Titlinn á 8 og Rogue One óskarsverðlaunatilnefningar

Það hefur heldur betur borið til tíðinda í Star Wars heiminum. Fyrst ber að nefna að Episode 8 hefur loksins hlotið nafn og mun hún bera nafnið „The last Jedi“ en hér eru fleiri fréttir og upplýsingar að finna um „The Last Jedi.“

Nú hafa verið tilkynntar óskarsverðlaunatilnefningar og er Rogue One þar á meðal, með tvær tilnefningar hljóð-og tæknibrellur.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Star Wars mynd er tilnefnd og hafa þær meira að segja unnið Óskar. Episode V: The Empire Strikes Back vann á sínum tíma fyrir hljóðbrellur en Episode VI: A New Hope hefur unnið langflesta Óskara og fengið langaflestar tilnefningar af myndunum en hún fékk verðlaun fyrir klippingu, tæknibrellur, búninga, list leikstjórn (art direction),  leikmynd og fékk Ben Burt auk þess sérstök verðlaun (special achievement adward) fyrir geimverur og vélmennaraddir sínar.

Episode VI: The Return of The Jedi, fékk fjórar tilnefningarnar, list leikstjórn, hljóð, tæknibrellur og hljóðbrellur. Hún vann engann Óskar en fékk sérstök verðlaun fyrir tæknibrellur. Forsögurnar Episode I-III fengu eina til þrjár tilnefningar um sig en unnu ekkert.

Sjá nánar hér um óskarana (allar myndirnar sex).

Force Awakens var tilnefnd á sínum tíma fyrir klippingu, hljóðklippingu, hljóðbrellur, tæknibrellur og tónlist (John Williams). Hún vann engann Óskar en vann hins vegar Bafta og Saturn verðlaun en Star Wars myndirnar unnu töluvert af öðrum verðlaunum, enda er Óskarinn ekki beint þekktur fyrir að vilja mikið vísindaskáldskáp eða fantasíur. Engu að síður er alltaf gaman að sjá Star Wars mynd fá þannig tilnefningu.

Það verður spennandi að sjá hvort að Rogue One hljóti Óskar en jafnvel þótt hún vinni ekkert mun hún vinna annars staðar en hún hefur þegar hlotið fullt af tilnefningum og einhver verðlaun, sjá nánar.

 

Bardaginn um Yavin

Bardaginn um Yavin, er einn þekktasti bardaginn í Star Wars, þar sem eitt öflugasta vopn Veldisins, Dauðastjarnan mætti fyrir hinum huguðu Uppreisnarmönnum.

Bækistöð Uppreisnarmanna var staðsett á plánetunni Yavin og tókst Veldinu að finna hana eftir að þeir höfðu komið fyrir staðsetningartæki í geimflaug Han Solo, The Millennium Falcon.


Í bækistöðinni tekst Uppreisnarmönnum að finna galla í hönnun Dauðastjörnunar á teikningum sem stolið hafði verið frá Veldinu og geymdar í vélmenninu R2-D2. Gallinn var í formi 2 metra útblástursops, sem hægt væri að nota til þess að ráðast á kjarna hennar.

Uppreisnarmenn skipulögðu hugaða árás á Dauðastjörnuna þegar hún kom inn í sólkerfið. Flaugar þeirra voru vopnaðar með hefðbundnum geimvopnum og Proton torpedoes sem nota átti til þess að ná mið á kjarna Dauðastjörnunar.


Til þess að ná miði á kjarnanum þurfti að fljúga eftir löngum göngum sem voru vel varðar með geislavopnum, auk þess þurftu flugmennirnir að takast á við TIE flaugar Veldisins og sjálfan Svarthöfða. Í fyrstu árásinni tekst einni af þremur X-Wings að ná miði á kjarnann, en Proton Torpedo lendir utan við útblástursopið.

