Rey vantar enn í Star Wars Monopoly (Bandaríkjunum)

Það vekur mikla furðu að enn skuli það vera eitthvað tiltökumál að hafa „kvenkynsdótafígúrur“ enn er því haldið fram að mest af dótamarkaðinum sé fyrst og fremst fyrir stráka sem er kolrangt, enda leika vilja stelpur alveg eins leika sér með eitthvað annað en dúkkur (ritstjórinn var ein af þeim) og þá sérstaklega Stjörnustríðsdót (og þá er átt við alla persónurnar! Til að geta haft almennilegan bardaga og umm…annað). Því olli því mikilla hneykslan að Rey, aðalhetjuna, kvenhetjuna vantaði í The Force Awakens dótinu lengi framan af, þó að sem betur fer hafi mikið verið bætt úr því eftir að fólk reis á afturlappirnar til að mótmæla en tvær skýringar hefðu verið gefnar fyrir þvi að Rey væri ekki með, annars vegar út af því að það væri ekki markaður fyrir hana og hins vegar að þeir óttuðust söguþráðsleka, áður en myndin kom út. Seinni skýring er góð og gild, þar sem Rey með geislasverð er risaspillir en aðstandendur Force Awakens höfðu mikið fyrir því að plata fólk með því að hafa bara Finn með geislasverð í allri markaðsherferðinni en það var mjög snjallt af henni.

Það var gengið svo langt til að koma í veg fyrir spilla að hana vantaði meira segja í nýja Falcon dótinu, þrátt fyrir að hún sé nýi eigandinn en það er líklegast vegna þess að rétt eins og Rey með geislasverð, þá hefði þetta líka verið risa spillir…

Seinni skýringin um söguþráðslekann, var sú sem að Hasbro gaf lengi fyrir því að sjálfa Rey vantaði í nýja Star Wars monop0ly, en meira segja Svarthöfði var þar (ekki að neinn sé að kvarta yfir því) en hann var ekki einu sinni í myndinni nema sem hjálmur. Hins vegar þegar ekkert bólaði á Rey þrátt fyrir að myndin væri löngu komin út sem vakti meðal annars hneykslan leikstjórans, þá kom aftur upp markaðskýringin en þetta skiptið að búðirnar vildu hana ekki, þar sem þær ættu enn of mikið af hinum birgðunum. Hins vegar er hægt að hafa samband við Hasbro sem býr til leikinn og fá styttuna sér. Athygli vekur þó að annars staðar en í Bandaríkjunum var Rey orðin hluti af spilinu en framleiðendur gleymdu að láta fólk vita að það þyrfti að panta Rey sér. Pínu klúður þar á ferð…

 

Sem betur fer virðist þeir hafa lært af mistökunum sínum, með Forces of Destiny og eins sjá má hér að neðan auk þess sem Rey er líka í The Last Jedi dótinu en eitthvað af því verður sýnt á D23 (Disney ráðstefnunni), sem verður um helgina ásamt því eitthvað verður um Star Wars frétttir, á bak við tjöldin sýnishorn fyrir The Last Jedi ásamt vonandi Han Solo fréttum.

Rey – Kylo

Forces of Destiny sýnishorn

Sýnishorn fyrir teiknimyndaþáttaröðina Forces of Destiny sem verður sýnt á Disney youtube rásinni 3.júlí áður en það verður sýnt á Disney rásinni sjálfri, 9.júlí.

Padmé Amidala er víst líka af ein kvenhetjunum, auk þess sem við fáum að sjá eitthvað Anakin, Yoda og fleirum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta svarar spurningum í Stjörnustríðsheiminum en hver þáttur er bara þrjár mínútur.

Forces of destiny – Nýir teiknimyndaþættir

Þegar Kathleen Kennedy tók við stjórn Lucas Film eftir að George Lucas seldi það til Disney, hét hún því að Star Wars myndi stækka hlut kvenna, enda er það með ein af þekkstu kvenhetjunum í kvikmyndasögunni, hana Leiu prinsessu og herhöfðingja og hefur hún Kathleen aldeilis staðið við stóru orðin með að hafa konur í aðhlutverkum (Rey í The Force Awakens, Jyn í Rogue One, Idiena í Battlefront EA II leiknum) að sumum þykir jafnvel nóg um, á meðan aðrir og þá sérstaklega konur fagna þessari byltingu.

The Forces of destiny (Máttur örlagana) sem var fyrst kynnt á Star Wars hátíðinni og er frá þeim sömu og gerðu Rebels, tekur femínusku byltinguna enn lengra en þar eru helstu kvenhetjur Star Wars í aðahlutverki, Rey, Jyn, Ashoka, Leia, Sabine, Maz, en hver þáttur er ekki nema þrjá mínútur að lengd, svokallað lítið ævintýri þar sem er sýnt hvað litlar ákvarðanir skipta miklu máli fyrir stóru myndina og stelpurnar að taka til eftir strákana…það er vesenið sem þeir hafa búið til…(þó að konur eigi líka sinn þátt í því að búa það til…! ;))

Þættirnir verða sextán talsins og sýndir á Disney youtube rásinni í júlí, auk þess að það verða tveir auka þættir í haust. Það verður spennandi að sjá þá sem ættu að hjálpa manni að gera biðina eftir The Last Jedi bærilegri.

Að sjálfsögðu fylgir flott leikfangalína með þáttaröðinni og það er einmitt gert til þess að stemma stigu við þeirri gagnrýni að það vanti Star Wars dót fyrir stelpur, með stelpum. Til að mynda vantaði mikið af Rey dóti eftir The Force Awakens, sem var frekar mikið hneyksli, þar sem hún var aðalhlutverkið en þeir hafa heldur betur bætt úr því.

Persónulega er ég ánægð með þessa þróun að bæta við stelpum og hafa þær meira áberandi, svo lengi sem að strákanir munu ekki gleymast sem virðist ekki ekki vera raunin, með Svarthöfða myndasögunni, Poe Dameron myndasögunni, Han Solo myndinni og svo er bara spurning hver næsta hliðarmynd verður eftir hana, Obi Wan eða Boba Fett eða eitthvað allt, allt annað? Það verður vonandi tilkynnt í júlí á Disney hátíðinni.

Uppfært – Hér er hægt að sjá alla þættina í heild sinni en þeir eru átta talsins (ætli þessu verði ekki skipt í tvær þáttaraðir þar sem upprunalega var talað um sextán…)