Star Wars Episode VII leikaralisti birtur

star-wars-episode-7-cast-announce

Á dögunum var birtur listinn yfir leikara sem leika í Episode VII, eftir miklar vangaveltur netmiðla um hverjir leika í nýju kvikmyndinni. Eins og í fyrri kvikmyndunum þá munu Harrison Ford, Carrie Fisher, Mark Hamill, Peter Mayhew, Anthony Daniels og Kenny Baker leika í myndinni.

Nýjir leikarar sem munu leika í myndinni og áður hefur verið minnst á einn þeirra, eða Adam Driver sem mun leika illmennið í nýju myndinni. Aðrir leikara sem ekki hefur verið minnst á eru John Boyega, Daisy Ridley, Oscar Isaac, Andy Serkis, Domhnall Gleeson og Max von Sydow.

Á myndinni fyrir ofan sitja leikarar og leikstjóri ásamt handritshöfundum og framleiðendum myndarinnar á lesfundi fyrir myndina í Pinewood Studios í Bretlandi. Leikstjóri myndarinnar er J.J.Abrams og handritið á myndinni er unnið af þeim J.J.Abrams og Lawrence Kasdan.Framleiðendur myndarinnar eru Kathleen Kennedy, J.J.Abrams og Bryan Burk. John Williams mun semja tónlistina fyrir myndina eins og fyrir fyrri myndir. Tökur á myndinni eiga að hefjast eftir tvær vikur.