Smásögusafnið „From a certain point of view“

Samvinnugrein, höfundar: Jóhannes Ragnar Ævarsson og Rósa Grímsdóttir.

Í tilefni af því að í ár eru liðin 40 ár frá því að fyrsta Star Wars myndin kom í kvikmyndahús, þá var gefið út smásögusafnið „From a Certain point of view“ (Frá vissu sjónarhorni) þann 3.október.

Eins og titilinn gefur til kynna, fáum við að sjá sögu A New Hope frá nýju sjónarhorni en safnið inniheldur 40 sögur af persónunum sem voru í bakgrunni. Persónum eins og X-Wing flugmönnunum sem hjálpuðu Luke að granda Helstirninu, eða Stormsveitarmennirnir sem gátu ekki fundið vélmennin sem þeir voru að leita að, jafnvel skrímslið í ruslaþjöppu Helstirnisins fær sína sögu.

En ólíkt myndinni fáum að skyggnast inn í hugarheim aukapersóna Star Wars og sjá þeirra hlið á málunum og hvað þær voru að gera á ólíklegustu tímum, meðal annars þegar þær voru „ekki á tjaldinu“.

Bókin svarar því ýmsum spurningum sem voru skildar eftir ósvaraðar í myndinni og ótal aðdáendakenningar hafa gerðar um. Þar á meðal fær maður að vita meira um baksögu Greedo, sem Han Solo skaut fyrst (við skulum ekkert ræða það frekar), Beu frænku Luke, Yoda og hver hann hélt að væri hinn útvaldi (það var hvorki Anakin né Luke að hans mati), af hverju Boba Fett var að hanga með Jabba Hut í Special Edition útgáfunni og samtal Qui-Gon við Obi-Wan í eftirlífinu. En þetta er bara smá upptalning af öllum þeim sögum sem eru í bókinni.

Sögurnar í bókinni eru skrifaðar af þekktum nöfnum eins og Pablo Hidalgo, Gary Whita, Meg Gabot, Pierce Brown og Wil Weaton.

Þetta er kjörin bók fyrir þá sem langar til þess að vita meira um hin ótrúlegustu smáatriði í Star Wars heiminum og þá sem langar til þess að sjá A New Hope í nýju ljósi.

Hér má sjá ítarlega gagnrýni um sögurnar í bókinni.

 

Bókin Star Wars Propaganda

Star Wars Propaganda er bók um hvernig öflin sem eru í myndunum nota áróður með sannfærandi skilaboðum til að hvetja og ógna. Bókin er skreytt mörgum myndum sem sýna hvernig áróður er notaður til að stjórna og hafa áhrif í geimnum. Veldið notar áróður til að sýna styrk sinn og viðhalda ótta á meðan Uppreisnin reynir að vekja hjá fólki von og vinna stuðning fyrir baráttu sína.

Væntanlegar Star Wars bækur og myndasögur (Comic con)

Hér er hægt að sjá umfjöllun um allar bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.

Aftermath þríleikurinn

Aftermath (Eftirleikja) þríleikurinn brúar bilið á milli Return of the Jedi og The Force Awakens í stað Legends bókanna. Þar kemur í ljós að keisarinn er langt frá því dauður úr æðum, þrátt fyrir að vera dauður þar sem hann skildi skilaboð eftir til eftirmanna sinna, þeirra sem seinna meir stofna The First Order.

Þrátt fyrir að gömlu hetjurnar séu ekki í aðalhlutverki í bókunum, það eru þær Sloane fyrir uppreisnina og Norra fyrir Keisaraveldið, eru þær ekki fjarri góðu gamni og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra. Luke virðist alltaf vera týndur og Ben (núverandi Kylo Ren) fæðist í lokabókinni, á þeim degi sem Keisaraveldið líður undir lok, svo við fáum að sjá smá hamingjuríkt fjölskyldulíf ólíkt því sem er í gangi í The Force Awakens.

En reyndar virðast myrku öflin strax hafa verið að reyna taka yfir Ben, strax í móðurkviði sem er ennþá skuggalegra heldur en það sem kom fyrir Anakin (Svarthöfði), nema ef það yrði einhvern tímann svarað hvort að það var í raun veru Darth Sidious eða Darth Plagues sem bjó hann til…

Auk þess fáum við að sjá The Empire’s end fáum við að sjá bardagann mikla á Jakku, sem Rey er einmitt að safna dóti eftir til þess að eiga fyrir mat og mikið er talað um the Unknow regions, þar sem er líklegt að Snoke komi frá. Meira segja fengum við að vita um afdrif Jar Jar í bók 2, Life’s debt.

