Rogue One: A Star Wars Story

Myndin er sjálfstæð mynd(Anthology) sem gerist á milli Episode III og Episode IV. Hugmyndina fyrir söguna kom John Knoll með og starfar hann hjá ILM sem er myndbrellufyrirtæki Lucasfilm. Rogue One er nafnið á geimskipinu sem Uppreisnin stal og notaði til að ferja hóp hermanna til plánetunnar Scarif og stela teikningum af Helstirninu sem minnst er á í upphafstextanum á A New Hope. Engir upphafstextar koma í byrun Rogue One sem gæti einkennt sjálfstæðu Star Wars myndirnar.

Þessi hugmynd að gera sjálfstæða mynd nefnist á ensku „spinoff“ og væri hægt að þýða á íslensku sem hliðarmynd. Það eru myndir sem gerast í sama heimi en eru fyrir utan söguþráð myndanna um Skywalker fjölskylduna. Þetta getur verið ein af ástæðunum fyrir að Disney keypti Lucasfilm til að sjá hvað annað er í Star Wars heiminum en aðal sagan. Fyrsta Star Wars hliðarmyndin var gerð fyrir um 40 árum og var fyrir sjónvarp það var árið 1978. Myndin heitir Star Wars Holiday Special. Það voru líka gerðar tvær framhaldsmyndir fyrir vídeó. Caravan of Courage: An Ewok Adventure(1984) heitir fyrri myndin, en framhaldsmyndin heitir Ewoks:The Battle for Endor(1985).


Rogue One: A Star Wars Story er fyrsta sjálfstæða myndin sem Disney gerir og það verða fleiri og er Han Solo: A Star Wars Story (ekki vitað hvort þetta sé endalegur titill) önnur sjálfstæð mynd sem kemur í kvikmyndahús í maí á næsta ári og svo væntanlega mynd um Boba Fett. Þessar myndir eru að sömu stærð og Star Wars myndirnar sem við þekkjum og er jafnmikið lagt í þær. Þær kosta upp í 200 milljón dollara í framleiðslu og margir þekktir leikarar og leikstjórar koma að gerð myndanna.

Fyrir Rogue One þá varð Gareth Edwards fyrir valinu sem leikstjóri og er hann þekktur fyrir sjálfstæðu myndina Monsters og Godzilla myndina. Ekki er hann aðeins reyndur leikstjóri heldur mikill Star Wars aðdáandi sem er hægt að segja að séu einar af kröfunum sem gerðar eru. Leikararnir í myndinni koma frá mörgum löndum sem gæti verið óvenjuleg fyrir Star Wars mynd og margar stórmyndir. Í leikarahópnum eru leikarar frá Bretlandi, Danmörku, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kína, Hong Kong og Ástralíu.

Felicity Jones sem var í Theory of Everything leikur Jyn Erso sem hefur mátt reyna margt og lifir af á glæpum þangað til að Uppreisnin vill fá hana í mikilvægt verkefni. Daninn Mads Mikkelsen leikur föður hennar vísindamanninn Galen Erso sem er handsamaður af Veldinu í byrjun myndarinnar á plánetunni Lah’mu. Lyra, Mamma Jyn deyr, en Jyn sleppur undan Veldinu. Galen er látinn vinna að Helstirninu og hann setur í hana galla til að hægt sé tortíma henni í formi útblástursops.

Myndin er um það hvernig Jyn og félagar hennar reyna að stela teikningunum af Helstirninu. Félagar Jyn eru leiknir af Diego Luna sem leikur Cassian Andor sem er flugmaður og foringi í uppreisninni og Alan Tudyk sem margir kannast við úr Firefly og leikur vélmennið hans K-2SO, öryggisvélmenni Veldisins sem hefur verið endurforritað til að þjóna Uppreisninni.

Donnie Yen leikur Chirrut Imwe blindan munk sem trúir á máttinn með allri sinni orku og Wen Jiang sem leikur félaga hans Baze Malbus sem er bardagamaður.Riz Ahmed leikur Bodhi Rook flugmann fyrir Veldið sem hefur svikið lit og reynir að koma mikilvægum upplýsingum til uppreisnarinnar. Saman takast þau á við Veldið sem heldur um tögl og hagldir á vetrarbrautinni og leikur Ben Mendelsohn, Orson Krennic sem stjórnar byggingu Helstirnisins.

