The Last Jedi – á bak við tjöldin myndband og sýnishornið í gömlu tölvuleikjastílum.

Á dögunum kom út myndband sem sýnir þjálfun þeirra hjá BFI skólanum (British Film Institue – Breska kvikmyndagerðarskólanum), en þar sem útvaldir nemendur úr skólanum fara í þjálfun hjá Lucasfilm má sjá örlítið frá gerð The Last Jedi og Han Solo myndinni (neðsta myndin í þoku). Mikill happafengur fyrir okkur!

Á meðan við bíðum óþreyjufull á eftir næsta sýnishorn fyrir The Last Jedi, eru komnar hérna tvær útgáfur þar sem núverandi sýnishorn er gert eins og gamall tölvuleikur en það síðara eins og það hafi verið gert á gamalli tölvu. Rosalega mikill metnaður á bak við myndböndin og þá sérstaklega það síðara, sem er handteiknað. Nánari upplýsingar um gerð myndbandsins á þessari síðu. Von er á næsta sýnishorni fyrir myndina í júlí!

 

Saturn verðlaunin – Rebels og Rogue One sigurvegarar!

Rogue One og Rebels fóru klifjaðir heim af verðlaunum af fertugustu og þriðju Saturn verðlaunahátíðinni sem haldin var í Burbank Kaliforníu.

Rogue One fékk verðlaun fyrir Best Science Fiction Film Release og Best Film Visual / Special Effects en hún var auk þess tilnefnd fyrir bestu förðun, búninga, tónlist, framleiðslu og klippingu.  Auk þess sem leikarnir Felicity Jones (Jyn Erso) og Diego Luna (Cassian Endor) voru tilnefnd fyrir leik sinn í myndinni, hún sem besta leikkona og hann fyrir besta aukahlutverk.

Gareth Edwards tók verðlaunin bestu leikstjórn.

Rebels sem mun byrja sín fjórðu og síðustu þáttaröð seinna á árinu fékk bestu verðlaun fyrir, bestu teiknimyndaseríu eða sjónvarpskvikmynd.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af atburðinum. Við óskum þeim innilega til hamingju með verðlaunin!

Forces of Destiny sýnishorn

Sýnishorn fyrir teiknimyndaþáttaröðina Forces of Destiny sem verður sýnt á Disney youtube rásinni 3.júlí áður en það verður sýnt á Disney rásinni sjálfri, 9.júlí.

Padmé Amidala er víst líka af ein kvenhetjunum, auk þess sem við fáum að sjá eitthvað Anakin, Yoda og fleirum. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta svarar spurningum í Stjörnustríðsheiminum en hver þáttur er bara þrjár mínútur.

Aftermath þríleikurinn

Aftermath (Eftirleikja) þríleikurinn brúar bilið á milli Return of the Jedi og The Force Awakens í stað Legends bókanna. Þar kemur í ljós að keisarinn er langt frá því dauður úr æðum, þrátt fyrir að vera dauður þar sem hann skildi skilaboð eftir til eftirmanna sinna, þeirra sem seinna meir stofna The First Order.

Þrátt fyrir að gömlu hetjurnar séu ekki í aðalhlutverki í bókunum, það eru þær Sloane fyrir uppreisnina og Norra fyrir Keisaraveldið, eru þær ekki fjarri góðu gamni og við fáum að skyggnast inn í líf þeirra. Luke virðist alltaf vera týndur og Ben (núverandi Kylo Ren) fæðist í lokabókinni, á þeim degi sem Keisaraveldið líður undir lok, svo við fáum að sjá smá hamingjuríkt fjölskyldulíf ólíkt því sem er í gangi í The Force Awakens.

