The Force Awakens tilnefnd til Óskarsverðlauna

Tilnefningar til Óskarsverðlauna voru birtar í dag. The Force Awakens hlaut 5 tilnefningar í eftirfarandi flokkum.

Klipping – Maryann Brandon og Marty Jo Markey
Frumsamin tónlist – John Williams
Sjónrænar tæknibrellur – Roger Guyett, Patrick Tubach, Neal Scanlan, og Chris Corbould
Hljóðklipping – Matthew Wood og David Acord
Hljóðblöndun – Andy Nelson, Christopher Scarabosio, og Stuart Wilson

Þetta eru flestar tilnefningar sem Star Wars mynd hefur fengið síðan fyrsta Star Wars myndin kom árið 1977, enn hún fékk 10 tilnefningar og vann sex Óskarsverðlaun.

The Force Awakens frumsýnd í Kína

The Force Awakens heldur áfram að vinna sig upp tekjulistann og er komin í yfir 800 milljón dollara í Bandaríkjunum. Á heimsvísu er hún með 1,7 milljarða í tekjur og er í þriðja sæti yfir efstu myndir.

Myndin var forsýnd um helgina í Kína og var með 53 milljón dollara í tekjur. Tvær nýjar myndir komu inn á topp tíu listann yfir tekjuhæstu myndir fyrir helgina. Myndin Revenant með Leonardo Dicaprio var í öðru sæti og myndin The Forest var í fjórða sæti.

The Force Awakens tekjuhæsta myndin

The Force Awakens nálgast nú efsta sætið yfir tekjuhæstu myndirnar í Bandaríkjunum og er aðeins 20 milljón dollara frá því. Myndin hefur halað inn 740.2 milljónum á 17 dögum og er sú fljótasta til að ná 700 milljón dollara markinu.Í efsta sætinu situr myndin Avatar með 760,3 milljón dollara, en það er líklegt að The Force Awakens gæti stolið sætinu á þriðjudaginn.Þá verður hún tekjuhæsta myndin í Bandaríkjunum. Myndin situr í sjötta sæti yfir tekjuhæstu myndirnar í heiminum með 1,5 milljarða dollara.