Forest Whitaker leikur Saw Gerrera, öfgafullan uppreisnarsinna sem var í Uppreisninni og er gamall vinur Galen og ól Jyn upp eftir að pabbi hennar var handsamaður af Veldinu og neyddur til að vinna að Helstirninu. Tveir leikarar voru tölvugerðir og var Peter Cushing sem lést árið 1994, endurlífgaður með tölvutækninni til að leika Grand Moff Tarkin sem var líka leikin af Guy Henry og ung Leia var í lok myndarinnar. Vélmennin C-3PO og R2-D2 eru einnig í einu atriði í myndinni.

Myndin er miklu myrkari en fyrri myndirnar og meiri stríðsmynd þar sem hugrekki fámenns uppreisnarhóps er þeirra aðalvopn og engir Jedar nálægir. Allt þetta heyrist í tónlistinni í myndinni sem endurspeglar atburðarrásina. Tónlistina í myndinni gerir tónskáldið Michael Giacchino og tekur hann við af John Williams, enda hefur hann nóg að gera við að semja tónlistina fyrir The Last Jedi.

Það var Greg Fraser sem sá um myndatöku fyrir myndina og hefur hann gert myndir eins og Zero Dark Thirty. Myndin var tekin upp eins og kvikmyndatökuliðið væri á stríðssvæði til gefa þannig tilfinningu fyrir myndinni. Hún gerist á tímum átaka og er Veldið að vaxa á meðan Uppreisnin reynir að standa saman. Söguna að myndinni skrifa John Knoll og Gary Whitta og handritið skrifar Chris Weitz sem hefur skrifað fyrir myndir eins og Golden Compass og About a Boy.

Það var Tony Gilroy sem skrifaði fyrir Bourne myndirnar sem var fengin til að vinna að endurskotum. Þær voru hluti af kvikmyndaferlinu og sýnir að kvikmyndagerðarfólkið hafði mikinn metnað fyrir myndinni og auðvelt að ímynda sér að margir sem unnu að myndinni séu Star Wars aðdáendur og vilji skapa eitthvað sem þá hefur dreymt um frá barnæsku.

Það sést vel þegar horft er á myndina að gæðin eru mikil. Þetta er eitthvað sem við sem aðdáendur viljum sjá og ef þær sjálfstæðu Star Wars myndir sem gerðar verða í framtíðinni eru svona þá eigum við von á góðu. Næsta sjálfstæða Star Wars mynd, Han Solo: A Star Wars Story kemur 25. maí 2018 og nú er bara að bíða og fylgjast með fréttum um myndina.

Episode VII: The Force Awakens

 

Episode VII: The Force Awakens (Mátturinn Vaknar) er fyrsta Star Wars myndin sem Disney gerir og sem að George Lucas, skapari þess kemur ekki nálægt, þar sem öllum hans hugmyndum var hafnað, eflaust vegna þess hversu forsögunnar (“ the prequels“)  þóttu mistækar en þrátt fyrir það, eru engu að síður kunnugleg stef og gamlir vinir í myndinni. Hún er í leikstjórn J.J Abrahams sem er mikill Stjörnustríðsaðdáandi auk þess það er valinn maður á hverjum stað en mikið af því fólki sem vann við gömlu myndirnar tók þátt (Lawrence Kasdan, handritshöfundur osfrv.) og ásamt að fullt af nýjum komu inn, sem hafa tekið að mestu við og verða við stjórnvöllinn í nýju myndunum.

Aðalsöguþráður myndarinnar er að finna Luke Skywalker síðasta Jedi, áður en The First Order finnur hann en hetjur myndarinnar hafa undir höndum kort, falið inni í hinum nýja R2, litlu krúttlegu kringlóttu vélmenni að nafni BB-8, sem vísar leiðina að felustað hans. Að geyma kort inni í vélmenni svipar til hvernig Helstirnis áætlun var falin inn í R2D2 og var einmitt helsta leiðarstefið í Episode IV: A New Hope.

Episode VII gerist u.þ.b þrjátíu árum eftir lok Episode VI:The Return of the Jedi og því eru kynntar til sögunnar ný kynslóð af hetjum og illmennum sem eiga rætur sínar að rekja til þeirra sem á undan komu og því miður virðist sagan ætla að endurtaka sig, þrátt fyrir alla vinnuna sem gömlu hetjurnar lögðu á sig til að sigra Keisaraveldið.