Í annari tilraun reynir á mátt Luke Skywalker sem slekkur á miðunartölvu sinni þegar hann flýgur eftir göngunum. Rödd Obi-Wan leiðbeinir honum í gegnum Máttinn að treysta tilfinningum sínum. Þegar flugmenn Veldisins eru að ná miði á Luke, þá er ein flaug þess tekin út með geislaskoti sem kemur frá Millennium Falcon sem flýgur í árekstrarstefnu við þær.


Annar flugmaðurinn missir stjórn á flaug sinni og lendir hún á flaug Svarthöfða sem missir stjórn á flaug sinni, sem flýgur út í geiminn.Þá tekst Luke að nota Máttinn til þess að stjórna tveimur flugskeytum inn í útblástursopið og að kjarna Dauðastjörnunar og tekst svo ásamt Millennium Falcon og öðrum uppreisnarmönnum að komast undan við tortímingu hennar.

Episode I: The Phantom Menace

Tveir Jeda riddarar sleppa úr fjandsamlegri herkví og finna bandamenn sem leiða þá á slóðir ungs stráks sem gæti komið jafnvægi á máttinn, en Sith sem lengi hafa legið í dvala birtast á nýjan leik til að endurheimta forna frægð.

Lausleg þýðing á plot summary af imdb.com


Skuggaváin eða The Phantom Menace nefnist myndin sem sýnir upphaf Star Wars myndanna. Margir höfðu beðið með öndina í hálsinum eftir myndinni sem átti að sýna upphafið af myndunum sem svo margir höfðu séð í fyrstu myndunum (Episode IV-VI) tveimur áratugum áður.

Spurningar höfðu vaknað hjá mörgum um hver Anakin Skywalker var og hvernig hann hefði orðið að Svarthöfða?
Myndin segir frá bernsku Anakins, eða Ani eins og hann er kallaður í myndinni.
Strákur sem tekinn er frá móður sinni til að þjálfa sem Jedi vegna spádóms um að hann sé sá sem muni koma jafnvægi á máttinn.


Sjálfur hafði ég miklar væntingar til myndarinnar eins og Star Wars aðdáendur víða um heim og það hefur örugglega verið erfitt fyrir George Lucas að þurfa standa undir þeim væntingum. Því urðu margir aðdáendur fyrir vonbrigðum með myndina og fannst hún ekki standa undir væntingum.

Jar Jar Binks var ein persóna í myndinni sem margir aðdáendur voru ekki ánægðir með og fannst barnvæna myndina einum of mikið. George Lucas gerði það sama í Return Of the Jedi (Episode VI) með Ewoks bangsana. Myndin átti að höfða til yngri áhorfenda.


Yngsti áhorfendahópurinn tók því ástfóstri við myndina enda margt í henni sem höfðar til hans. Hlutir eins og Pod Racing. Myndin gekk vel í miðasölu og var með 924 milljón dollara í tekjur á heimsvísu þegar hún kom út 1999.

Episode IV byrjar í miðjum kafla og segja margir að það hafi verið góð hugmynd, vegna þess að þá vakni hjá mörgum spurningar um hvað gerðist áður.
George Lucas segir að tækniþróunin hafi ekki verið orðin nógu góð til að kvikmynda upphafið. Hann hafi þurft að byrja í miðri sögu. Sú uppskrift skilaði sér vel þar sem Episode IV skilaði inn 786 milljón dollurum í tekjur.

Það var árið 1999 sem tækniþróunin í kvikmyndum var orðin nógu góð að Geoge Lucas gat hafið vinnuna við nýju myndirnar.Það má sjá glöggt í myndinni að tæknibrellurnar hafa tekið stórstígum framförum frá því sem áður var mögulegt.


Hvað er það sem allar tæknibrellurnar gátu ekki gert 20 árum áður ? Það sem tæknibrellurnar gátu ekki 20 árum áður eru stafrænar persónur sem eru eðlilegar og líkjast fólki. Þegar fyrsta Jurassic Park myndin var gerð 1993, þá voru risaeðlurnar stafrænar og tæknin komin á það stig að George Lucas sá að hann gat byrjað aftur á Star Wars myndunum.

