Styttist í að tökur enda

Nýtt ILM stúdió var opnað í London á miðvikudaginn. Þeir sem þekkja til ILM, eða Industrial Light and Magic, vita að sjónbrellumeistararnir sjá um brellur fyrir Star Wars myndirnar og margar aðrar myndir.
Í opnunarathöfninni var forseti Lucasfilm Kathleen Kennedy sem upplýsti að það væru aðeins þrjár vikur eftir af tökum fyrir Episode VII.