The Last Jedi: Viðbrögð Kylo Ren við sýnishorninu

Auralnauts eru snillingar þegar kemur að grínast góðlátlega en youtube rásin þeirra er full af frábæru grínefni, sérstaklega í tengslum við Star Wars.

Þar á meðal hafa þeir gert grínútgáfu af fyrstu fimm Star Wars myndunum (sú sjötta: Return of the Jedi er á leiðinni) þar sem öllu er snúið á hvolf og sagan verður óþekkjanleg (Anakin frændi osfrv) og óborganlega fyndin.

Alternative saga.

Han Solo fréttir: Tökum lokið og titill myndarinnar!

Þá er tökum loksins lokið á „tjaldabaksdrama“ myndinni Han Solo, sem þurfti að skipta um leikstjóra áður en tökum lauk. En leikstjóraskiptin hleyptu heldur betur óvæntu lífi í markaðsetningunni á myndinni þar sem Ron Howard hefur verið feiki duglegur að deila myndum af setti á twitter aðgangi sínum, án þess þó að gefa upp neina spilla heldur þvert á móti vekja forvitni með því sem hann hefur verið að setja inn.

Áhorfendur hafa því fengið að skyggnast inn að tjaldabaki og verið meira hluti af ferlinu en en venjan hefur verið með Lucasfilm myndirnar, þó að Rian Johnsons, leikstjóri nýjustu myndarinnar The Last Jedi, hafi líka gefið okkur smá innsýn í eftirvinnsluferlið, kannski til að veita Ron Howard smá samkeppni á twitter.

Loks hefur hulunni verið svipt af nafninu á nýjustu hliðarmyndinni, sem mun bera nafnið „Solo: A Star Wars story.“ Í sjálfu sér ekkert sem kemur á óvart með þann titill en það er gott að fá loksins staðfestingu á nafninu. Orðrómur segir að sýnishorn á myndinni sé væntanlegt fljótlega og verður líklegast sýnt á undan The Last Jedi, sem væntanleg er 15.desember en forsýnd hér á landi 13.desember.

Til að fagna því að tökum sé lokið á Han Solo myndinni, útbjó Ron Howard lítið myndband til þess að fagna því, auk þess sem hann tilkynnir nafnið á myndinni.

Vonandi að Ron Howard verði jafn duglegur að sýna klippiferlið og hann var í tökuferlinu, en myndin er enn væntanleg 25.maí 2018.

The Last Jedi: Nýtt sýnishorn á morgun! (Þriðjudagsmorgun hjá okkur)

Nú hefur það verið algerlega staðfest að það er nýtt sýnishorn á morgun!
Hér eru þrír „teaserar“ sem auglýsa það, með örstuttum nýjum atriðum.
Nýja sýnishornið verður sett inn á vefinn eins fljótt og hægt er. 🙂

Ath: Þar sem við erum í öðru tímabelti þýðir það að sýnishornið er sýnt um morgunin hjá okkur á þriðjudagsmorgni en ekki á mánudagskvöldið eins og í Bandaríkjunum. 😉

 

Leikstjóradrama episode 9 – Colin hættur og JJ. Abrahams snýr aftur

Uppfært: ný dagsetning – Episode 9 kemur ekki út fyrr en 20.desember 2019.

Ef það er eitt sem vantar ekki hjá Lucasfilm þá er það leikstjóradrama. Þrátt fyrir að ekki séu það margir mánuðir síðan að skipt var um leikstjóra í brúnni fyrir Han Solo myndina og Ron Howard tekið við, þá hefur nú einnig verið skipt um leikstjóra fyrir episode 9 og enginn annar J.J Abrahams sem snýr aftur en hann leikstýrði einnig The Force Awakens. JJ.Abrahams byrjaði semsagt nýja þríleikinn og mun einnig enda hann.

