Star Wars myndir sem standa einar

Disney ætlar að gera þrjár myndir sem eru sögur um uppruna Boba Fett, Han Solo og Yoda. Fyrsta myndin gæti verið um Boba Fett og er henni leikstýrt af Gareth Edwards sem hefur leikstýrt myndum á borð við Monster og Godzilla. Gary Whitta skrifar handritið og hefur hann skrifað handritið fyrir myndir eins og The Book of Eli. Myndin mun koma í kvikmyndahús 16. Desember 2016.

Önnur myndin sem verður gerð er leikstýrt af Josh Trank og mun koma í kvikmyndahús árið 2018. Josh Trank hefur gert myndir eins og The Chronicle og er að leikstýra The Fantastic Four. Ekki er kominn leikstjóri fyrir þriðju myndina.