Sagans hans Anakin’s Skywalker og hvernig hann varð að Svarthöfða heldur áfram í Episode II:Attack of the Clones.

Nýjar persónur sem bætast við í myndinni: Anakin Skywalker, Queen Padmé Amidala, Qui-Gon Jinn, Obi-Wan Kenobi,Senator Palpatine,Sith Lord Darth Sidious,Darth Maul, Captain Panaka, Jar Jar Binks, Chancellor Valorum,Viceroy Nute Gunray,Boss Nass

Nýjar plánetur: Naboo, Coruscant

Episode VIII: The Last Jedi (frumsýnd 15.des) – Fréttir

(Fréttin er uppfærð eftir því sem fleiri upplýsingar berast og er aðgengileg undir Fréttir – myndir í vinnslu – saga myndirnar – Episode VIII: The Last Jedi)

Nýjasta sýnishornið! Myndin er forsýnd hérna 13.desember!

Almennar upplýsingar

Á D23 (15.apríl 2017) fengum við að sjá „að tjaldabaki myndband,“ persónuveggspjöld auk þess sem við fengum samantekt á söguþræðinum (synopsis).

„In Lucasfilm’s Star Wars: The Last Jedi, the Skywalker saga continues as the heroes of The Force Awakens join the galactic legends in an epic adventure that unlocks age-old mysteries of the Force and shocking revelations of the past.“

Á Star Wars celebration (13-16.april 2017) fengum við loks að líta augum á „teaser trailerinn“ og „teaser“ veggspjald. Von er á öðrum trailer seinna og veggspjaldi, þegar nær dregur sýningu.

ORLANDO, FL – APRIL 14: Mark Hamill, Kelly Marie Tran, John Boyega, Daisy Ridley, Rian Johnson, Kathleen Kennedy and Josh Gad attend the STAR WARS: THE LAST JEDI PANEL during the 2017 STAR WARS CELEBRATION at Orange County Convention Center on April 14, 2017 in Orlando, Florida. (Photo by Gerardo Mora/Getty Images for Disney) *** Local Caption *** Mark Hamill;Kelly Marie Tran;John Boyega;Daisy Ridley;Rian Johnson;Kathleen Kennedy;Josh Gad

 

 

Myndin verður sýnd 15.des 2017 og hefur hlotið nafnið The Last Jedi (sem skv. erlendum titlum er í fleirtölu – uppfært – Leikstjórinn hefur sjálfur sagt að titilinn sé í eintölu og eigi við engann annan en Luke sjálfan og má sjá vísbendingar í teasernum af hverju það er.)

Hún mun hefjast frá nákvæmlega sama stað og Episode 7, Force Awakens (Mátturinn Vaknar) endaði, á Jedi eyjunni Ahch-To, þegar Rey hittir Jedi meistarann Luke Skywalker (Logi Geimgengill). Engu að síður verður opnunartexti í byrjun myndarinnar sem fer í hvað er búið að vera í gangi hjá hinum persónunum.

Leikstjórinn er Rian Johnson (Looper) og helstu leikarar eru þeir sömu og voru í Episode 7 (Daisy Ridley, Adam Driver, John BoyegaOscar Isaac, Carrie Fisher heitin, Mark Hamill osfrv.) plús margir nýjir bætast við, Benicio Del Toro, Laura Dern, Kelly Marie Tran og mögulega Tom Hardy sem stormtrooper (orðrómur, eins og með Daniel Craig sem reyndist vera réttur í Episode 7) ásamt mörgum fleirum.


 

Hver er sagan?

