óvenjulegt að inn sé fenginn annar handritshöfundur en það hefur átt við um allar nýju myndirnar, The Force Awakens, Rogue One, reyndar ekki The Last Jedi. En hugmyndin er að fá annan til að koma inn með nýja sýn ekki að það þurfi að gerbreyta sögunni eins og margir virðast halda.

Jack Thorne er þekktur sjónvarpsþáttahöfundur í Bretlandi en þekktastur er hann fyrir að vera meðhöfundur að leikritinu „Harry Potter and the cursed child.“

Han Solo: Mynd af setti, myndband og tónlistarhöfundur

Ron Howard með kvikmyndatökumanninum Bradford Young.

Myndband frá Emila Clarke, aðalleikonunni með Chewie.

Auk þess hefur komið fram að Jon Powell mun sjá um tónlistina í myndinni en hann er þekktastur fyrir tónlistina í Bourne myndirnar og fékk óskarsverðlaunatilnefningu fyrir tónlistina í „How to Train your dragon.“

Han Solo myndin (myndir af setti)

Undur og stórmerki, þrátt fyrir mikla leynd náði einhver að taka myndir af setti Han Solo myndarinnar og koma því á netið. En þessar myndir eru frá þeim tíma þegar að Chris Lord og Phil Miller voru enn leikstjórar.

Svo missti Woody Harrelson það út úr sér að vinnutitill myndarinnar væri Solo en hann vildi meina að myndin væri í góðum höndum hjá Ron Howard, góðkunningja hans og að fólk þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur („the force is with the movie“ – mátturinn er með myndinni).

Dagskráin fyrir D23 (Star Wars hlutinn) um helgina.

Við fáum að sjá sýnishorn eða myndband frá The Last Jedi en það verður víst eitthvað „mjög áhugavert.“

Föstudagur: Sérstök athöfn þar sem Carri Fisher heitin og Mark Hamill fá viðurkenningu sem Disney stjörnur.

Laugardagur: Panel fyrir Disney myndirnar, þar á meðal, The Last Jedi, Han Solo og hvaða Star Wars myndir eru framundan.

Auk þess verður á laugardaginn bein útsending frá viðburðinum: Level Up! Sem fjallar um Disney leikina. Þar verður sýnt mynd frá gerð leiksins og meira um „campaign mode“ í Star Wars EA battlefront II.

Það verður einungis hluti af ráðstefnunni sendur út á netinu þannig að helstu fréttir verða birtar á samfélagsmiðlunum frá þeim sem eru áhorfendur. Við fylgjumst auðvitað vel með því og vonum að myndbandið frá The Last Jedi verði á youtube.

Í Star Wars þættinum var sýnt nýtt veggspjald fyrir Battlefront EA II.

Fleiri upplýsingar er að vinna í Star Wars þættinum.

Nú er bara að bíða eftir helginni…;)

Leikstjóradrama – Frh

Sjá fyrri frétt.

Eftir að Phil Lord og Chris Miller voru reknir sem leikstjórar Han Solo myndarinnar, með þá skýringu að listrænn ágreiningur hafi komið upp, var Kathleen strax ásökuð um það að ganga á baki orða sinna að leikstjórarnir myndu hafa listrænt frelsi og hún væri í raun veru að steypa alla í sama mót. Að hliðarmyndirnar mættu í raun ekkert verða neitt öðruvísi en „sagamyndirnar“ (Episode I-IX)

En hvað gerðist raunverulega á setti Han Solo myndarinnar? Voru þeir virkilega að reyna breyta henni í aðra Ace Ventura mynd, eins og sömusagnir hermdu?

