The Force Awakens kemur út á mynddiski

The Force Awakens gekk vel í kvikmyndahúsum og hefur halað inn yfir 2.063 milljarða dollara. Hún er í þriðja sæti yfir þær myndir sem hafa halað inn mestum tekjum á heimsvísu. Nú styttist í að myndin komi á markað fyrir mynddiska.

Myndin mun koma þann 18. Apríl á Blu-ray og Dvd og er hún þegar komin efst á lista hjá mörgum netverslunum sem hafa tekið við forpöntunum fyrir myndina. Það er því ljóst að Star Wars aðdáendur geta horft á myndina aftur og þeir sem eiga enn eftir að sjá myndina geta horft á hana í fyrsta sinn.