NÝTT! „In Lucasfilm’s Star Wars: The Last Jedi, the Skywalker saga continues as the heroes of The Force Awakens join the galactic legends in an epic adventure that unlocks age-old mysteries of the Force and shocking revelations of the past.“

Gamalt: Það sem hefur verið staðfest um söguþráðinn er að myndin byrjar frá sama andartaki og Episode 7 endaði. Leikstjórinn segjast hafa viljað gera það til að þess kafa dýpra í persónu Rey, hún stendur skyndilega frammi fyrir því að vera með þennan mátt sem hún veit ekkert um og farið verður samband hennar við Luke sem gæti verið föðurlegt enda vantar hana föður en það sem knýr Rey hvað helst áfram er leitin að fjölskyldunni hennar sem skyldi hana eftir á Jakku þegar hún var barn af einhverri ástæðu. Episode 8 mun að einhverju leyti svara hver fjölskylda Rey er en að sama skapi mun hún víst velta upp fleiri spurningum…

Reyndar hefur Daisy Ridley (Rey) haldið því fram að svarið sé nú þegar að finna í Force Awakens og telur ritstjóri, eftir mikla leit sig loks hafa fundið svarið…og ef það rétt reyndist, mun það fela í sér sterka tengingu við gömlu myndirnar (4-6) og Clone Wars og Rebels. Nánar um það síðar en það er til aragrúi af kenningum um hver fjölskylda Rey geti verið.

Því hefur lengi verið haldið fram að Episode 8 mun fylgja í fótspor forvera síns, Episode 7 sem fylgdi náið leiðarstefum Episode IV: A New Hope, með því að fylgja stefunum í Episode V: The Empire Strikes Back og sumir hafa jafnvel haldið því fram að Episode 8, mun verða enn líkari en Force Awakens var A New Hope, með því að hafa álíka tvist og þegar Svarthöfði sagði: „Nei, ég er faðir þinn“.

Þetta er hins vegar einungis orðrómur sem byggir að mestu leyti á handriti að myndinni sem átti að hafa verið lekið en eftir því sem fleiri fréttir berast að myndinni, því ólíklegra þykir að þetta handrit sé það rétta (enda mjög ólíklegt að það sé svona auðvelt að leka handriti að viðlíka stórmynd).


Það verða hins vegar einhver líkindi með The Empire strikes back, myndin er numer 2 i trilogunni, The First Order er i hefndarhug eins og Keisaraveldið var eftir New Hope og þeir ætla sko ekki að setja auðum höndum heldur gera strax atlögu, nu þegar að alheimurinn hefur misst þingið eftir að þeir sprengdu það i loft upp i Force Awakens (það er hins vegar enginn önnur Starkillerbase).

Auk þess segist Johnson kafa dýpra í allar persónurnar, sérstaklega nýja hetju þríeykið, Rey, Finn og Poe og skoða hvað er það versta sem gæti komið fyrir þær og láta þær verða fyrir því…sem er það sama og gerðist í Empire og er rökrétt næsta skref í trilogunni. 

 

Aumingja Luke er líka í tilvistarkreppu og eflaust má rekja titlinn, The Last Jedi til þess en lokin a stiklunni segir hann: „The Jedi must end.“

Adam Driver (Kylo Ren) sagði í viðtali að þema myndarinnar væri mennskan (humanity) og aðspurður hvort að Kylo myndi lifa af myndina svaraði hann:“Define living.“ (Skilgreindu hvað það er að lifa)

Myndin verður því afar myrk og er öll stiklan mest í rauðu og svörtu. Spurning er bara hversu myrk…(innskot frá ritstjóra:,,og ég get ekki beðið eftir að sjá hana!!!“)

 

 

Hvað tekur við eftir óvænt fráfall Carrie Fisher (Leia prinsessa)?

