Sýndarveruleikur: Secrets of the Empire

Þrátt fyrir að langt sé í opnun skemmtigarðsins, Galaxy’s Edge en stefnt er að opnun sumarið 2019 erum þegar búnar að fá nokkrar spennandi fréttir af honum. Nú virðist sem vera sem að fólk geti tekið forskot á sæluna með væntanlegum sýndarveruleik, Secrets of the Empire sem verður í öðrum skemmtigörðum Disney, Downtown Disney í Disneyland Resort og Disney Springs at Walt Disney World Resort. En stefnt er að því að opna leikinn í kringum hátíðirnar.

Við vitum þegar af Star Wars hótelinu sem verður í Galaxy edge og eins og það eitt og sér væri ekki nóg til þess að láta mann lifa sig inn í söguna, þá er þessi nýi sýndarveruleikur þess leiðis að fólk bókstaflega mun lifa sig inn í söguna.

En Star Wars hafa þegar verið að gera nokkrar tilraunir með sýndarveruleikann, eins og þegar þeir gáfu út leikinn „Trials of Tatooine“ þar sem maður fær tækifæri til þess að nota geislasverð og laga the Millenium Falcon.

En sá leikurinn var takmarkaður við rýmið sem maður var í og því ekki hægt að hreyfa sig mikið ólíkt Secrets of the Empire sem mun hafa töluvert meira frelsi en sá leikur. Hér er yfirlýsing frá The Void, í samstarfi við ILMxLab, sem gera leikinn sem er væntanlegur þessi jólin.

„A truly transformative experience is so much more than what you see with your eyes; it’s what you hear, feel, touch, and even smell. Through the power of THE VOID, guests who step into Star Wars: Secrets of the Empirewon’t just see this world, they’ll know that they are part of this amazing story.”  

Þeir lofa semsagt að þú getir nýtt skilningarvitin til hins ítrasta, heyrt, fundið, snert og jafnvel fundið lykt! Þannig að fólk sjái ekki bara heiminn heldur séu virkilegir þátttakendur.

Hér fyrir neðan má líta á concept art frá Lucas Film og lítur út fyrir að leikurinn muni gerast á tímum Rogue One, ef marka má vélmennið K2S0 og að við sjáum kastalann hans Svarthöfða á Mustafar en sagan gæti að einhverju leyti gerst þar.

En við verðum víst bara að bíða og sjá þar til fleiri fréttir berast.
Nánar.

Þegar hefur verið sagt frá „Jedi challenges“ sem er líka væntanlegur sýndarveruleikur, þar sem fólk mun geta notað geislasverð og jafnvel spilað Dejarik sem er hvað líkastur skák hjá okkur en við fengum fyrst að kynnast í New Hope.

Spurning hvort að það séu fleiri sýndarveruleikar á leiðinni sem við höfum enn ekki heyrt um? Það mun tíminn einn leiða í ljós…

 

Starwars land (myndir-D23)

Uppfært: Það er komið nafn á skemmtigarðinn, Galaxy’s edge.

Frá D23; myndir frá Starwars landi sem opnar 2019 og eins og Krennic sagði: „Oh, it’s… beautiful.“

Star Wars raunveruleikans

Mátturinn er það sem gefur Jeda vald sitt. Það er orkusvið sem búið er til af öllum lifandi hlutum. Það umlykur okkur og kemst í gegnum okkur. Það bindur saman vetrarbrautina. Jedi getur fundið kraftinn sem flæðir í gegnum hann. – Ben Kenobi

Mátturinn á sér hliðstæðu í okkar heimi og kallast chi og kemur frá taóisma sem er kínversk heimspeki og læknavísindi. Þetta er orka sem er alls staðar og í öllum. Hún er jafnvægið sem er myndað af Ying og Yang, andstæðunum tveimur sem hægt er að sjá í öllu í heiminum eins og jákvætt og neikvætt, ljósið og myrkrið.