The Hollywood reporter (THR) náði tali af þeim sem unnu að myndinni og þá kom í ljós að þetta var mun flóknara en það og mesta furða að þeir hafi í raun ekki verið reknir fyrr. Kjarninn í gagnrýninni var sá að þeir kunnu ekki að gera „blockbuster“ voru of mikið að treysta á spuna frá leikurum og fara frá handritinu, jafnvel eftir að þeir höfðu verið varaðir við að gera það ekki og voru með of fáar myndavélauppstellingar, sem gaf klippurunum lítið frelsi. En leikstjórarnir voru ekkert einir um að vera reknir, til að byrja með hafði klipparinn verið rekinn og fenginn annar óskarverðlaunaklippari í staðinn. Einnig þurfti að ráða leikaraþjálfara (acting coach) til þess að bæta frammistöðu aðalleikarans sem gekk ekkert allt of vel undir handleiðslu leikstjórana en hann var víst ósáttur við hvaða stefnu þeir voru að taka persónuna. Nei, það er ekki vegna þess að hann er lélegur leikari eins og fjölmiðlar vilja segja og taka allt úr samhengi til að búa til nýtt hneyksli. Traust leikara og leikstjóra skiptir gríðarlegu miklu máli og þarna var það heldur betur ábatavant. Honum ætti að reiða betur undir handleiðslu óskarverðlaunaleikstjórans Ron Howard, mikil Stjörnustríðsaðdáenda og góðvinar Lucasar.

Enda hefur komið fram að „cast og crew“ (leikararar og starfslið) hafi klappað ógurlega þegar fréttist að Ron Howard hafi tekið við stjórninni, sem sýnir að myndin ætti að vera komin í öruggar hendur. Ron hafði þó að sjálfsögðu áhyggjur af því hvað þeir Phil Lord og Chris Miller þættu um að hann væri að taka yfir þeirra verkefni, var í tölvupóstsamskiptum við þá en þeir tóku ekkert illa í það heldur óskuðu honum góðs gengis. Að öllum líkindum munu þeir fara aftur í Flash myndina hjá DC sem þeir löbbbuðu frá til að gera Han Solo myndina, spurning er samt hvernig þeim mun reiða undir öðru stúdói að gera risamynd en auðvitað vill maður allt blessist hjá þeim. Eitt er víst allt sem Howard gerir verður að gulli. Hér má lesa frekari fréttir af Han Solo myndinni.

Hér má lesa greinina í heild sinni sem er afar áhugaverð og sem kvikmyndargerðarmaður rekur maður stór augu við hvernig þeir Phil Lord og Chris Miller hegðuðu sér á setti, eitt sinn neituðu þeir að byrja að taka upp fyrr en kl 13 sem er ósættanlegt í svona stóru verkefni sem byrjar á morgnana, en þeir vildu engu breyta, kvörtuðu undan álagi og því að hafa ekkert frelsi og voru heldur betur ósáttir þegar Lawrence Kasdan var fenginn til þess að fylgjast með þeim, sem þeirra „skuggaleikstjóri.“ Kathleen hafði því gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að reyna bjarga þessu en þegar allt komið fyrir var ákveðið að betra væri að láta þá fara.

Margir vilja meina að það sé eitthvað stórt leikstjóra vandamál hjá Lucasfilm, fyrst að þetta sé í annað skipti þar sem þeir þurfa grípa inn í með hliðarmyndirnar sínar en síðast var það með Rogue One en sá leikstjóri tók vel í allar breytingar og var samvinnuþýður, ólíkt Phil Lord og Chris Miller.

Hins vegar má benda á að bæði J.J. Abrahams með The Force Awakens og nú Rian Johnsson, lentu í engu veseni en Rian mun klára eftirvinnsluna á The Last Jedi í ágúst, en þeir eru reyndar leikstjórar nýju „saga“ myndanna.

„Saga“ leikstjórarnir eru þó ekki lausir við hneyksli og hefur eitt skekið hann Colin Trevorrow, sem á að leikstýra 9 og síðustu myndinni í nýja þríleiknum, einvörðungu vegna þess að indie myndin hans, „Book of Henry“ fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en hún er töluvert betur liðinn af áhorfendum.

Vinnan hans virðist samt ekki vera í neinni hættu og vonar maður að allt gangi vel þegar að tökurnar á 9 hefjast í janúar. Fleiri fréttir af 9 má nálgast hér.

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ. tók við.

Það sem er þó næst á dagskrá er næsta sýnishorn fyrir The Last Jedi sem er væntanlegt í júlí! 😀 Hér má sjá gamla sýnishornið.

Uppfært: Nýja sýnishornið kom í október og má sjá í allri sinni dýrð hérna.