  • Það var lengi í gangi orðrómur um að Lucasfilm væri í samræðum við Fisher Foundation um að nota sömu tölvutækni og hafði verið notuð í Rogue One til að “endurlífga” Peter Cushing í hlutverk Grand Moff Tarkin og hafa yngri útgáfu af Leiu, til að halda Leiu Organa inn í sögunni (Episode 8 og 9), þrátt fyrir ótímabært andlát Carrie Fisher.
  • Það reyndist vera fölsk frétt, þar sem Lucasfilm vill halda minningu Fisher í heiðri en það sem rétt, er það gæti verið að þurfa klippa út einhver atriði með henni í Episode 8 en Leia átti að vera mikilvæg persóna í Episode 9 og fá töluvert stærra hlutverk.
  • Gefin hafa verið upp, tvö mikilvæg atriði hennar sem er ekki vitað hvort hafi átt að vera í Episode 8 eða 9, annars vegnar endurfundir hennar við bróður sinn, Luke Skywalker og hins vegar við son sinn, Ben Solo/Kylo Ren.
  • Leikstjóri episode 9, Colin Trevorrow, stendur frammi fyrir að þurfa endurskrifa handritið mikið í ljósi fráfalls Fisher, sem gerir það að verkum að tafir verða tökum og myndin verður eflaust ekki sýnt fyrr en jólin 2019 en til stóð það yrði í maí (uppfært -engar breytingar hafa verið gerðar á þeirri áætlun). Auk þess mun Episode 8 þurfa að fara í einhverjar “reshoots” í ljósi þessa harmleiks.
  • Uppfært – Atriðum Leiu (Carrie) verður haldið óbreyttum í Last Jedi en hins vegar verður ekkert með henni í lokamynd þríleiksins (7-9).

  • Helsta spurning er hvernig þeir loka sögu Leiu en handritið að 9 er nú fullklárað og stefnt að tökum í vor.  Sjá fréttina um Episode 9.

Áframhaldandi tenging við Clone Wars og Rebels

Rétt eins og gert var í Rogue One með Saw Gerrera, Hammerhead og meira segja skip aðalpersónanna í Rebels (easteregg), verður haldið áfram að tengja teiknimyndaþáttaraðirnar Rebels og Clonewars við það sem er í gangi í myndunum og því hefur verið staðfest að “cornivores” munu sjást á eyjunni, Ahch-To þar sem Luke hefur haldið sig síðustu árin. En “convorees” líkjast helst fuglum og hafa komið oft í mikilvægum augnablikum í Rebels og þykja tengjast Jedi á einhvern hátt, mögulega geyma þeir minningar þeirra eða eru tengdir við “forceghost” (máttardraugar) á einhvern hátt, sem passar við það sem hefur komið fram um að Anakin Skywalker, Yoda og Obi Wan Kenobi máttardraugarnir munu mögulega koma fyrir í myndinni til að leiðbeina Rey.

 

Bloodline

Bókin gerist sex árum á undan The Force Awakens og fjallar um þegar upp komst að Leia og Luke væru börn Svarthöfða, hræðilegu afleiðingar þess, uppgang the First Order og stofnun andspyrnuhreyfingarinnar.

Það sem er vitað er eftir bókina.

Á þessum tíma hefur the Millennium Falcon verið stolið…

Ben Solo, sem er u.þ.b 24-25 ára þegar þarna er komið við sögu, hefur ekki enn farið til myrku hliðarinnar og því ekki orðinn að hinum alræmda og skapbráða og krúttlega, dark Jedi, Kylo Ren, heldur er hann að ferðast um með frænda sínum og Jedi meistara Luke Skywalker að leita að fornum Jedi helgigripum.
Ben fær að vita sannleikann um afa sinn á sama tíma og alheimurinn í gegnum afsökunar“bréf“ (Holomessage) frá móður sinn og er óvitað er hvernig hann brást við því eða hvort hann yfirhöfuð fékk það…en mögulega er það ástæðan fyrir því að hann fór til myrkru hliðarinnar…eða þá að hann fékk einfaldlega nóg af því að þvælast endalaust með frænda sínum í leit einhverju gömlu Jedi dóti…

(Ímyndað samtal. Ben:“Are we there yet?“ Luke: „For the last time, no! No! Don’t kill your fellow pupils…! I will tell your mom! I’m warning you…!“)

Greinar um bækur

Grein um Legends.

