John Favrau mun framleiða og skrifa Star Wars sjónvarpsþáttaröð

Helstu myndir John Favrau eru eftirtaldar:

  • Cowboys and Aliens
  • Elf
  • Iron Man
  • Iron Man 2
  • The Jungle Book (2016)
  • The Jungle Book II
  • The Lion King (2019)
  • Made

John sem einnig er leikari, er langt frá því ókunnugur Star Wars heiminum, þar sem ekki einungis hefur hann verið aðdáandi síðan hann var ellefu ára heldur hefur hann að auki talsett persónuna Pre Vizla í Clone War og mun einnig fara með lítið hlutverk í Han Solo myndinni.

Að svo stöddu er ekkert vitað um söguþráð tilvonandi þáttaraðar, sem er væntanleg 2019 á nýju streymisveitu Disney, en hér má lesa nánar um tilkynninguna á starwars.com.

 

Star Wars youtubeþættirnir

Star Wars þátturinn (The Star Wars show) eru 7 mínútna vikulegir þættir með það nýjasta í Star Wars heiminum en höfuðstöðvar þeirra eru í Skywalker ranch, sem þýðir að þeir hafa beinan aðgang að öllu.

Vísindi og Star Wars (Science and Star Wars) er frá þeim sömu og gera Star Wars þáttinn, vikulegir 5 mínútna þættir en þar farið með vísindamönnum í hvernig hægt er að gera ýmsa hluti úr Star Wars í raunveruleikanum. Nú þegar hafa þeir reynt að búa til geislasverð með góðum árangri, prófa cribonite (eða það sem kemst næst því), búa til land speeder og svo margt, margt fleira.