Sýndarveruleikur: Secrets of the Empire

Þrátt fyrir að langt sé í opnun skemmtigarðsins, Galaxy’s Edge en stefnt er að opnun sumarið 2019 erum þegar búnar að fá nokkrar spennandi fréttir af honum. Nú virðist sem vera sem að fólk geti tekið forskot á sæluna með væntanlegum sýndarveruleik, Secrets of the Empire sem verður í öðrum skemmtigörðum Disney, Downtown Disney í Disneyland Resort og Disney Springs at Walt Disney World Resort. En stefnt er að því að opna leikinn í kringum hátíðirnar.

Við vitum þegar af Star Wars hótelinu sem verður í Galaxy edge og eins og það eitt og sér væri ekki nóg til þess að láta mann lifa sig inn í söguna, þá er þessi nýi sýndarveruleikur þess leiðis að fólk bókstaflega mun lifa sig inn í söguna.

En Star Wars hafa þegar verið að gera nokkrar tilraunir með sýndarveruleikann, eins og þegar þeir gáfu út leikinn „Trials of Tatooine“ þar sem maður fær tækifæri til þess að nota geislasverð og laga the Millenium Falcon.

En sá leikurinn var takmarkaður við rýmið sem maður var í og því ekki hægt að hreyfa sig mikið ólíkt Secrets of the Empire sem mun hafa töluvert meira frelsi en sá leikur. Hér er yfirlýsing frá The Void, í samstarfi við ILMxLab, sem gera leikinn sem er væntanlegur þessi jólin.

„A truly transformative experience is so much more than what you see with your eyes; it’s what you hear, feel, touch, and even smell. Through the power of THE VOID, guests who step into Star Wars: Secrets of the Empirewon’t just see this world, they’ll know that they are part of this amazing story.”  

Þeir lofa semsagt að þú getir nýtt skilningarvitin til hins ítrasta, heyrt, fundið, snert og jafnvel fundið lykt! Þannig að fólk sjái ekki bara heiminn heldur séu virkilegir þátttakendur.

Hér fyrir neðan má líta á concept art frá Lucas Film og lítur út fyrir að leikurinn muni gerast á tímum Rogue One, ef marka má vélmennið K2S0 og að við sjáum kastalann hans Svarthöfða á Mustafar en sagan gæti að einhverju leyti gerst þar.

En við verðum víst bara að bíða og sjá þar til fleiri fréttir berast.
Nánar.

Þegar hefur verið sagt frá „Jedi challenges“ sem er líka væntanlegur sýndarveruleikur, þar sem fólk mun geta notað geislasverð og jafnvel spilað Dejarik sem er hvað líkastur skák hjá okkur en við fengum fyrst að kynnast í New Hope.

Spurning hvort að það séu fleiri sýndarveruleikar á leiðinni sem við höfum enn ekki heyrt um? Það mun tíminn einn leiða í ljós…

 

Star Wars: Galaxy of heroes (farsímaleikur)

Star Wars, Galaxy of Heroes er ókeypis Android leikur sem er spilanlegur á snjallsímum og ipad. Hann er í stöðugri uppfærslu sem þýðir að nýjar hetjur, óvinir og borð eru sífellt bætast við og þar sem það er óragrúi af persónum í Star Wars (í öllum miðlum) er það nánast endalaust verkefni.

Hverri persónu er skipt upp í light eða darkside, hefur sína eiginleika, er raðað eftir styrkleika og því hærri stjörnur sem þær hafa því öflugri eru þær en þú getur einnig styrkt veikari persónur með því að finna þeirra „charactershards“ (persónugler) og gera „promote.“ Svo virðist sem þú getir einnig fengið skip en það er fyrir lengra komna.

Leikurinn tekur sinn tíma, þetta er ekki leikur sem þú klárar á einum degi heldur á mánuðum eða jafnvel árum…en hann er þess virði!

