Star Wars youtubeþættirnir

Star Wars þátturinn (The Star Wars show) eru 7 mínútna vikulegir þættir með það nýjasta í Star Wars heiminum en höfuðstöðvar þeirra eru í Skywalker ranch, sem þýðir að þeir hafa beinan aðgang að öllu.

Vísindi og Star Wars (Science and Star Wars) er frá þeim sömu og gera Star Wars þáttinn, vikulegir 5 mínútna þættir en þar farið með vísindamönnum í hvernig hægt er að gera ýmsa hluti úr Star Wars í raunveruleikanum. Nú þegar hafa þeir reynt að búa til geislasverð með góðum árangri, prófa cribonite (eða það sem kemst næst því), búa til land speeder og svo margt, margt fleira.