The Last Jedi: Lego veggspjöld

Ný styttist óðfluga í Force Friday (sem er í ár, 1.september), en það er dagurinn sem að nýju Star Wars leikföngin detta í búðirnar, þó að vísu hafa sumar verslanir tekið forskot á sæluna og fólk er því strax farið að greina í öreindir hvort að hér sé um að ræða einhverja spilla fyrir myndina.

Lego er að sjálfsögðu í fararbroddi þegar kemur að Star Wars leikföngum ásamt Hasbro og því má hér sjá þeirra grínútgáfur af persónu veggspjöldunum sem voru gefin út á D23, enda er Lego þekkt fyrir að gera góðlátlegt grín að Star Wars eins og í leikjum sínum, þáttum og myndum.

 

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar eru fyrir löngu orðin klassísks og þau fengið okkur til að dreyma um annan heim endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. En hverjir eru að baki sumra af þessum plakötum sem við höfum séð.

A New Hope
Style „A“ 1977


Eitt þekktasta er af Luke með geislasverð á lofti og Leiu við hlið hans með geislabyssu. Þetta plakat er eftir Tom Jung og margir muna eftir því þegar þeir sáu það fyrst og hvaða áhrif myndin hafði á þá. Plaköt byggja upp ákveðna ímynd fyrir myndirnar og eru mikilvægur þáttur í kynningu þeirra.

A New Hope
Style „C“ 1977

Hérna eru þau öll í forgrunni Luke, Leia og Han.Þetta plakat er eftir Tom Chantrell og átti það að byggja upp ímynd sem tengdist persónum myndarinnar að nota vélbúnaðinn. Plakatið átti að sýna að Star Wars var um fólk, en ekki vélbúnaðinn sjálfan sem er í bakgrunninum.

A New Hope
Advance Teaser Style „B“ 1977

A New Hope
Mylar Advance 1976

Sum þeirra nota einfaldlega texta til að kynna myndirnar eins og þessi tvö plaköt.Þau voru hönnuð af Dane, Doyle og Burnbach.Neðra plakatið var það fyrsta sem var búið til fyrir Star Wars. Star Wars logoið er með W sem margir kannast ekki við og er ekki eins og er í lógoinu sem er í dag.

Empire Strikes Back
Style „A“ 1980

Þetta plakat sem gert var fyrir Empire Strikes Back er eftir Roger Kastels. Sagan segir að Billy Dee Williams hafi verið óánægður með það vegna þess að Lando er ekki í því. Það er stundum kallað Gone with the Wind stíllinn af því að það líkist svo plakati fyrir þá mynd.

Empire Strikes Back
Style „B“ 1980

Í Empire Strikes Back er það Veldið sem er í fullu hlutverki og það sést vel þegar plakatið er skoðað. Svarthöfði gnæfir yfir alla og Stormsveitarmenn Veldisins ganga í hvítum brynjum sínum fyrir neðan. Þetta plakat var búið til af Tom Jung fyrir eina af eftirminnilegustu Star Wars myndunum um átökin milli góðs og ills.

Return of the Jedi
Style „A“ 1983

Þetta plakat er vel þekkt fyrir Return of the Jedi og er teiknað af Tim Reamer. Um liststjórnun og hönnun sá Paykos Phior. Plakatið er af hönd Luke haldandi á geislasverði.

Return of the Jedi
Style „B“ 1983


Return of the Jedi plakatið var teiknað af Kozuhiko Sano. Það var Christopher Werner sem sá um hönnunina og uppsetningu.

Revenge of the Jedi
1982

Return of the Jedi átti upphaflega að heita Revenge of the Jedi og þetta plakat sýnir það. Plakatið var búið til í desember 1982. George Lucas breytti titlinum, vegna þess að honum fannst það ganga gegn því sem Jedarnir standa fyrir.

Þetta plakat er mjög vinsælt hjá söfnurum og var aðeins gefið út í 6800 eintökum sem fóru til meðlima aðdáendaklúbba fyrir 9.50$ á þeim tíma og eflaust orðin meira virði í dag. Bill Pate sá um listræna stjórnun og hönnun á plakatinu. Drew Struzan sá um að teikna plakatið og er einna þekktastur af þeim sem hafa teiknað plaköt fyrir Star Wars myndirnar.