May the 4th be with you

Í dag er hinn Alþjóðlegi Star Wars Dagur og segja margir „May the Force be with you“ í tilefni af því. Hugmyndin fyrir Star Wars daginn er ekki kominn frá Lucasfilm, heldur frá aðdáendum myndanna. Tilvitnunin „May the 4th be with you“ var fyrst notuð þegar Margret Thatcher vann kosningarnar í Bretlandi og var hún fyrsta konan sem varð forsætisráðherra.

Til þess að halda upp á sigurinn þá gerði flokkurinn hennar hálfrar síðu auglýsingu í the London Evening News. Á síðunni var tilvitnunin „May the Fourth Be With You, Maggie. Congratulations,“ í tilefni að dagurinn sem hún vann var fjórði maí.Með tilkomu Internetsins þá gátu Star Wars aðdáendur víða um heim tengst netinu og hvor öðrum.

May the 4th varð að hefð á hverju ári, þar sem aðdáendur héltu upp á daginn með „Star Wars Degi“. Þannig hefur dagurinn fengið tengitáknið #StarWarsDay sem notað er á samfélagsmiðlum og breiðir út hvað er að gerast á deginum og sýnir hvað aðdáendur eru að gera.Allar Star Wars kvikmyndirnar hafa verið frumsýndar í maí og var sú fysta sýnd 25 maí,1977.
.