Tónlistin í Galaxy´s Edge

Við þekkjum flest tónlist John Williams úr myndunum og hann mun sjá um að gera tónlistina fyrir skemmtigarð Disney Galaxy´s Edge. Hann mun sjá um tónlistina ásamt Michael Giacchino sem bjó til tónlistina í Rogue One: A Star Wars Story. Þeir hafa unnið áður saman við þrívíddar skemmtiferðina Star Tours sem er í skemmtigörðum Disney. Þar er að finna tónlist Williams í skemmtiferðinni sjálfri og tónlist Giacchino áður en ferðin hefst.

Galaxy´s Edge kemur næsta sumar

Nú eru 10 mánuðir þangað til að Galaxy´s Edge opnar, en það er skemmtigarðurinn fyrir Star Wars í Disney. Við höfum fjallað aðeins um Skemmtigarðinn áður og nú fer að styttast í opnun hans. Margir aðdáendur eru eflaust orðnir spenntir, enda margt spennandi í garðinum.

Í skemmtigarðinum verður Oga Cantina að finna. Þar verður hægt að fá drykki tengdta Star Wars og hlusta á tónlist DJ RX24 eða kafteins Rex. Vélmenninu sem var ýtt úr upprunalega Star Tours.

Leikaratilkynning fyrir episode 9! (Uppfært!)

Mark Hamill snýr aftur sem Luke Skywalker, Carrie Fisher heitin fær að vera með sem Leia Organa, þökk sé áður óséðu efni úr The Force Awakens. Anthony Daniels er enn á sínum stað sem Threepio og Joonas Suomato heldur áfram sem hinn nýi Chewbacca (The Force Awakens, The Last Jedi og Solo).  

Nýjir sem bætast við eru Billy Dee Williams sem Lando Calrissian úr upprunalegu trílógunni (og líka, sem ungur, í Solo) og Naomi Ackie, Richard E. Grant og Keri Russel, en óvitað er hvað þau munu leika en við látum vita um leið og við vitum meira.

Svo eru að sjálfsögðu hetjurnar okkar og andstæðingar úr The Force Awakens og The Last Jedi enn til staðar; Daisy Ridley (Rey), Adam Driver (Kylo Ren/Ben Solo), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (Armitage Hux), Kelly Marie Tran (Rose Tran) og Billie Lourd (Kaydel Connix).