En reyndar virðast myrku öflin strax hafa verið að reyna taka yfir Ben, strax í móðurkviði sem er ennþá skuggalegra heldur en það sem kom fyrir Anakin (Svarthöfði), nema ef það yrði einhvern tímann svarað hvort að það var í raun veru Darth Sidious eða Darth Plagues sem bjó hann til…

Auk þess fáum við að sjá The Empire’s end fáum við að sjá bardagann mikla á Jakku, sem Rey er einmitt að safna dóti eftir til þess að eiga fyrir mat og mikið er talað um the Unknow regions, þar sem er líklegt að Snoke komi frá. Meira segja fengum við að vita um afdrif Jar Jar í bók 2, Life’s debt.

Ýmsum spurningum er svarað en öðrum er haldið ósvarað til þess að vera svarað í The Last Jedi og seinna í Episode 9. Þar að auki er sumu svarað í bókinni Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

The Last Jedi – fréttir alls konar

Það er um hálft ár þangað til að næsta Star Wars mynd dettur inn í kvikmyndahús, númer tvö í nýja þríleiknum, Episode VIII: The Last Jedi. Engu að síður erum við að fá einhverjar fréttir af henni, sannar og sumt er bara kjaftæði um hana. Hér er búið að taka það saman sem er satt!

Vanity Fair gaf svo út aukamyndir við þær sem voru teknar fyrir blaðagreinina sjálfa en Kathleen Kennedy og dóttir hennar tóku myndir (mest af ljósmyndaranum) af setti líka en engu að síður er gaman að sjá þær líka frá þeirri hlið.

Myndband af nýja vopninu hans Finn.

Proud owner of Finn's blaster ! Thanks to @riancjohnson !

A post shared by BOYEGA (@johnboyega) on

Að gamni er svo hægt að sjá 16 bita sýnishorn af Last Jedi sýnishorninu sem lætur það virka eins og gömlu leikina. En von er á næsta sýnishorni í júlí!

Expanded universe – Nú legends

Áður en Disney keypti Lucasfilm voru til heilu bókaraðirnar um Star Wars sem hétu „The expanded universe“ (Sístækkandi heimur) en heita í dag „The legends“ (Goðsagnirnar) þar sem þær eru ekki lengur canon. Engu að síðu að síður hefur nýja tímalínan fengið eitthvað að láni úr þessum sögum en gert það að sínu. Svo í gömlu bókunum má kannski finna einhverja spilla…?

Til mynda er Grand Admiral Thrawn fengin úr „The legends“ en hann er einn af þeim sem stofnaði The First Order og er því fyrirferðarmikill í nýja canon, hann er í þáttaröðinni Rebels, Aftermath bókunum og spurning hvort hann verði eitthvað í nýju myndunum en hann fékk sér nýja bók um sig.

Margir voru vonast eftir því að Mara Jade, eiginkona Lukes úr The legends verði bætt við nýja canon, en Pablo Hidalgo (Lucas Film story group, söguhópur – maðurinn með öll svörin en passar sig samt að spilla ekki), hefur verið svarað að hún verði ekki, þar sem hún passi ekki inn í nýju tímalínuna. Engu að síður gæti ýmislegt annað úr gamla sagnaheiminum endað þar eins og endurkoma Thrawn sýnir. Hver veit…?

Hér er grein sem fjallar um það sem hefur ratað á ólíklegastan hátt aftur yfir í nýja canon.

Að sjálfsögðu hafa Disney og Lucasfilm þegar gefið út heilu bókaraðirnar, myndasögur, teiknimyndir osfrv…, til þess að fylla skarið sem Legends skildi eftir sig og þar á meðal eru það Aftermath þríleikurinn sem gerist á mill The Return of the Jedi og The Force Awakens og Bloodline sem gerist sex árum á undan The Force Awakens.

