Carrie Fisher látin

leia
Carrie Fisher er látin, 60 ára að aldri. Flest þekkjum við hana sem Lilju Prinsessu, eða Princess Leia. Hún hafði nýlokið við tökur á Episode 8 og var á leiðinni til Los Angeles í flugvél þegar hún fékk hjartaáfall. Þetta gerðist á Þorláksmessu og lág hún á sjúkrahúsi um helgina. Hún hafði verið að kynna bók sína The Princess Diarist.

Fyrsta helgin hjá Rogue One

Rogueoneanthology
Nú er liðin fyrsta helgin sem Rogue One var í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum og víða um heim. Myndinni gekk vel og var hún í fyrsta sæti með 290 milljón dollara í heildartekjur.

Í Bandaríkjunum var myndin með 155 milljón dollara í tekjur. Myndin fór fram úr væntingum Disney og verður spennandi að sjá hvernig hinum sjálfstæðu Star Wars myndum á eftir að ganga í framtíðinni. Tvær aðrar myndir munu verða gerðar og er önnur þeirra um Han Solo.