Leikaraprufur fyrir Episode VII

Í Bandaríkjunum, Bretlandi og Ástralíu eru núna leikaraprufur þar sem leitað er eftir leikurum fyrir nýju myndina. Leitað er eftir leikara á fertugsaldri til að leika herforingja og að leikkonu á aldrinum 17-18 sem er sjálfstæð og sterk. Einnig er leitað að leikara sem á að vera „sterkbyggð“ persóna á aldrinum 19-23 og með persónutöfra.

Í þessu vídeo er fjallað frekar um persónurnar í nýju Star Wars myndinni.