Í stað Keisaraveldisins er komin ný ógn sem kallast The First Order og er nú einhver dularfullur æðsti leiðtogi (supreme leader) Snoke (leikin af Andy Serkis) í stað keisarans Palpatine/Darth Sideous og lítið er vitað er um, fyrir utan að hann lítur út eins og stærðarinnar geimvera og rétt eins og Palpatine, er hann með minnsta kosti einn lærling frá myrku hliðinni, hinn dularfulla og unga Kylo Ren (Adam Driver), sem ver grímu og klæðist svörtu og er með rautt geislasverð. Hann er því hinn nýi Svarthöfði eða reyna vera það, enda kemur í ljós að hann dýrkar hann og leitar meira segja eftir leiðsögn frá hjálmi hans. Það sem skilur þó mest hvað Kylo og Svarthöfða að er að Kylo er að berjast við ljósið og reyna komast sem næst myrku hliðinni og því felur Snoke honum verkefni sem mun, vægast sagt, reyna á hann persónulega þar sem það snertir fjölskyldu hans.

 

Auk Kylo, er í vonda liðinu hinn nýi Grand Moff Tarkin, Armitage Hux sem sér um þjálfun á hinum nýju hermönnum og Captain Phasma, kona sem klæðist brynju og hjálmi  og er yfir herdeildinni sem ein af nýju hetjum okkar Finn er í, en meira um hann síðar. Rétt eins og hvernig Keisaraveldið var með Helstirni, þá er First Order með Starkiller base sem tekur út heilt sólkerfi í stað einnar plánetu en lokauppgjör myndarinnar fer einmitt fram á þeirri skelfilegu plánetu.

Til að stemma við stigu við þessari vaxandi ógn uppreisnarlið undir stjórn Leiu Organa sem hefur fundið út hvar kortið sem leiðir til bróður hennar, Luke en hún þarf nauðsynlega á hjálp hans að halda til að berjast við First Order.  Í byrjun myndarinnar er einn af þeim, sem er ein af hetjunum okkar í Episode VIII en her meira bara mikilvæg aukapersóna hérna, Poe Dameron (Oscar Isaac), X-wing flugmaður við það að taka við kortinu úr höndum Lor San Tekka, gömlum vini Leiu, þegar First Order mætir á svæðið með Kylo Ren í fararbroddi og rétt nær að koma kortinu inn í BB-8 og senda vélmennið burtu á meðan hann er sjálfur handsamaður eftir blóðugan bardaga við þorpsbúana.

Þá víkur sögunni að nýju aðalpersónunni okkar, henni Rey (Daisy Ridley), ungri konu sem er skransali og var skilinn eftir á eyðimerkur plánetunni Jakku af einhverri ástæðu þegar hún var lítil og óskar þess helst af öllu að fjölskyldan hennar (sem er algerlega á huldu hver er), komi til baka en líf hennar er hið ömurlegast, þar sem hún vinnur fyrir ófrýnilega geimveru Unkar Plutt að nafni sem skammtar henni nánasarlega að Rey nær varla að sefa hungur sitt yfir daginn. Hana dreymir því um betra líf en á sama tíma vill hún ekki yfirgefa Jakku, ef ske kynni að fjölskylda hennar myndi snúa aftur en það er eina sem heldur í henni voninni.

Finn (John Boyeaga) eða eins og hann kallaðist áður, FN-2187 (sem er vísun í fangaklefa Leiu í New Hope)  er annar af nýju hetjum okkar en hann var stormsveitarmaður í röðum The First Order og fáum við því fyrsta skipti að sjá andlit á bak við hinar velþekktu brynju, að þeir eru ekki bara nafnlausir hermenn sem falla í bardaga og öllum er sama um, þó að þeir hugsaðir þannig að það eigi að vera auðvelt að skipta þeim ut. Þrátt fyrir að storsveitarmenn eða First Order hermenn eins og þeir kallast í dag er hins vegar rænt frá fjölskyldum sínum í barnæsku og heilaþvegnir til þess að vinna fyrir First Order, þá fær Finn strax nóg í sínum fyrsta bardaga sem gerist á Jakku, að við fyrsta tækifæri frelsar hann Poe Dameron úr fangaklefa og þeir flýja saman, Poe til þess að finna vélmenni sitt, BB-8 og þar með endurheimta kortið til Luke en Finn til að sleppa frá First Order…

