Mark Hamill segir sína skoðun


Í síðustu teaser stiklunni sem sýnd var á Star Wars Celebration í Orlando, þá segir Luke Skywalker „It´s a time for the Jedi to end“. Það er eins og Luke hafi tapað þeirri trú að endurreisa Jedana eftir það sem gengið hefur á.

Það er samt erfitt að lesa það úr teasernum hvort það sé það sem hann er að segja og við verðum bara að bíða eftir myndinni. Mark Hamill segir að það hafi verið áfall að lesa það sem Rian Johnson skrifaði í handritinu og er viss um að það verði það líka fyrir áhorfendur.

Eitthvað er það samt sem hefur farið fyrir hjarta Marks varðandi ákvarðanir Luke í myndinni og hvort það er þetta er góð spurning. Hann kom því á framfæri við Rian. Þegar hann hafði sagt honum það sem hann honum fannst, þá fór hann að vinna að þeirri sýn sem Rian hafði fyrir myndina.

Mark var ekki sá einni sem var ósáttur og var Daisy Ridley áhyggjufull yfir atburðum sem eiga að gerast í myndinni. Við verðum víst bara að bíða og sjá hvaða atburðir það eru sem eiga eftir að hafa svona mikil áhrif.

Mark Hamill tók aftur það sem hann sagði og sagðist hafa sætt sig við það sem Rian Johnson vildi og þá væri þetta stórskemmtilegt ferðalag.

Star Wars á 40 ára afmæli!


Til hamingju með daginn Star Wars! Í dag eru 40 ár frá því að Star Wars, seinna kölluð New Hope var sýnt í kvikmyndahúsum. Hverjum átti eftir að gruna að hún myndi leiða af sér sjö myndir til viðbótar, plús að minnsta kostir þrjár eru á leiðinni (Episode VIII, IX og Han Solo). Ekki má gleyma öllum bókunum, tölvuleikjum, myndasögum og bara nefndu það sem hafa fylgt og halda áfram að fylgja Star Wars.

Star Wars lengi lifi! Húrra, húrra og húrra!

Auk þess á sjálfur Yoda (Frank Oz) afmæli í dag!

Vanity Fair: Last Jedi (behind the scences) myndir, myndband og grein.

Hér má lesa Vanity Fair greinina í heild sinni sem fjallar um Last Jedi (engir spillar samt).

Hér má lesa samantekt á annarri síðu. (gerð verður samantekt seinna hér á síðunnni þegar að ritstjóri hefur klárað að lesa greinina. ;))

Hér má auk þess sjá Star Wars forsíður Vanity Fair í gegnum árin en þeir byrjuðu fyrst á þessu 1999, þegar að Phantom Menace (sem átti 18 ára afmæli) kom út. Athygli vekur að Rogue One er ekki þar á meðal þar sem hér eru „bara“ Saga myndirnar frá Forsögunni (Episode I-III) og framhaldinu (VII-VIII) en ekki upprunalegu (IV-VI). Myndin fyrir Episode III, Revenge of the Sith er sértaklega glæsileg sem tengir saman Forsöguna og upprunalegu myndirnar (efsta myndin).

Hér má lesa Vanity Fair greinina í heild sinni sem fjallar um Last Jedi (engir spillar samt).

 

Húmor: Hishe (How it should have ended – Star Wars)

„How it should have ended“ er youtube rás sem leikur sér að því að búa til mismunandi enda fyrir kvikmyndir ásamt breyttum atriðum, oftast fyndnum og hafa þeir tekið fyrir allar Star Wars myndirnar, þar sem Rogue One fær hamingjusaman endi. En fyrst og fremst er þetta til gamans gert, þó að stundum fá persónurnar ansi mikið á baukinn…

Aukalega eru hérna Ofurmennið og Leðurblökumaðurinn að ræða um Star Wars, í fyrra myndbandinu Force Awakens en því seinna sýnishornið fyrir The Last Jedi.

Góða skemmtun! 🙂

Húmor: Robot chicken

Það er vandmeðfarið að gera grín af (eða reyndar frekar með) álíka stóru og Stjörnustríðsheiminum og er fátt eins skemmtileg og þegar það er gert á virkilega vandaðan hátt af aðdáendum sem gera þetta af virðingu (ekkert kjaftæði!). Þar eru Robot chicken þættirnir sem sýndir voru á Adult Swim algerir snillingar í að benda á spaugilegu hliðarnar (og stundum grátbroslegu) í þessari fjarlægðu vetrarbraut fyrir langa, langa löngu og þær eru sko margar!