En hér fyrir neðan má til gamans og fróðleiks sjá hvernig gamla genginu, Luke, Leiu og Han reiddi af í gamla sagnaheiminum eftir The Return of the Jedi endaði. Var það líf betra eða verra en það sem þau hafa í dag? Það má svo sem deila um það…elsti sonur Han og Leiu fór til mykru hliðarinnar rétt eins og einkasonur þeirra (nema Finn sé sonur þeirra líka!) Ben nú Kylo Ren gerði í nýja canon en Chewie dó í gamla heiminum! Og Han var bugaður af sorg…nú er því öfugt farið…

Það gerðist líka fullt af rugli fyrir Luke en hann átti þó konu og barn…eða á hann fjölskyldu líka í nýja canon? Við verðum bara að bíða og sjá hvort að Rey eða jafnvel Finn (það er mikill einkahúmor á milli leikarana) reynist vera barnið hans eða tja enginn…

Framundan eru spillar fyrir Legends! Fyrir þá sem langar til þess að lesa bækurnar, þó þær passi ekki lengur inn, enda ennþá hægt að hafa gaman að þeim og bækurnar eru ennþá til! Það er ekki eins og Disney hafi látið brenna þær eins og margir vilja láta. 😉 Þetta er bara hliðarheimur í dag eins og maður er vanur úr áhugaspunum og ekkert að því!

 

Trials of Tatooine – Sýndarveruleikatölvuleikur

Eitt af þeim fjölmörgu atriðum sem voru kynnt á Stjörnustríðs hátíðinni í Orlando, var sýndarveruleikatölvuleikurinn „Trials of Tatooine“ (Þrautir Tatooine) þar sem spilarinn fer í hlutverk einhvers sem hjálpar Luke with að endureisa Jedaregluna (þetta gerist á undan Episode VII: Force Awakens) en áður en spilarinn fær tækifæri til þess þarf lendir hann í bardaga við Stormsveitarmenn en er bjargað af Han Solo sem kemur á The Millenium Falcon.

Leikurinn er ekki nema tíu mínútur að lengd enda er sýndaveruleikatæknin að stíga sín fyrstu spor en miðað við umsagnarnir sem leikurinn hefur fengið, er hún á réttri leið og leikurinn er allt of stuttur! Sérstaklega þegar fólk fær loksins geislasverð í hendurnar…

Hér má lesa gagnrýni og hér fyrir neðan er hægt að sjá „gameplay.“

Leikurinn er fáánlegur á Steam en það þarf að eiga sýndarveruleikagleraugu til að geta spilað leikinn. Sjón er sögu ríkari! Loksins er bókstaflega hægt að sýna inn í Stjörnustríðsheiminn og vera hluti af honum…eða allavega smá. 😉

 

BB-8 á flótta – saga fyrir svefninn

Það er hægt að gera bækur um allt í Star Wars og þá meina ég bókstaflega allt. Hér er bók sem er hugsuð sem saga fyrir svefninn fyrir yngstu kynslóðina en þeir eldri hafa víst líka gaman að henni ef marka má gagnrýni um hana (sjá fyrir neðan).

Í aðalhlutverki er enginn annar en BB-8, nýja vélmennið sem vann hug og hjörtu allra með krúttleika sínum í The Force Awakens en hér er sagan hans rekin af því þegar hann er viðskila við Poe Dameron eiganda sinn og þurfti að fara yfir eyðimörk Jakku til þess að fara með kortið sem leiðir til Luke Skywalker, alla leið til uppreisnarinnar.

Á leið sinni hittir hann alls konar fólk, þar sem hann þarf að gera það upp við sig, hvort hann eigi að hjálpa því eða að halda áfram með mikilvæga verkefnið sitt.

Þessi bók hljómar eins og alger krúttsprengja og myndirnar eru víst afar fallegar og ekki of barnalegar.

Einnig er alltaf gaman að lesa meira efni sem fyllir upp í eyðurnar á því sem gerðist í Force Awakens og styttir biðina eftir the Last Jedi.

Review – ‘BB-8 on the Run’ is the perfect Star Wars bedtime story

Forces of destiny – Nýir teiknimyndaþættir

Þegar Kathleen Kennedy tók við stjórn Lucas Film eftir að George Lucas seldi það til Disney, hét hún því að Star Wars myndi stækka hlut kvenna, enda er það með ein af þekkstu kvenhetjunum í kvikmyndasögunni, hana Leiu prinsessu og herhöfðingja og hefur hún Kathleen aldeilis staðið við stóru orðin með að hafa konur í aðhlutverkum (Rey í The Force Awakens, Jyn í Rogue One, Idiena í Battlefront EA II leiknum) að sumum þykir jafnvel nóg um, á meðan aðrir og þá sérstaklega konur fagna þessari byltingu.

