Bækur og myndasögur: Leiðin að The Rise of Skywalker

Á Starwars deginum voru afhjúpaðar á Starwars heimasíðunni, væntanlegar bækur og myndasögur fyrir lokamynd Skywalker sögunnar.

Flestar koma út í október en einhverjar á sjálfan frumsýningardaginn (sem þýðir að þær geyma leyndarmálin).

Að auki var fjallað um væntanlegar bækur og myndasögur í Starwars þættinum.

Væntanlegar bækur – fréttir frá San Diego ráðstefnunni

SDCC 2018: Queen’s Shadow Revealed and More from the Lucasfilm Publishing Panel

Af þeim bókum sem koma út á næsta ári, er Queen’s Shadow, sem fjallar um Padmé Amidala og árin á milli The Phantom Menace og Attack of the Clones, eða hvernig hún varð þingmanni eftir að hafa verið drotting. Lucasfilm/Star Wars

Last Shot viðtöl við höfundinn og sýnishorn úr bókinni

Í tilefni af þess að Last Shot er komin út er hér er að finna hér tvö viðtöl við höfund bókarinnar ásamt þremur sýnishornum úr henni á starwars.com.

Viðtölin

https://www.starwars.com/news/daniel-jose-older-on-telling-a-han-and-lando-tale-in-last-shot

https://www.starwars.com/news/last-shot-author-daniel-jose-older-on-han-solo-the-dad-and-why-lando-needs-l3-37

Sýnishornin

https://www.starwars.com/news/new-dad-han-solo-challenge-toddler-ben-last-shot-excerpt-exclusive

https://www.starwars.com/news/han-and-chewie-get-into-some-bounty-hunter-trouble-thanks-to-sana-starros-in-this-last-shot-excerpt

https://www.starwars.com/news/lando-and-l3-37-get-to-work-in-this-last-shot-excerpt-exclusive

Han Solo og Lando bækurnar fyrir nýju myndina

Fullt af bókum og myndasögum eru væntanlegar fyrir Han Solo myndina og má þar helst nefna Last shot, sem gerist á þremur tímabilum, fyrir Han Solo myndina, eftir Han Solo myndina og svo ein sem gerist eftir Return of the Jedi. Hér fyrir neðan má lesa brot úr henni ásamt því að lesa viðtal við höfundinn, Daniel José eldri.

Brot úr the Last shot og viðtal við höfundinn.

Most wanted er unglingabók sem gerist á undan Han Solo myndinni, þar sem Han og Quira eru táningar á strætum Coreilleia.

Að auki er væntaleg myndasaga um Lando, Double or nothing sem fjallar um hvað hann er að gera áður en myndin hefst.

Svo má ekki gleyma að það er ein bók, hugsuð fyrir yngstu lesendur um Chewie, The Mighty Chewbacca: Forest of Fear, um Chewbacca og  Han Solo sem hitta óvænt K-2SO og Cassian Andor úr Rogue One.

Nánari upplýsingar um bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.

 

Smásögusafnið „From a certain point of view“

Samvinnugrein, höfundar: Jóhannes Ragnar Ævarsson og Rósa Grímsdóttir.

Í tilefni af því að í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta Star Wars myndin kom í kvikmyndahús, þá var gefið út smásögusafnið „From a Certain point of view“ (Frá vissu sjónarhorni) þann 3.október.

Eins og titilinn gefur til kynna, fáum við að sjá sögu A New Hope frá nýju sjónarhorni en safnið inniheldur 40 sögur af persónunum sem voru í bakgrunni. Persónum eins og X-Wing flugmönnunum sem hjálpuðu Luke að granda Helstirninu, eða Stormsveitarmennirnir sem gátu ekki fundið vélmennin sem þeir voru að leita að, jafnvel skrímslið í ruslaþjöppu Helstirnisins fær sína sögu.

En ólíkt myndinni fáum að skyggnast inn í hugarheim aukapersóna Star Wars og sjá þeirra hlið á málunum og hvað þær voru að gera á ólíklegustu tímum, meðal annars þegar þær voru „ekki á tjaldinu“.

Bókin svarar því ýmsum spurningum sem voru skildar eftir ósvaraðar í myndinni og ótal aðdáendakenningar hafa gerðar um. Þar á meðal fær maður að vita meira um baksögu Greedo, sem Han Solo skaut fyrst (við skulum ekkert ræða það frekar), Beu frænku Luke, Yoda og hver hann hélt að væri hinn útvaldi (það var hvorki Anakin né Luke að hans mati), af hverju Boba Fett var að hanga með Jabba Hut í Special Edition útgáfunni og samtal Qui-Gon við Obi-Wan í eftirlífinu. En þetta er bara smá upptalning af öllum þeim sögum sem eru í bókinni.

Sögurnar í bókinni eru skrifaðar af þekktum nöfnum eins og Pablo Hidalgo, Gary Whita, Meg Gabot, Pierce Brown og Wil Weaton.

Þetta er kjörin bók fyrir þá sem langar til þess að vita meira um hin ótrúlegustu smáatriði í Star Wars heiminum og þá sem langar til þess að sjá A New Hope í nýju ljósi.

Hér má sjá ítarlega gagnrýni um sögurnar í bókinni.