Það þarf að hafa mikið fyrir hlutunum og sérstaklega til að fá nýjar persónur (það er langur vegur að þeim allra öflugustu), þannig að það er kannski langt í að þú fáir uppáhalds persónuna þína en það gerir það verkum að það hvetur mann áfram til að spila og maður getur spilað sömu borðin ákveðið oft til að fá verðlaun. En til þess að fá persónu þarftu að safna „charactershards“ (persónuglerjum) með því að spila borðin í erfiðasta erfiðleikastiginu, sem er ekki hægt fyrr en þú hefur sigrað öll borðin í viðkomandi heimi eða fara í Cantina battles og vonast til að fá einhver þar. Að sjálfsögðu er hægt að fara styttri leið og kaupa svokallað datapad sem inniheldur ýmsar persónur, svo þitt er valið hvort þú farir þá leið eða löngu, erfiðu en hina, skemmtilegu leiðina.

ATH! Eftir að þú kemst á level 15 verðurðu verðlaunaður með þeim möguleika að geta fengið tímabundna hjálp, sem þýðir að þú getur notast við persónu sem þú átt ekki. Það kemur sér afar vel þegar maður á ekki margar persónur og stundum fær maður mjög öflugan bandamann sem er snilld.

Þú getur líka gengið til liðs við „guild“ og sent út hjálparbeiðnir. Eða bara ákveðið að takast á við verkefnin á eigin spítur. Þitt er valið. 🙂

Í byrjun leiksins eru möguleikarnir hins vegar afar takmarkaðir, þú byrjar með fáar persónur en færð sjálfan Luke Skywalker reyndar frían sem er gott, þar sem hann er öflugur, þó hann sé reyndar ekki kominn með geislasverð og smá saman bætist í lið þitt. En leikunum er skipt upp í nokkra mismunandi bardaga, Light side, Dark side og Cantina battles, plús að fleiri bætast við eftir því sem þú „levelar“ upp sem gerist með því að spila sem mest og vinna.

Þú færð líka ýmislegt í verðlaun með því að klára verkefni, auk þess að ýmislegt leynist í sendingum sem þú færð, en þú ert með ákveðna gjaldmiðla innan leiksins, kristala, credits og svo er orka sem eyðist eftir því sem þú spilar meira en þú færð auka orku. Ýmislegt skýrist best á því að spila leikinn en hann er duglegur að kenna manni, þannig að þú festist aldrei.

En helsti munurinn á bardögunum er að Light er bara fyrir light side persónur sem eru að berjast á móti darkside og darkside, sem opnast ekki fyrr en þú hefur náð tólfta borði, plús safnað þremur darkside persónum. Hins vegar er Cantina battle frjálst, þar geta allir verið saman og á móti hverjum sem er en þeir bardagar eru töluvert erfiðari, enda ýmislegt í verðlaun fyrir að vinna þá.

Leikurinn svipar meðal annars til Final Fantasy að því leytinu til að hann er „turnbased“ sem þýðir að hver og einn af liðinu þínum þarf að bíða eftir að fá að gera og er að mörgu leyti líkur skák, að fyrst gerir þú og svo andstæðingurinn. En ólíkt skák færðu jafn margar umferðir og þær hetjur sem þú ert með, því reiðir á að hafa sem flesta á móti sem fæstum eða allavega nógu sterka meðlimi sem geta staðið upp í hárinu á andstæðingunum. Því reiðir á að kunna vel á eiginleika hverrar persónu til að nota þá vel en sumir geta læknað og því reiðir á að þeir komist heilir á leiðarenda, ef þú vilt eiga einhverja möguleika á móti sterkustu andstæðingunum.

En það sem flækir málin verulega er að hvert borð eru þrjár lotur plús „Final encounter“ (lokaandstæðingurinn) og því reiðir á að komast af með sem flesta úr liði sínu í hverri lotu (sérstaklega þann sem getur læknað!), því annars mætir þú ofjarli þínum í lokaumferðinni. Það er fátt eins svekkjandi og vera komin alla leið á leiðarenda og tapa þar, því að það þýðir að þú þarft að gera allt borðið aftur. Sem betur er hver umferð ekki það löng og þú getur ráðið hraðanum, þannig að hver umferð gengur hraðar fyrir sig.