 

Leikstjóradrama, episode 9 og Han Solo myndin

Það hefur aldeilis mikið gengið á í herbúðum Lucasfilm síðustu vikurnar. Fyrst tókst Colin Trevorrow (Jurrasic World) með hrikalegri gagnýni á mynd sinni „Book of Henry“ að láta gagnrýnendur og eitthvað af neikvæðum Stjörnustríðs aðdáendum safna liði og reyna fá til þess að vera rekinn frá því að leikstýra Star Wars 9, sem er hreinlega út ú hött þar sem ein slæm mynd segir ekkert til um að það næsta mynd, sem er allt, allt öðruvísi verði eitthvað slæm. Fyrir utan það, að áhorfendur virðast taka betur í þessa „Indie“ mynd hans en gagnrýnendur og hafa sagt að hún sé hreinlega ekki fyrir alla. Hver veit kannski verður hún „költ“ mynd í framtíðinni? Ég vona það og er persónulega mjög spennt að sjá myndina.

Sjáið bara hvað greyið kallinn er leiður yfir þessu hatri á myndinni….mann langar bara knúsa hann! Hang in there, Trevorrow! Ekki hlusta á þessa gagnrýendur þeir vita ekkert um kvikmyndagerð…bara kvikmyndir. Þeir heimta frumlegheit en þegar einhver vogar sér að vera það og það „mistekst“, ráðast þeir á viðkomandi! En umm…nóg um það…

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ tók við.


Eitt er víst að fólk mun búið að vera gleyma umstanginu í kringum þá mynd þegar Episode 9 kemur í 24.maí 2019, enda hefur Lucafilm ekkert talað um það að ætla að reka hann, enda væri það mjög sárt í ljósi þess að nú þegar hefur hann þurft að glíma við missi Carrie Fisher úr verkefninu og þurft að breyta öllu.

Mín persónulega skoðun sem aðdáenda og kvikmyndagerðarmanns er leyfa Colin að halda áfram og sjá hvað setur og sem virðist sem Lucasfilm sé á þeirri sömu skoðun, allavega lítur ekki út fyrir að hann sé í neinni hættu. Colin hefur meira segja tilkynnt það að þegar hefur verið tekið upp ein sena fyrir 9 en hann bað Rian Johnson um að taka upp eina senu fyrir sig þegar hann var ákveðnum stað, svipað hvernig Rian hvað J.J um að skipta út BB-8 í endann til að hafa R2. Þannig að tökur eru hafnar þó að þær hefjist í raun ekki fyrr en í janúar á næsta ári. Nánar um það sem er komið um Episode 9.

Þetta var þó langt frá því eina leikstjóra sprengjan sem var hent var á okkur og raun blinkar það sem kom fyrir Colin í samanburði við þá risasprengju. Þegar þær fréttir bárust að leikstjórar hliðarmyndarinnar um Han Solo, þeir Phil Lord og Chris Miller (The Lego Movice, 21 Jump street) voru reknir þegar einungis þrjár vikur voru eftir af tökutíma, varð allt vitlaust og ásakanir frá netheiminum og kvikmyndagerðarmönnum flugu á víxl, sérstaklega vegna að þeir voru látnir fara vegna listræns ágreinings. En það var þá helst vegna þess að þeir fóru allt of langt frá handritinu sem Lawrence Kasdan (The Empire Strikes Back, Return of the Jedi, Force Awakens) skrifaði og því lét Kathleen Kennedy, yfirmaður Lucasfilm þá fara. En þeir voru of mikið að breyta þessu í grínmynd í stað þess að hafa þetta mynd með gríni.

Þessar fréttir ollu mikilli reiði og áhuggjum og Rian Johsons meira segja ásakaður um það að hafa logið því að hafa fullt listrænt vald á The Last Jedi sem hann svaraði auðvitað fullum hálsi, að víst hefði hann það (enda handritshöfundur sem og leikstjóri).