Grein um Catalyst.

Grein um Aftermath.

Grein um Bloodline.

Grein um BB-8 on the run.

Væntanlegar bækur.

Ritstjóri hefur einvörðungu lesið samantektir og wookipedia greinar um „The Expanded Universe“ sem heitir í dag Legends og eru ekki lengur canon eftir Disney keypti Lucas Film. Því eru komnar fullt af nýjum bókum sem brúa bilið og þær eiga eftir að verða fleiri.

Ritstjóri hefur enn sem komið er bara lesið eina af nýju bókunum, Rogue One: Catalyst. Hún gerist á undan myndinni og er mjög áhugaverð þar sem maður fær að kynnast sambandi Galen og Orson betur og hví það var svona mikilvægt að fá Galen til að vinna við „Death Star“. Auk þess fáum við að fylgjast með Jyn, aðalpersónu myndarinnar, fæðast og vaxa úr grasi.

Nú eru allar Aftermath bækurnar komnar út sem brúa bilið á milli The Return of the Jedi og The Force Awakens.

Bloodline gerist sex árum á undan The Force Awakens og einblínir fyrst og fremst á Leiu og af hverju hún stofnaði nýju uppreisnina.

BB-8 on the run (BB-8 á flótta) er myndskreytt barnabók sem gerist í The Force Awakens og sýnir hvað BB-8 var að gera áður en hann hittir Rey, það er svo enn meira hægt að fylgjast með aukaævintýrum þeirra í fyrstu tveimur teiknimyndaþáttunum The Forces of Destiny.

 

 

Rogue One: Catalyst

 

Bókin gerist áður en Jyn Erso, aðalpersóna Rogue One er fædd en hún fæðist í þriðja kafla bókarinnar og fylgist maður meðal annars með henni vaxa úr grasi. Hins vegar fjallar bókin að mestu leyti um föður hennar, Galen Erso og tilraunir Orson Krennic til að fá til að vinna við Death Star og hvers vegna í ósköpununum það var svona mikilvægt að fá Galen til liðs við þá.

Farið er í vináttu þeirra Galen og Orson, sem byggir þó mestu leyti að því að Orson ætlar að nota Galen sér til framdráttar, þar sem hann hugsar um fátt eitt en framann og er mikill tækifærisinni.

Sagan byrjar í miðju „Clonewars“ þannig að Orson er að vinna fyrir „The republic“ sem er ekki orðið að hinu ógnarstóra „The Empire,“  en hann setur það reyndar lítið fyrir sér þegar það breytist í lok stríðsins (um miðbik bókarinnar), þar sem í raun og veru er hann með sömu vinnuveitendurnar. Þetta heitir bara annað.

Auk þess fær maður mikið að kynnast móður Jyn, Lyru Erso sem stendur þétt við bakið á eiginmanni sínum en er auk þess, eins og flest kvenpersónur Star Wars, kvenskörungur eins og við þekkjum úr Íslendingasögunum.

Bókin er skemmtileg en pínu hæg, sérstaklega þar sem farið er rosalega djúpt í hvernig Dauðastyrnið er gert en engu að síður skemmtileg lesning. Litla Jyn er svo alger krúttsprengja en hún fær meira segja sjónarhorn í lok bókarinnar þegar þau eru að flýja á staðinn þar sem Krennic finnur þau í byrjun Rogue One.

 

Áhugaspunar

Fanfiction eða áhugaspunar, er stórskemmtileg leið til að bæta við upplifun manns af meðal annars Star Wars heiminum, ef manni nægir ekki allt aukaefnið (bækur, myndasögur, tölvuleikir osfrv.) sem til er.

Það skemmtilega við áhugaspuna er að þar eru oft skoðaðir möguleikar sem er einfaldlega ekki hægt að gera í „cannon“ efni og sérstaklega eru vinsælir AU (Alternative universes) þar sem mikið af manns ástsælustu persónunum fá að lifa og jafnvel fá hamingjusamt líf eða algerlega á hinn veginn, allt fer til fjandands….