Ýmsum spurningum er svarað en öðrum er haldið ósvarað til þess að vera svarað í The Last Jedi og seinna í Episode 9. Þar að auki er sumu svarað í bókinni Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

Expanded universe – Nú legends

Áður en Disney keypti Lucasfilm voru til heilu bókaraðirnar um Star Wars sem hétu „The expanded universe“ (Sístækkandi heimur) en heita í dag „The legends“ (Goðsagnirnar) þar sem þær eru ekki lengur canon. Engu að síðu að síður hefur nýja tímalínan fengið eitthvað að láni úr þessum sögum en gert það að sínu. Svo í gömlu bókunum má kannski finna einhverja spilla…?

Til mynda er Grand Admiral Thrawn fengin úr „The legends“ en hann er einn af þeim sem stofnaði The First Order og er því fyrirferðarmikill í nýja canon, hann er í þáttaröðinni Rebels, Aftermath bókunum og spurning hvort hann verði eitthvað í nýju myndunum en hann fékk sér nýja bók um sig.

Margir voru vonast eftir því að Mara Jade, eiginkona Lukes úr The legends verði bætt við nýja canon, en Pablo Hidalgo (Lucas Film story group, söguhópur – maðurinn með öll svörin en passar sig samt að spilla ekki), hefur verið svarað að hún verði ekki, þar sem hún passi ekki inn í nýju tímalínuna. Engu að síður gæti ýmislegt annað úr gamla sagnaheiminum endað þar eins og endurkoma Thrawn sýnir. Hver veit…?

Hér er grein sem fjallar um það sem hefur ratað á ólíklegastan hátt aftur yfir í nýja canon.

Að sjálfsögðu hafa Disney og Lucasfilm þegar gefið út heilu bókaraðirnar, myndasögur, teiknimyndir osfrv…, til þess að fylla skarið sem Legends skildi eftir sig og þar á meðal eru það Aftermath þríleikurinn sem gerist á mill The Return of the Jedi og The Force Awakens og Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

En hér fyrir neðan má til gamans og fróðleiks sjá hvernig gamla genginu, Luke, Leiu og Han reiddi af í gamla sagnaheiminum eftir The Return of the Jedi endaði. Var það líf betra eða verra en það sem þau hafa í dag? Það má svo sem deila um það…elsti sonur Han og Leiu fór til mykru hliðarinnar rétt eins og einkasonur þeirra (nema Finn sé sonur þeirra líka!) Ben nú Kylo Ren gerði í nýja canon en Chewie dó í gamla heiminum! Og Han var bugaður af sorg…nú er því öfugt farið…

Það gerðist líka fullt af rugli fyrir Luke en hann átti þó konu og barn…eða á hann fjölskyldu líka í nýja canon? Við verðum bara að bíða og sjá hvort að Rey eða jafnvel Finn (það er mikill einkahúmor á milli leikarana) reynist vera barnið hans eða tja enginn…

Framundan eru spillar fyrir Legends! Fyrir þá sem langar til þess að lesa bækurnar, þó þær passi ekki lengur inn, enda ennþá hægt að hafa gaman að þeim og bækurnar eru ennþá til! Það er ekki eins og Disney hafi látið brenna þær eins og margir vilja láta. 😉 Þetta er bara hliðarheimur í dag eins og maður er vanur úr áhugaspunum og ekkert að því!

 

BB-8 á flótta – saga fyrir svefninn

Það er hægt að gera bækur um allt í Star Wars og þá meina ég bókstaflega allt. Hér er bók sem er hugsuð sem saga fyrir svefninn fyrir yngstu kynslóðina en þeir eldri hafa víst líka gaman að henni ef marka má gagnrýni um hana (sjá fyrir neðan).

Í aðalhlutverki er enginn annar en BB-8, nýja vélmennið sem vann hug og hjörtu allra með krúttleika sínum í The Force Awakens en hér er sagan hans rekin af því þegar hann er viðskila við Poe Dameron eiganda sinn og þurfti að fara yfir eyðimörk Jakku til þess að fara með kortið sem leiðir til Luke Skywalker, alla leið til uppreisnarinnar.

Á leið sinni hittir hann alls konar fólk, þar sem hann þarf að gera það upp við sig, hvort hann eigi að hjálpa því eða að halda áfram með mikilvæga verkefnið sitt.

Þessi bók hljómar eins og alger krúttsprengja og myndirnar eru víst afar fallegar og ekki of barnalegar.

Einnig er alltaf gaman að lesa meira efni sem fyllir upp í eyðurnar á því sem gerðist í Force Awakens og styttir biðina eftir the Last Jedi.

Review – ‘BB-8 on the Run’ is the perfect Star Wars bedtime story

Bloodline

Bókin gerist sex árum á undan The Force Awakens og fjallar um þegar upp komst að Leia og Luke væru börn Svarthöfða, hræðilegu afleiðingar þess, uppgang the First Order og stofnun andspyrnuhreyfingarinnar.