Han Solo myndin var þó ekki lengi leikstjóralaus, en strax var talað um að Ron Howard, óskarsverðlaunaleikstjórans (Apollo 13, Beautiful Mind, The DaVinci code) góðvinur Lucasar og einn af leikurum hans í American Graffiti myndi taka við stýrinu og fljótt kom á daginn að svo reyndist vera og er kallinn spenntur fyrir verkefninu. Tökur halda áfram 10.júlí og spurning er hvort að hægt að sýna myndina þann 25.maí 2018. En hvernig sem fer, þá er myndin í öruggum höndum. Hér má lesa frétt (sem verður uppfærð eftir því fleiri upplýsingar berast) um það sem er vitað um Han Solo myndina.

Að sjálfsögðu fór fólk strax að hafa áhyggjur af því að þessi leikstjóraskipti þýddu að Han Solo myndin yrði ekki fyndin lengur en þá gleymdi fólk að taka það með í reikninginn að Ron Howard er framleiðandi Arrested Development, eins ferskasta grínþátts (í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi.)

Netið var þó ekki lengi að taka við sér og þeir sem gerðu sér grein fyrir þeirri tengingu fóru strax að búa til meme um það. Alltaf hægt að treysta internetinu til þess að finna bæði neikvæðar…en líka jákvæðar hliðar á hlutunum.

Eftir því sem leið lengra á vikuna fóru hlutirnir enn frekar að skýrast og svo virðist vera sem aðalleikarinn hafi verið sá fyrsti sem kvaddi sér hljóðs um þessi mál, þar sem hann fannst leikstjórarnir vera of mikið að láta Han Solo vera eins og Ace Ventura! Því er ekki skrýtið að þeir hafi verið látnir fara, fyrst að leikarnir voru líka farnir að hafa áhyggjur.

Hér að gamni hægt að nálgast grínfrétt um tölvupóstsamskipti fyrrum leikstjórana og Katheleen sem átti að hafa lekið á netið. 

Netið heldur áfram að gera sér mat úr þessu og hefur meira segja Jar Jar, grátbeðið um að fá að vera með í myndinin fyrst að það hafa verið leikstjóraskipti. Hér má sjá myndband þar sem hann fer fyrst í gervi. Ekki er öll vitleysan eins…

Nú er vonandi að leikstjórarnir okkar fái vinnufrið frá þessu fjölmiðlafári en Rian Jonhson segir að eftirvinnslan á Last Jedi mun klárast í ágúst (sem þýðir að myndin mun bara sitja þarna þangað til hún verður sýnd í desember!) og næsta sýnishorn ætti að detta inn um miðjan eða lok júlí. Get ekki beðið! Þangað til njótið fyrra sýnishornsins.

Seinni hluti fréttar.

Solo: A Star Wars Story – Frétt

Á myndinni eru leikararnir úr myndinni í myndatöku á geimskipi Han Solo The Millennium Falcon.

Staðfest

Almennar upplýsingar

Myndin verður sýnd 25.maí 2018 og heitir Solo: A Star Wars Story.

Lucasfilm hefur ákveðið að ráða nýjan leikstjóra vegna þess að það hefur aðra sköpunarsýn fyrir myndina en leikstjórarnir Phil Lord og Christopher Miller. Það hefur því ákveðið að þeir hætti sem leikstjórar myndarinnar. Þeir þóttu vera gera myndina of mikið að grínmynd og orðrómur segir að einn af aðalleikurunum hafi sagt að þeir væru að breyta Han Solo í Ace Ventura. Einn af aðalleikurunum mun hafa kvartað yfir þessu.Ron Howard hefur tekið við leikstjórninni og munu tökur halda áfram 10.júlí.

Sagan er skrifuð af Lawrence Kasdan og syni hans Jon Kasdan. Helstu leikarar eru Elden Ehrenreich sem leikur Solo, Woody Harrelson er leiðbeinandi hans Garris Shrike, Emelia Clarke, Donald Glover leikur Lando Calrissian, Thandie Newton, Phoebe Waller-Bridge er í tölvugerðu hlutverki og gæti verið vélmenni og Joonas Soutamo leikur Chewbacca. Tökur eru hafnar í London Pinewood Studios.

Hver er sagan?
Sagan er geimvestri um uppruna ungs Han Solo og hvernig hann varð smyglari, þjófur og „scoundrel“ áður en hann hitti Luke Skywalker og Obi-Wan Kenobi í Mos Eisley Cantina.