 

Bókin Star Wars Propaganda

Star Wars Propaganda er bók um hvernig öflin sem eru í myndunum nota áróður með sannfærandi skilaboðum til að hvetja og ógna. Bókin er skreytt mörgum myndum sem sýna hvernig áróður er notaður til að stjórna og hafa áhrif í geimnum. Veldið notar áróður til að sýna styrk sinn og viðhalda ótta á meðan Uppreisnin reynir að vekja hjá fólki von og vinna stuðning fyrir baráttu sína.

Væntanlegar Star Wars bækur og myndasögur (Comic con)

Hér er hægt að sjá umfjöllun um allar bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.

Aftermath þríleikurinn

Aftermath (Eftirleikja) þríleikurinn brúar bilið á milli Return of the Jedi og The Force Awakens í stað Legends bókanna. Þar kemur í ljós að keisarinn er langt frá því dauður úr æðum, þrátt fyrir að vera dauður þar sem hann skildi skilaboð eftir til eftirmanna sinna, þeirra sem seinna meir stofna The First Order.

Þrátt fyrir að gömlu hetjurnar séu ekki í aðalhlutverki í bókunum, það eru þær Sloane fyrir uppreisnina og Norra fyrir Keisaraveldið, eru þær ekki fjarri góðu gamni og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra. Luke virðist alltaf vera týndur og Ben (núverandi Kylo Ren) fæðist í lokabókinni, á þeim degi sem Keisaraveldið líður undir lok, svo við fáum að sjá smá hamingjuríkt fjölskyldulíf ólíkt því sem er í gangi í The Force Awakens.

En reyndar virðast myrku öflin strax hafa verið að reyna taka yfir Ben, strax í móðurkviði sem er ennþá skuggalegra heldur en það sem kom fyrir Anakin (Svarthöfði), nema ef það yrði einhvern tímann svarað hvort að það var í raun veru Darth Sidious eða Darth Plagues sem bjó hann til…

Auk þess fáum við að sjá The Empire’s end fáum við að sjá bardagann mikla á Jakku, sem Rey er einmitt að safna dóti eftir til þess að eiga fyrir mat og mikið er talað um the Unknow regions, þar sem er líklegt að Snoke komi frá. Meira segja fengum við að vita um afdrif Jar Jar í bók 2, Life’s debt.

Ýmsum spurningum er svarað en öðrum er haldið ósvarað til þess að vera svarað í The Last Jedi og seinna í Episode 9. Þar að auki er sumu svarað í bókinni Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

Expanded universe – Nú legends

Áður en Disney keypti Lucasfilm voru til heilu bókaraðirnar um Star Wars sem hétu „The expanded universe“ (Sístækkandi heimur) en heita í dag „The legends“ (Goðsagnirnar) þar sem þær eru ekki lengur canon. Engu að síðu að síður hefur nýja tímalínan fengið eitthvað að láni úr þessum sögum en gert það að sínu. Svo í gömlu bókunum má kannski finna einhverja spilla…?

Til mynda er Grand Admiral Thrawn fengin úr „The legends“ en hann er einn af þeim sem stofnaði The First Order og er því fyrirferðarmikill í nýja canon, hann er í þáttaröðinni Rebels, Aftermath bókunum og spurning hvort hann verði eitthvað í nýju myndunum en hann fékk sér nýja bók um sig.

Margir voru vonast eftir því að Mara Jade, eiginkona Lukes úr The legends verði bætt við nýja canon, en Pablo Hidalgo (Lucas Film story group, söguhópur – maðurinn með öll svörin en passar sig samt að spilla ekki), hefur verið svarað að hún verði ekki, þar sem hún passi ekki inn í nýju tímalínuna. Engu að síður gæti ýmislegt annað úr gamla sagnaheiminum endað þar eins og endurkoma Thrawn sýnir. Hver veit…?

Hér er grein sem fjallar um það sem hefur ratað á ólíklegastan hátt aftur yfir í nýja canon.

Að sjálfsögðu hafa Disney og Lucasfilm þegar gefið út heilu bókaraðirnar, myndasögur, teiknimyndir osfrv…, til þess að fylla skarið sem Legends skildi eftir sig og þar á meðal eru það Aftermath þríleikurinn sem gerist á mill The Return of the Jedi og The Force Awakens og Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

En hér fyrir neðan má til gamans og fróðleiks sjá hvernig gamla genginu, Luke, Leiu og Han reiddi af í gamla sagnaheiminum eftir The Return of the Jedi endaði. Var það líf betra eða verra en það sem þau hafa í dag? Það má svo sem deila um það…elsti sonur Han og Leiu fór til mykru hliðarinnar rétt eins og einkasonur þeirra (nema Finn sé sonur þeirra líka!) Ben nú Kylo Ren gerði í nýja canon en Chewie dó í gamla heiminum! Og Han var bugaður af sorg…nú er því öfugt farið…

Það gerðist líka fullt af rugli fyrir Luke en hann átti þó konu og barn…eða á hann fjölskyldu líka í nýja canon? Við verðum bara að bíða og sjá hvort að Rey eða jafnvel Finn (það er mikill einkahúmor á milli leikarana) reynist vera barnið hans eða tja enginn…

Framundan eru spillar fyrir Legends! Fyrir þá sem langar til þess að lesa bækurnar, þó þær passi ekki lengur inn, enda ennþá hægt að hafa gaman að þeim og bækurnar eru ennþá til! Það er ekki eins og Disney hafi látið brenna þær eins og margir vilja láta. 😉 Þetta er bara hliðarheimur í dag eins og maður er vanur úr áhugaspunum og ekkert að því!