Að lokum færðu svo stjörnugjöf eftir því hvernig þú hefur staðið þig, ef þú hefur náð öllu liðinu þínu gegn þá færðu þrjár stjörnur en minnsta stjörnugjöfin er ein stjarna. Það hvetur mann til þess að fara aftur í borðin, auk þess sem þau eru ekki það löng að það hentar vel að fara aftur í auðveld borð til þess að safna gjaldmiðlunum, credits og kristölum, sem hjálpar til við að uppfæra persónurnar þínar sem er nauðsynlegt ef því sem þú kemst lengra. Leikurinn gengur því mikið út á herkænsku, þolinmæði en maður lærir af ósigrum sínum og hvernig best að raða persónum sínum upp á móti hverjum.

Þetta er stórskemmtilegur leikur, þó að maður þurfi að hafa fyrir ýmsu í honum en maður lærir mest að því að spila hann, þar sem ýmislegt virkar flóknara í texta en það í raun veru er. Hann hentar einstaklega vel til þess að spila stutt í einu, ef mann langar til þess að gera eitthvað sem er ekkert allt of flókið en þú hefur samt langtíma markmið. Það poppar líka ýmislegt óvænt upp eftir því sem maður kemst lengra, maður er sífellt að læra á hann. Það borgar sig að fá sem mest XP og komast á næsta stig, því að það hjálpar manni að komast lengra og opnar fyrir fleiri skemmtilega möguleika.

Mæli því eindregið með honum. Hann er ókeypis og fæst á apple og google playstore. 😉

Dagskráin fyrir D23 (Star Wars hlutinn) um helgina.

Við fáum að sjá sýnishorn eða myndband frá The Last Jedi en það verður víst eitthvað „mjög áhugavert.“

Föstudagur: Sérstök athöfn þar sem Carri Fisher heitin og Mark Hamill fá viðurkenningu sem Disney stjörnur.

Laugardagur: Panel fyrir Disney myndirnar, þar á meðal, The Last Jedi, Han Solo og hvaða Star Wars myndir eru framundan.

Auk þess verður á laugardaginn bein útsending frá viðburðinum: Level Up! Sem fjallar um Disney leikina. Þar verður sýnt mynd frá gerð leiksins og meira um „campaign mode“ í Star Wars EA battlefront II.

Það verður einungis hluti af ráðstefnunni sendur út á netinu þannig að helstu fréttir verða birtar á samfélagsmiðlunum frá þeim sem eru áhorfendur. Við fylgjumst auðvitað vel með því og vonum að myndbandið frá The Last Jedi verði á youtube.

Í Star Wars þættinum var sýnt nýtt veggspjald fyrir Battlefront EA II.

Fleiri upplýsingar er að vinna í Star Wars þættinum.

Nú er bara að bíða eftir helginni…;)

Trials of Tatooine – Sýndarveruleikatölvuleikur

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem voru kynnt á Stjörnustríðs hátíðinni í Orlando, var sýndarveruleikatölvuleikurinn „Trials of Tatooine“ (Þrautir Tatooine) þar sem spilarinn fer í hlutverk einhvers sem hjálpar Luke with að endureisa Jedaregluna (þetta gerist á undan Episode VII: Force Awakens) en áður en spilarinn fær tækifæri til þess þarf lendir hann í bardaga við Stormsveitarmenn en er bjargað af Han Solo sem kemur á The Millenium Falcon.

Leikurinn er ekki nema tíu mínútur að lengd enda er sýndaveruleikatæknin að stíga sín fyrstu spor en miðað við umsagnarnir sem leikurinn hefur fengið, er hún á réttri leið og leikurinn er allt of stuttur! Sérstaklega þegar fólk fær loksins geislasverð í hendurnar…

Hér má lesa gagnrýni og hér fyrir neðan er hægt að sjá „gameplay.“

Leikurinn er fáánlegur á Steam en það þarf að eiga sýndarveruleikagleraugu til að geta spilað leikinn. Sjón er sögu ríkari! Loksins er bókstaflega hægt að sýna inn í Stjörnustríðsheiminn og vera hluti af honum…eða allavega smá. 😉