Lucasfilm selt til Disney

Margir muna eflaust eftir að George Lucas hafi gefið út þá tilkynningu að gera ekki fleiri Star Wars kvikmyndir. Það er rétt, en nú hefur George Lucas ákveðið að selja Lucasfilm til Disney fyrir 4.05 milljarða dollara, eða um 571 milljarð íslenskra króna. Episode VII mun líta dagsins ljós árið 2015 og mun Músin nú taka við kyndlinum af Lucasi. Í kaupunum fylgja Lucasarts, Skywalker Sound og ILM brellufyrirtækið.

Walt Disney fyrirtækið er framleiðslufyrirtæki og hefur þegar eignast Pixar og Marvel.Það er þekkt fyrir að gefa út fjölskylduvænar myndir. Margir aðdáendur velta því eflaust fyrir sér hvernig næstu þrjár myndir munu verða og hvort við munum sjá Han Solo, eða Luke Skywalker í Episode VII-IX. Í ljósi vinsælda Avengers sem var sýnd í kvikmyndahúsum fyrr á árinu, þá er ekki við litlu að búast.

Músin tekur við kyndlinum