Han Solo og Lando bækurnar fyrir nýju myndina

Fullt af bókum og myndasögum eru væntanlegar fyrir Han Solo myndina og má þar helst nefna Last shot, sem gerist á þremur tímabilum, fyrir Han Solo myndina, eftir Han Solo myndina og svo ein sem gerist eftir Return of the Jedi. Hér fyrir neðan má lesa brot úr henni ásamt því að lesa viðtal við höfundinn, Daniel José eldri.

Brot úr the Last shot og viðtal við höfundinn.

Most wanted er unglingabók sem gerist á undan Han Solo myndinni, þar sem Han og Quira eru táningar á strætum Coreilleia.

Að auki er væntaleg myndasaga um Lando, Double or nothing sem fjallar um hvað hann er að gera áður en myndin hefst.

Svo má ekki gleyma að það er ein bók, hugsuð fyrir yngstu lesendur um Chewie, The Mighty Chewbacca: Forest of Fear, um Chewbacca og  Han Solo sem hitta óvænt K-2SO og Cassian Andor úr Rogue One.

Nánari upplýsingar um bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.

 

Solo: A Star Wars story – Samantekt á söguþræðinum.

Það hefur á ýmsu gengið við gerð Han Solo myndarinnar en Ron Howard, nýi leikstjórinn hefur var duglegur að sýna gerð myndarinnar á twitter, auk þess sem við fengum örlítið að skyggjast inn í klippiferlið.

Mögulega er sýnishorn væntanlegt í þessari viku en hérna höfum við allavega samantekt á söguþræði myndarinnar. 

„Board the Millennium Falcon and journey to a galaxy far, far away in Solo: A Star Wars Story, an all-new adventure with the most beloved scoundrel in the galaxy. Through a series of daring escapades deep within a dark and dangerous criminal underworld, Han Solo meets his mighty future copilot Chewbacca and encounters the notorious gambler Lando Calrissian, in a journey that will set the course of one of the Star Wars saga’s most unlikely heroes.“

Í stuttu máli fjallar sagan um hvernig Han Solo kynntist Chewbaca og Lando og þeirra ævintýri þar sem þeir þeysta um geiminn á skipi sínu, Millennium Falcon. Það verður spennandi að sjá Star Wars mynd sem er ekki epík stríðsmynd heldur smáglæpamannamynd.

Myndin er væntanleg 25.maí á þessu ári en verður í kvikmyndahúsum hér á landi í kringum 23 eða 24.maí.