Rey er óvænt dregin inn í ævintýrið, ekki ósvipað og hvernig gert var við Luke þegar BB-8 sem er á flótta undan The First Order kemur beint til hennar. Auk þess er Rey bókstaflega dregin af stað af fyrrum stormsveitarmanninum Finn, þar sem þau neyðast til að flýja undan loftárás TIE-figthers sem leiðir þau til Millenium Falcon, sem seinna meir leiðir þau beint til Han Solo og Chewie og hefst þá ævintýrið fyrir alvöru, þar sem Rey uppgötvar meðal annars smá saman meira um sig og það að hún hafi máttinn. Ævintýri myndinnar endar í epísku lokauppgjöri við First Order, geislasverðabardaga við Kylo Ren og loks með fundi við Luke.

En nýja sagan er þó bara rétt að hefjast, enda fullt af spurningum sem er ósvarað (Hver er Rey, hver er Snoke osfrv…?) og heldur áfram í Episode VIII: The Last Jedi sem kemur út 15.desemeber á þessu ári. Persónulega getur greinarhöfundur ekki beðið eftir að sjá framhaldið!

 

Nýjar persónur: Rey, Finn, Poe, BB-8, Kylo Ren, Snoke, Hux, Captain Phasma, Maz Kanata osfrv.

Nýjar plánetur: Jakku, Takodana, Starkillerbase.

 

 

 

 

Episode III: The Revenge of the Sith

„Þegar þrjú ár eru liðin af Klónastríðinu bjarga Jedi, Palpatine frá Count Dooku. Á meðan Obi-Wan er að elta uppi aðra ógn, leikur Anakin tveimur skjöldum, þar sem hann vinnur hvort tveggja í senn fyrir Jedi ráðið og Palpatine og er narraður inn í myrka áætlun til að ráða vetrarbrautinni.“ (lausleg þýðing af imdb.com)

Episode III: The Revenge of the Sith (Hefnd Sith) lokar forsögunni (the prequels). Þetta er myndin sem allir aðdáendur biðu í ofvæni eftir frá því þeir sáu Episode I, þar sem í henni verður Svarthöfði loksins til en Episode I og II voru að mestu leyti gerðar til að byggja upp fall Anakins og er því öllum spurningum um fall hans loks svarað í þessum epískum lokakafla. Hvað varð til þess að Anakin Skywalker, hin útvaldi sem átt að koma jafnvægi á máttinn gekk til liðs við myrku hliðina? Episode II: The Attack of the Clones svaraði þessum spurningum að hluta til og var þar strax augljóst, jafnvel fyrir þann sem þekkir ekki örlög Anakin’s að sjá hvert að stefndi, eða allavega það að hann stefndi harðbyrði beint í áttt að myrku hliðinni með slátrun sinni á öllu Sandfólkinu en engan (nema auðvitað þá sem hafa séð Episode 4-6) gæti hafa grunað að örlög hans yrðu verri en það og að hann ætti eftir að vera innilokaður í vélbrynju fram til dauðadags. Svo hvað kom eiginlega fyrir hinn útvalda? Af hverju sveik hann Jedi og varð að Sith? Svarið við henni er töluvert harmrænna en nokkurn gat grunað þegar maður leit Svarthöfða fyrst augum í Episode 4. Var Anakin ekki hamingjusamlega giftur æskuástinni sinni í lok Episode II?

Vissulega giftust Anakin og Padmé á laun í Episode II, þegar Klónastríðið var rétt hafið og nú að þremur árum liðnum, er Padmé orðin ólétt sem þýðir meðal annars að ekki verður auðvelt að fela samband þeirra lengur fyrir Jedi ráðinu. Anakin hefur þó minnstar áhyggjur af því, enda vill hann breyta Jedi Kóðanum sem bannar sambönd en það sem ásækir hann í staðinn, er það að hann fær sýnir þar sem Padmé deyr í barnsburði. Þá fer í   gang hröð atburðarás sem leggur gruninn að falli hans, þar sem að sjálfsögðu vill Anakin gera allt sitt til þess að koma í veg fyrir að þessi sýn rætist, sem er er hann versti ótti því að það er nákvæmlega það sem gerðist þegar hann fékk sýn af dauða mömmu sinnar í Episode II, en hann bjargaði henni allt of seint frá Sandfólkinu og horfði á hana deyja í örmum sínum. Anakin óttast því mest af öllu að missa ástina í lífi sínu og ófædd barn þeirra (þau vita ekki að þetta eru tvíburar á þessum tímapunkti) og er því auðvelt bráð fyrir Palpatine sem er sá eini sem hann getur stólað á og lofar honum að hann geti kennt honum hvernig hann geti bjargað ástinni sinni…

