Star Wars satírusíða

Hálfgerður baggalútur fyrir Star Wars þar sem hér eru ekkert nema stórskemmtilegar bullfréttir. Hér þarf ekki að vera í vafa hvort eitthvað sé satt eða ekki, þar sem allt þarna er hundrað prósent ósatt.

Dæmi hér er bullfrétt um PETA að mótamæla meðferð Chewie á Porg í einu sýnishorninu (hann rétt stuggar við honum.)

Ég vona samt að PETA fái engar hugmyndir út frá þessari bullfrétt hjá þeim….:S

 

The Last Jedi: Viðbrögð Kylo Ren við sýnishorninu

Auralnauts eru snillingar þegar kemur að grínast góðlátlega en youtube rásin þeirra er full af frábæru grínefni, sérstaklega í tengslum við Star Wars.

Þar á meðal hafa þeir gert grínútgáfu af fyrstu fimm Star Wars myndunum (sú sjötta: Return of the Jedi er á leiðinni) þar sem öllu er snúið á hvolf og sagan verður óþekkjanleg (Anakin frændi osfrv) og óborganlega fyndin.

Alternative saga.

Star wars húmor: Auralnauts – Alternative saga

Í ljósi undanfarinna frétta af Han Solo myndinni, að leikstjórarnir Chris Miller og Phil Lord sem eru kvað þekktastir fyrir The Lego Movie, 21 jump street, hafi verið látnir fara vegna þess að þeir voru að breyta myndinni of mikið í gamanmynd (orðrómur segir að aðalleikarinn hafi meint að þeir væru að breyta Han Solo í Ace Ventura) er úr ekki vegi að velta fyrir sér hvernig myndin þeirra hefði getað orðið, tónalega séð. Sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt reglum DGA (Directors guild of America – Leikstjórafélag Bandaríkjanna) ef að leikstjóri á 90 prósent í myndinni, á hann rétt á Directors cut. Þó óvíst sé að þeir muni eiga 90 prósent eftir að Ron Howard, nýi leikstjórinn hefur tekið við, kannski ekki nema 10 prósent en það er engu að síður athyglisvert að velta fyrir sér tóninum í myndinni.

Netið kemur manni til bjargar með fáránlegustu hluti og er hér hægt að sjá Stjörnustríðsmyndirnar (1-5) þar sem þær hafa fengið „fullorðnislegri“ húmor (kannski eitthvað í anda Chris Miller og Phil Lord – þó að hérna sé gengið töluvert lengra), þar sem öllu hefur verið að snúið á hvolf, með stórbreyttu klippi, Jedi eru bara alger partýdýr, midicholorians eru eiturlyf,  þeir fara í dansbardaga með geislasverðum, Sith eru viðskiptamenn sem hafa fengið nóg af þeim að skemma allt og vélmennin eru siðleysingjar.

Fáránlega skemmtileg saga fyrir þá sem hafa gaman að svona steypum sem er samt eitthvað vit er í (rosalega mikill metnaður lagt í þetta rugl – heilu frumsömdu lögin) og getur greinarhöfundur ekki beðið eftir næstu myndum í þessum flokki en það á eftir að taka 6 og 7, Return of the Jedi og Force Awakens. Njótið! Öðruvísi Stjörnustríðs maraþon. 😉

Húmor: Hishe (How it should have ended – Star Wars)

„How it should have ended“ er youtube rás sem leikur sér að því að búa til mismunandi enda fyrir kvikmyndir ásamt breyttum atriðum, oftast fyndnum og hafa þeir tekið fyrir allar Star Wars myndirnar, þar sem Rogue One fær hamingjusaman endi. En fyrst og fremst er þetta til gamans gert, þó að stundum fá persónurnar ansi mikið á baukinn…

Aukalega eru hérna Ofurmennið og Leðurblökumaðurinn að ræða um Star Wars, í fyrra myndbandinu Force Awakens en því seinna sýnishornið fyrir The Last Jedi.

Góða skemmtun! 🙂

Húmor: Robot chicken

Það er vandmeðfarið að gera grín af (eða reyndar frekar með) álíka stóru og Stjörnustríðsheiminum og er fátt eins skemmtileg og þegar það er gert á virkilega vandaðan hátt af aðdáendum sem gera þetta af virðingu (ekkert kjaftæði!). Þar eru Robot chicken þættirnir sem sýndir voru á Adult Swim algerir snillingar í að benda á spaugilegu hliðarnar (og stundum grátbroslegu) í þessari fjarlægðu vetrarbraut fyrir langa, langa löngu og þær eru sko margar!

Þó að þeir hafi einungis tekið fyrir „The orginals“ Episode IV-VI (New Hope, Empire og Return) er nóg af efni en allt eru þetta frekar stutt atriði sem eru stundum skipt upp, til að mynda fáum við að sjá allt aðra hlið á keisaranum og hans samskiptum við Svarthöfða.

Góða skemmtun!