Útgáfudagur Battlefront II

Útgáfudagur Battlefront II er 17.nóvember og kemur leikurinn á Pc,Playstation 4 og XboxONE. Í leiknum getur þú spilað margar af þeim persónum sem við þekkjum úr myndunum. Persónur eins og Luke Skywalker, Darth Vader, Rey, Kylo Ren, Chewbacca og fleiri.

Eins og komið hefur fram í þeim Youtube myndböndum sem eru hérna á vefnum, þá spilar þú Iden Versio í söguhluta leiksins. Hún er leiðtogi Inferno Squad sem er sérsveit Veldisins. Í leiknum þá fær spilarinn að spila frá sjónarhóli Veldisins.

Dagskráin fyrir D23 (Star Wars hlutinn) um helgina.

Við fáum að sjá sýnishorn eða myndband frá The Last Jedi en það verður víst eitthvað „mjög áhugavert.“

Föstudagur: Sérstök athöfn þar sem Carri Fisher heitin og Mark Hamill fá viðurkenningu sem Disney stjörnur.

Laugardagur: Panel fyrir Disney myndirnar, þar á meðal, The Last Jedi, Han Solo og hvaða Star Wars myndir eru framundan.

Auk þess verður á laugardaginn bein útsending frá viðburðinum: Level Up! Sem fjallar um Disney leikina. Þar verður sýnt mynd frá gerð leiksins og meira um „campaign mode“ í Star Wars EA battlefront II.

Það verður einungis hluti af ráðstefnunni sendur út á netinu þannig að helstu fréttir verða birtar á samfélagsmiðlunum frá þeim sem eru áhorfendur. Við fylgjumst auðvitað vel með því og vonum að myndbandið frá The Last Jedi verði á youtube.

Í Star Wars þættinum var sýnt nýtt veggspjald fyrir Battlefront EA II.

Fleiri upplýsingar er að vinna í Star Wars þættinum.

Nú er bara að bíða eftir helginni…;)