Í Star Wars geta Jedar notað Máttinn og í okkar heimi getum við notað chi til bættrar heilsu, líkamsræktar og árangurs. Chi er notað í Feng shui, Yoga, Reiki, nálastungu, Tai Chi, Qi Gong og bardagalistum.Bardagamenn sem lært hafa að nota chi geta beislað orkuna betur.

Gerð var rannsókn í Motion & Gait Analysis Laboratory í Lucille Salter Packer barnaspítalanum árið 2007. Þar sem Tai Chi meistarinn Chen Xian gerði hreyfingar á ógnahraða sem reynt var að mæla með skynjurum sem voru festir á líkamsliðunum.

Skynjararnir flugu af honum þegar hann gerði hreyfingar sem mældar voru af tölvum og sýndar á tölvuskjá sem beinagrind sem átti að herma eftir hreyfingunum. Sprengikraftur höggana var gríðarlegur eða 14faldur eigin líkamsþyngdar Chens.

Venjulega eru Tai Chi hreyfingar gerðar mjög hægt til að bæta heilsu, en hann sýndi þær mjög hratt. Markmiðið með Tai Chi hreyfingum er að ná slökun á liðunum til að hafa frjálst flæði af chi, eða orku. Það sem Chen hefur gert er að fullkomna listina að setja allan líkaman kröftuglega í höggið.

Það sem var skráð í rannsókninni var hámarksnotkun á lífsorkunni, eða chi. Tæknin sem var notuð heitir hreyfimyndataka og mun hún verða notuð til að skoða betur ástæður fyrir göngu vandamálum barna.

Möguleikarnir sem orka eða chi hefur voru skoðaðir frekar og er hægt að nota hana til að stjórna hitastigi á húðinni. Tai Chi meistarinn Shu Dong Li gerði tilraun til að mæla lífeðlisfræðilegar breytingar sem verða í ferli sem kallast focusing the chi eða einbeiting með chi. Í tilrauninni var mæld hitaútgeislun og notuð hagnýt segulómskoðun.

Á mynd sem sýnir infrared útgeislun þá lýstust hendur Li´s upp þegar hann hitaði hendur sínar upp um 2 gráður. Það var ekki það eina sem hann gat gert og lækkaði hann hitan um 6 gráður. Þessi einbeiting með chi gerði svæði í heilanum virk sem tengjast hreyfingu og tilfinningum í höndunum.

Hann getur notað hugann til þess að hafa áhrif á hendurnar líkt og Jedi sem getur notað Máttinn með huganum til að hafa áhrif á umhverfið í kringum sig. Shaolin munkar geta líka notað chi í bardagalist sinni og nota Qi Gong æfingar og hugleiðslu með sem gera þá meðvitaða um chi. Þeir geta notað chi til að gera þá að færum bardagamönnum.

Hérna eru tvö Youtube myndbönd sem sýna muninn á bardagastílum á milli Jeda og Shaolin munka. Fyrst myndbandið er úr Phantom Menace og sýnir Qui-Gon Jinn og Obi Wan Kenobi berjast við Darth Maul og annað myndbandið sýnir Shaolin Munka berjast.

Að lokum má nefna að nafn Qui-Gon Jinn er tekið af Qi Gong og þýðir lífsorka og Jinn kemur úr arabísku og þýðir andi. Nafnið hans þýðir því andi hins lifandi mátts.

Star Wars á 40 ára afmæli!


Til hamingju með daginn Star Wars! Í dag eru 40 ár frá því að Star Wars, seinna kölluð New Hope var sýnt í kvikmyndahúsum. Hverjum átti eftir að gruna að hún myndi leiða af sér sjö myndir til viðbótar, plús að minnsta kostir þrjár eru á leiðinni (Episode VIII, IX og Han Solo). Ekki má gleyma öllum bókunum, tölvuleikjum, myndasögum og bara nefndu það sem hafa fylgt og halda áfram að fylgja Star Wars.

Star Wars lengi lifi! Húrra, húrra og húrra!

Auk þess á sjálfur Yoda (Frank Oz) afmæli í dag!