Star Wars Celebration

Star Wars Celebration er hátíð sem haldin er 16-19. Apríl í Anaheim í Bandaríkjunum. Gestalistinn sem verður á hátíðinni er nokkuð stór og eitthvað af stóru nöfnunum sem verður á hátíðinni hefur verið birtur. Eitt er víst að Mark Hamill sem lék Luke Skywalker í fyrsta þríleiknum og leikur í Star Wars:The Force Awakens mun verða þar. Mark Hamill hefur verið á síðustu þremur Celebration hátíðum sem haldnar hafa verið. Á hátíðinni hitta aðdáendur myndanna marga af þeim leikurum sem leika í myndunum og fá eiginhandaráritanir hjá þeim í Celebration Autograph Hall.

Leikarar úr Star Wars myndunum sem verða á hátíðinni eru Jeremy Bulloch(Boba Fett í Empire Strikes Back og Return of the Jedi), Peter Mayhew (Chewbacca í Star Wars myndunum), Ray Park(Darth Maul í Phantom Menace),Amy Allen (Aayla Secura í Attack of the Clones og Revenge of the Sith), Dickey Beer(áhættuleikatriði og persónur í Return of The Jedi), Anthony Forrest(Mos Eisley sandtrooper í A New Hope), Daniel Logan (Lék ungan Boba Fett í Attack of the Clones), Tim Rose (Admiral Ackbar í Return of the Jedi), Orli Shoshan (Jedi Master Shaak Ti í Attack of the Clones), Felix Silla (Svif-fluguhangandi Ewok í Return Of the Jedi), Matthew Wood (Rödd General Grievous í Revenge of the Sith.)

Á hátíðinni verður einnig 3D forsýning á Revenge of The Sith. Til þess að gera forsýninguna sem minnistæðasta þá mun RealD vinna saman með Lucasfilm á sérstakan minjagrip í formi 3D gleraugu sem munu vera ókeypis fyrir alla þá sem fara á sýningu myndarinar.