En þar sem að Stjörnustríðssaga byrjaði upphaflega í miðjunni (Episode 4-6) vitum við nú þegar hvernig „góðu“ áform hins saklausa Anakins enda…

Því voru ýmsir hlutir sem aðdáendur upprunalegu myndina (the originals Episode 4-6) höfðu beðið eftir að sjá og fékk maður að sjá alla þá hluti (og meira til), þar sem Episode 3 tengir svo feikivel vel við Episode 4, rétt eins og spinoff myndin Rogue One gerði svo enn betur seinna. Lokins, loksins fékk maður að sjá örlaga bardagann milli meistara og lærlings; milli Obi Wan Kenobi og Anakin Skywalker, bardagann þar sem Anakin slasast lífshættulega og verður að Svarthöfða eins og við þekkjum hann. Auk þess fáum við að sjá fæðingu tvíburana, Luke og Leiu og meira að segja byggingu fyrsta Helstirnisins (sem tók einhverra hluta vegna fjórtán ár að klára en nánar er farið út í það í bókinni Rogue One: Catalyst) ásamt ýmsu fleiru. Fáum meira segja að sjá gamla vini eins og Chewie sem er víst vinur Yoda og C3PO og R2D2 eru á sínum stað og eru viðstödd fall Anakins, en vélmennin eru einu persónurnar fyrir utan Svarthöfða sem hafa verið í öllum Stjörnustríðsmyndunum (líka Spinoff myndinni Rogue One).

Þó að saga Anakins sé í forgrunni eins og í fyrri forsögu myndunum, er nóg annað um að vera enda stríðið í fullum gangi, það þarf að ljúka Klónastríðinu og Jedi og Sith berjast eins og þeirra er von og vísa og ekki má gleyma öllu dramainu í vetrarbrautar stjórnmálunum! En fyrst og fremst er þetta þó saga um hið harmræna fall Anakins til myrkru hliðarinnar, rétt eins og hvernig „the orginals“ eru að hluta til um endurlausn hans, þar sem hann snýr aftur til ljósu hliðarinnar rétt áður en hann deyr.

Af mörgum er Episode III talin besta myndin í forsöguþríleiknum eða jafnvel sú eina góða en það er önnur saga og hægt að rífast um það fram og til baka. Myndin var sú langmyrkasta í seríunni eftir Empire Strikes back eða allt þar til að Rogue One kom („from a certain point of view“, ef horft er á dauða í myndinni og vonleysi) og Episode VII: The Force Awakens á líka marga myrka spretti. Það verður spennandi að sjá hvort að The Last Jedi verði jafnvel enn myrkari. Persónulega finnst greinarhöfundi The Revenge of the Sith jafnframt vera ein af sorglegustu myndunum, þrátt fyrir að þar verði til þetta magnaða illmenni sem við öll elskum í gömlu myndunum og er svo táknrænt fyrir Stjörnustríðið. En greyið þurfti að fórna ýmsu til að verða svona mikill töffari eða „badass.“

Við höfum þó alls ekki skilið við Svarthöfða þrátt fyrir að sagan hans hafi tæknilega séð klárast í Episode VI: The Return of the Jedi, þar sem hann kemur fyrir í Spinoff myndinni Rogue One sem aukapersóna og er auk þess mikilvægur í nýju „Saga myndunum“ (Episode 7-9) þar sem Kylo Ren (Ben Solo), barnbarn hans og nýja „illmennið“ dýrkar hann og vill verða eins og hann og talaði meira segja við hjálminn hans til að fá leiðsögn. Því verður spennandi sjá hvert hlutverk hins goðsagnakennda Svarthöfða (og Anakin, sem þá máttardraugur sem er staðfest) verður í framtíðarmyndunum. Mun hann reyna að fá Kylo/Ben til að snúa aftur til ljósu hliðarinnar og verður Svarthöfði eitthvað í Han Solo spinoff myndinni, þó það væri ekki nema bara minnst á hann? Allt þetta mun tíminn einn leiða í ljós…

 

Nýjar persónur: General Grievous.

Nýjar plánetur: Mustafar, Kashyyyk, Utapau.