Hérna eru þeir spunar (á ensku) sem ritstjóri mælir með (aðallega AU, Kylo Ren/Ben Solo, Darth Vader/Anakin Skywalker, fjölskyldusögur), auk spunanna sem ritstjóri er sjálfur að skrifa fyrir þá sem hafa áhuga.

En þetta er auðvitað bara smjörþefurinn af því besta sem völ er á í áhugaspunaheiminum, þar sem þetta er bara persónulegur smekkur ritsjóra og meira hugsað til þess að kynna fólk fyrir þessum heimi eða nýjum sögum. Listinn er því langt frá því tæmandi og verður uppfærður…

Spunar (mælt með á fanfiction.net)

Kylo Ren

The Cruel Path Home (drama, AU – enn í gangi)

Eftir að Kylo Ren tapaði fyrir Rey, ákveður hann að fara frá Snoke og finna aðra leið til þess að koma jafnvægi á í alheiminum, með því að hafa samband við Leiu en gallinn er sá að hann er ennþá darkside og því ekki orðinn sonur hennar Ben Solo. Ótrúlega vel skrifuð saga á svo flottu máli sem er enn í gangi.

Hug Therapy (kómedía, kláruð)

Finn endar óvænt á því að detta og faðma Kylo Ren og það kemur í ljós að það er einmitt það sem hinn skapvondi „dark Jedi“ þarf á að halda til að komast í gegnum daginn.. Mjög skemmtilega skrifuð.

Darth Vader/Anakin Skywalker

Rebirth (kómedía-drama, AU – enn í gangi)

Kylo Ren náð að endurlífga afa sinn og þeir hitta Han Solo og Rey…frábær fjölskyldusaga sem er enn í gangi.

A simple twist of fate (drama, AU – kláruð)

Æðisleg fullkláruð saga skáldsögulengd (yfir hundrað stuttir kaflar!) um það hvað ef Darth Vader hefði vitað af Luke og Leiu þegar þau voru tíu ára og Padmé er meira segja á lífi en í felum. Frábærlega vel skrifuð og svo krúttleg en líka angistarfull!

 

Spunar ritstjóra (á ensku – fanfiction.net)

Kylo Ren/Ben Solo (AU)

Ben Awakens (kómedía, AU – enn í gangi)

Snargeggjuð saga þar sem ritsjóri „endurskrifar“ Force Awakens með það í huga að Ben Solo hafi tekið yfir Kylo Ren (en þeir eru sitthvor persónuleikinn í sögunni) með það markmiði að komast aftur til fjölskyldu sinnar. Það er ekki eins auðvelt og Ben hélt og því gengur allt á afturfótunum hjá honum… Komnir 16 kaflar af cirka 30.

Pull to the smallside (drama-kómedía, AU – kláruð en er að vinna í framhaldi)

Sagan er í raun allsherjar therapía fyrir harmræna atriðið í Force Awakens, þar sem ein af manns ástsælustu persónunum úr gömlu myndunum er drepin (Ben Awakens er það í raun líka). Í þessari sögu er hann ekki drepinn heldur í staðinn breytir mátturinn Kylo Ren/Ben Solo í lítinn krakka sem man ekkert hver hann var…

Sagan er 14 kaflar og fer aðeins lengra en Force Awakens endaði.

 

 

 

Rogue One komin yfir 800 milljónir

rogueonebattle
Rogue One er komin með 801.9 milljón dollara í tekjur á heimsvísu. Í Bandaríkjunum er hún með 440.9 milljón í tekjur og á öðrum stöðum í heiminum er hún með 361 milljón dollara. Í Bandaríkjunum er hún í öðru sæti yfir tekjuhæstu myndir fyrir árið 2016, Finding Dory er í fyrsta sæti með 486.3 milljónir. Rogue Oner er svo í sjöunda sæti á heimsvísu fyrir árið 2016.