Þó að þeir hafi einungis tekið fyrir „The orginals“ Episode IV-VI (New Hope, Empire og Return) er nóg af efni en allt eru þetta frekar stutt atriði sem eru stundum skipt upp, til að mynda fáum við að sjá allt aðra hlið á keisaranum og hans samskiptum við Svarthöfða.

Góða skemmtun!

 

Vanity Fair – Myndir Last Jedi (May the 40th be with you!)

Á fimmtudaginn á Star Wars opinberlega 40 ára afmæli, þó að mikil veisla hafi þegar verið verið haldin í apríl á Celebration og nú allan maí meðal annars með Star Wars deginum, 4. maí (sem hefur verið haldin fimm sinnum hátíðlegur). Það er hins vegar þann 25.maí sem alvöru afmælisdagurinn er, en það var þann dag árið 1977 sem að New Hope var sýnt í Kvikmyndahúsum og allt þetta stórkostlega ævintýri hófst…

Vanity Fair tekur hér smá forskot á sæluna með því að birta fjórar myndir af leikurum/persónunum (hetjum og óvinum) á forsíðu sinni (í tilefni, May the 40th be with you), þannig að fólk þarf að kaupa fjögur tölublöð ef það ætlar að fá allar myndirnar, þegar blaðið kemur 31.maí en reyndar eru þær nú þegar aðgengilegar á veraldarvefnum en fyrir alvöru safnara er það örugglega ekki nóg. 😉

Það verða hins vegar ekki bara myndir úr Last Jedi, heldur auk þess er líka smá um myndina og minningarorð frá samleikurum um Carrie Fisher heitna, sem hér má einmitt sjá, á sér forsíðu í síðasta sinn í hlutverki sínu sem Leia Organa.

Auk þess má sjá hér í fyrsta skipti síðan á Celebration, mynd af Kellie Tran í hlutverki sínu sem Rose, nýrri hetju sem við fáum að kynnast í Last Jedi, þann 15.desember.

Athygli vekur að Captain Phasma er án hjálmsins hennar og spurning er hvort við fáum að sjá hana líka svoleiðis í myndinni en þegar er vitað að Kylo Ren, verður án hjálms (að mestu allavega.)

Hér má lesa ítarlegri upplýsingar um viðburðinn. 

Star Wars húmor: Bad lip syncing

Eitt af því sem gerir Stjörnustríðsheiminn svo heillandi, er að það er ekki nóg með að það sé til óragrúi af „canon“ efni heldur er líka til alls konar aðdáendaefni og margt af því er virkilega vel gert.
Þrátt fyrir að Stjörnustríðsagan sé frekar alvarleg er líka mikill húmor í henni og því er gaman að sjá þegar farið er alla leið með það, sem er eitthvað sem aðdáendur hafa sérstaklega gaman að því að gera.

Bad lip syncing er örugglega með eitt af því steiktasta, þó að myndböndin séu reyndar missteikt og meira segja leynast frábær frumsamin lög inn á milli. En rétt eins og titilinn gefur til að kynna, er hér verið að leika sér að því að breyta samtölum og láta það passa við varahreyfingarnar sem gerir þetta afar raunverulegt, þó að útkoman sé oftast frekar skrautleg.

Hér er um að ræða fagmenn sem sjá um þetta og í myndbandinu fyrir Force Awakens, þá sér sjálfur Mark Hamill um að talsetja Harrison Ford. Sjón er sögu ríkari.

Góða skemmtun. (varúð þú færð Seagulls lagið á heilann og munt aldrei líta þetta atriði í Empire strikes back sömu augum. ;))

Og hér frábært lag sem er í raun tónlistarmyndbönd fyrir allar Stjörnustríðsmyndirnar (nema reyndar Rogue) sem er frekar góð kynning fyrir þá sem þekkja ekki til og frábær nostalgia fyrir þá sem þekkja heiminn vel. ;))

 

Ewan McGregor opin fyrir hliðarmynd

Ewan McGregor sem Star Wars aðdáendur þekkja sem Obi-Wan Kenobi úr Episode I-III segir að hann vilji gjarnan vinna að framhaldsmynd í framtíðinni. Hann segist opinn fyrir því að gera hliðarmynd(spinoff) um persónuna sína.

Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð og hann hafi ekki hitt neinn varðandi það, en væri ánægður leika í mynd ef hann væri beðinn um það. Hann heldur samt að það myndi sennilega verða eftir 2020, ef það myndi verða af því.