Það er þó engan veginn hægt að segja að það hafi komið eins og þruma úr heiðskýru lofti að Colin Trevorrow skyldi hafa verið látinn fjúka, þar sem þegar hafði verið mikið drama verið í kringum hann eftir að nýjasta mynd hans Book of Henry kom út sem fékk arfaslaka dóma hjá gagnrýnendum og var í raun strax þá verið að krefjast þess að Trevorrow yrði rekinn. En þar sem það var ekki gert var nú talið að Colin fengi að klára verkefnið sem hann hóf fyrir tveimur árum síðan, þrátt fyrir að þrýst hafi verið mjög á Lucasfilm að láta hann fara en nú er svo komið á daginn að Kathleen hjá Lucasfilm fékk greinilega nóg og lét hann fara. En eftir að Colin var látinn taka pokann sinn, tókst The vulture að taka finna innanbúðar upplýsingar sem sýndu fram ástæðuna fyrir brottrekstri hans en svo virðist vera sem hann sé frekar erfiður í samskiptum auk þess sem eitthvað vandamál var með handritið. Ekkert er þó vitað með vissu um ástæðuna og það eina sem við í raun vitum er að J.J er tekinn við, eftir nokkra daga vangaveltur þar sem JJ. og Rian Johnsson, leikstjóri the Last Jedi voru efstir á leikstjórablaðinu þó að Rian væri fljótur að slá þær hugmyndir út af borðinu.

Colin virðist þó ekki vera sá eini sem þurfti að taka pokann sinn, þar sem Jack Thorne er ekki lengur titlaður sem handritshöfundur en hann var kallaður til fyrir um mánuði síðan fyrir endurskrif, heldur í staðinn er JJ. Abrahams ásamt Chris Terrio (Argo, Batman vs. Superman og Justice League). Hins vegar hefur ekkert verið talað um að hann hafi verið látinn fara og því spurning hvort að Lucasfilm gleymdi að nefna hann en það er frekar ólíklegt og líklegra að þetta sé svipað og gerðist með Force Awakens handritið þar sem Michael Arndt var rekinn og JJ nefndi hann bara einu sinni í viðtali.

Þetta á allt eftir að skýrast en eitt er víst episode 9 er aftur kominn með leikstjóra og ætti því að fara í tökur fljótlega á næsta ári, þó að eflaust verið einhver seinkun á því að byrja tökur í ljósi þess að eitthvað verði krukkað í handritinu. Myndin er þó enn væntanleg 25. maí 2019. (uppfært! Sýningu myndarinnar hefur verið frestað til 20.desember 2019. Óvíst er hvenær tökur byrja þar sem endurskrifa þarf handritð – jafnvel byrja upp á nýtt. Uppfært! Tökur hefjast í júní 2018.)

En þrátt fyrir allt dramaið sem hefur verið í kringum Episode 9, þá styttist í að hin dramafría (á bak við tjöldin, myndin sjálf verður auðvitað stútfull af fjölskyldudrama og látum!) The Last Jedi komi út, þann 15.desember, og vonandi að næsta sýnishorn komi núna í október, mögulega 16.október í auglýsingahléi í ruðningsleik eins og var með The Force Awakens. Nú er bara að bíða og sjá…

The Last Jedi: Lego veggspjöld

Ný styttist óðfluga í Force Friday (sem er í ár, 1.september), en það er dagurinn sem að nýju Star Wars leikföngin detta í búðirnar, þó að vísu hafa sumar verslanir tekið forskot á sæluna og fólk er því strax farið að greina í öreindir hvort að hér sé um að ræða einhverja spilla fyrir myndina.

Lego er að sjálfsögðu í fararbroddi þegar kemur að Star Wars leikföngum ásamt Hasbro og því má hér sjá þeirra grínútgáfur af persónu veggspjöldunum sem voru gefin út á D23, enda er Lego þekkt fyrir að gera góðlátlegt grín að Star Wars eins og í leikjum sínum, þáttum og myndum.

 

Fréttir frá Han Solo plús nýjar myndir og myndbönd

Ron Howard er að vanda duglegur að deila myndum og myndböndum (án nokkura spilla!) af væntanlegri Han Solo (25.maí 2018) og hér fyrir neðan má sjá þær nýjustu.

Helstu fréttir eru að vegna breyttara áætlunar á „reshoots“ í kjölfar leikstjórabreytinganna, þurfti að klippa út persónu óskarverðlaunaleikarans Michael K. Williams . Ástæðan er einfaldlega vegna þess að hann var upptekinn í tökum á annari mynd sem stangaðist á við tökuáætlanir á Han Solo. Michael hafði ekkert nema gott að segja um vinnuna við myndina enda getur svona alltaf gerst í kvikmyndagerð.

Aðrar fréttir eru bara orðrómur en mögulega verður Maz Kanata í Han Solo myndinni.

 

Things are a little rough all over the Galaxy

A post shared by RealRonHoward (@realronhoward) on