Það sem er vitað er eftir bókina.

Á þessum tíma hefur the Millennium Falcon verið stolið…

Ben Solo, sem er u.þ.b 24-25 ára þegar þarna er komið við sögu, hefur ekki enn farið til myrku hliðarinnar og því ekki orðinn að hinum alræmda og skapbráða og krúttlega, dark Jedi, Kylo Ren, heldur er hann að ferðast um með frænda sínum og Jedi meistara Luke Skywalker að leita að fornum Jedi helgigripum.
Ben fær að vita sannleikann um afa sinn á sama tíma og alheimurinn í gegnum afsökunar“bréf“ (Holomessage) frá móður sinn og er óvitað er hvernig hann brást við því eða hvort hann yfirhöfuð fékk það…en mögulega er það ástæðan fyrir því að hann fór til myrkru hliðarinnar…eða þá að hann fékk einfaldlega nóg af því að þvælast endalaust með frænda sínum í leit einhverju gömlu Jedi dóti…

(Ímyndað samtal. Ben:“Are we there yet?“ Luke: „For the last time, no! No! Don’t kill your fellow pupils…! I will tell your mom! I’m warning you…!“)

Greinar um bækur

Grein um Legends.

Grein um Catalyst.

Grein um Aftermath.

Grein um Bloodline.

Grein um BB-8 on the run.

Væntanlegar bækur.

Ritstjóri hefur einvörðungu lesið samantektir og wookipedia greinar um „The Expanded Universe“ sem heitir í dag Legends og eru ekki lengur canon eftir Disney keypti Lucas Film. Því eru komnar fullt af nýjum bókum sem brúa bilið og þær eiga eftir að verða fleiri.

Ritstjóri hefur enn sem komið er bara lesið eina af nýju bókunum, Rogue One: Catalyst. Hún gerist á undan myndinni og er mjög áhugaverð þar sem maður fær að kynnast sambandi Galen og Orson betur og hví það var svona mikilvægt að fá Galen til að vinna við „Death Star“. Auk þess fáum við að fylgjast með Jyn, aðalpersónu myndarinnar, fæðast og vaxa úr grasi.

Nú eru allar Aftermath bækurnar komnar út sem brúa bilið á milli The Return of the Jedi og The Force Awakens.

Bloodline gerist sex árum á undan The Force Awakens og einblínir fyrst og fremst á Leiu og af hverju hún stofnaði nýju uppreisnina.

BB-8 on the run (BB-8 á flótta) er myndskreytt barnabók sem gerist í The Force Awakens og sýnir hvað BB-8 var að gera áður en hann hittir Rey, það er svo enn meira hægt að fylgjast með aukaævintýrum þeirra í fyrstu tveimur teiknimyndaþáttunum The Forces of Destiny.

 

 

Rogue One: Catalyst

 

Bókin gerist áður en Jyn Erso, aðalpersóna Rogue One er fædd en hún fæðist í þriðja kafla bókarinnar og fylgist maður meðal annars með henni vaxa úr grasi. Hins vegar fjallar bókin að mestu leyti um föður hennar, Galen Erso og tilraunir Orson Krennic til að fá til að vinna við Death Star og hvers vegna í ósköpununum það var svona mikilvægt að fá Galen til liðs við þá.

Farið er í vináttu þeirra Galen og Orson, sem byggir þó mestu leyti að því að Orson ætlar að nota Galen sér til framdráttar, þar sem hann hugsar um fátt eitt en framann og er mikill tækifærisinni.

Sagan byrjar í miðju „Clonewars“ þannig að Orson er að vinna fyrir „The republic“ sem er ekki orðið að hinu ógnarstóra „The Empire,“  en hann setur það reyndar lítið fyrir sér þegar það breytist í lok stríðsins (um miðbik bókarinnar), þar sem í raun og veru er hann með sömu vinnuveitendurnar. Þetta heitir bara annað.

Auk þess fær maður mikið að kynnast móður Jyn, Lyru Erso sem stendur þétt við bakið á eiginmanni sínum en er auk þess, eins og flest kvenpersónur Star Wars, kvenskörungur eins og við þekkjum úr Íslendingasögunum.

Bókin er skemmtileg en pínu hæg, sérstaklega þar sem farið er rosalega djúpt í hvernig Dauðastyrnið er gert en engu að síður skemmtileg lesning. Litla Jyn er svo alger krúttsprengja en hún fær meira segja sjónarhorn í lok bókarinnar þegar þau eru að flýja á staðinn þar sem Krennic finnur þau í byrjun Rogue One.