The Forces of destiny (Máttur örlagana) sem var fyrst kynnt á Star Wars hátíðinni og er frá þeim sömu og gerðu Rebels, tekur femínusku byltinguna enn lengra en þar eru helstu kvenhetjur Star Wars í aðahlutverki, Rey, Jyn, Ashoka, Leia, Sabine, Maz, en hver þáttur er ekki nema þrjá mínútur að lengd, svokallað lítið ævintýri þar sem er sýnt hvað litlar ákvarðanir skipta miklu máli fyrir stóru myndina og stelpurnar að taka til eftir strákana…það er vesenið sem þeir hafa búið til…(þó að konur eigi líka sinn þátt í því að búa það til…! ;))

Þættirnir verða sextán talsins og sýndir á Disney youtube rásinni í júlí, auk þess að það verða tveir auka þættir í haust. Það verður spennandi að sjá þá sem ættu að hjálpa manni að gera biðina eftir The Last Jedi bærilegri.

Að sjálfsögðu fylgir flott leikfangalína með þáttaröðinni og það er einmitt gert til þess að stemma stigu við þeirri gagnrýni að það vanti Star Wars dót fyrir stelpur, með stelpum. Til að mynda vantaði mikið af Rey dóti eftir The Force Awakens, sem var frekar mikið hneyksli, þar sem hún var aðalhlutverkið en þeir hafa heldur betur bætt úr því.

Persónulega er ég ánægð með þessa þróun að bæta við stelpum og hafa þær meira áberandi, svo lengi sem að strákanir munu ekki gleymast sem virðist ekki ekki vera raunin, með Svarthöfða myndasögunni, Poe Dameron myndasögunni, Han Solo myndinni og svo er bara spurning hver næsta hliðarmynd verður eftir hana, Obi Wan eða Boba Fett eða eitthvað allt, allt annað? Það verður vonandi tilkynnt í júlí á Disney hátíðinni.

Uppfært – Hér er hægt að sjá alla þættina í heild sinni en þeir eru átta talsins (ætli þessu verði ekki skipt í tvær þáttaraðir þar sem upprunalega var talað um sextán…)

Leikstjóradrama – Frh

Sjá fyrri frétt.

Eftir að Phil Lord og Chris Miller voru reknir sem leikstjórar Han Solo myndarinnar, með þá skýringu að listrænn ágreiningur hafi komið upp, var Kathleen strax ásökuð um það að ganga á baki orða sinna að leikstjórarnir myndu hafa listrænt frelsi og hún væri í raun veru að steypa alla í sama mót. Að hliðarmyndirnar mættu í raun ekkert verða neitt öðruvísi en „sagamyndirnar“ (Episode I-IX)

En hvað gerðist raunverulega á setti Han Solo myndarinnar? Voru þeir virkilega að reyna breyta henni í aðra Ace Ventura mynd, eins og sömusagnir hermdu?

The Hollywood reporter (THR) náði tali af þeim sem unnu að myndinni og þá kom í ljós að þetta var mun flóknara en það og mesta furða að þeir hafi í raun ekki verið reknir fyrr. Kjarninn í gagnrýninni var sá að þeir kunnu ekki að gera „blockbuster“ voru of mikið að treysta á spuna frá leikurum og fara frá handritinu, jafnvel eftir að þeir höfðu verið varaðir við að gera það ekki og voru með of fáar myndavélauppstellingar, sem gaf klippurunum lítið frelsi. En leikstjórarnir voru ekkert einir um að vera reknir, til að byrja með hafði klipparinn verið rekinn og fenginn annar óskarverðlaunaklippari í staðinn. Einnig þurfti að ráða leikaraþjálfara (acting coach) til þess að bæta frammistöðu aðalleikarans sem gekk ekkert allt of vel undir handleiðslu leikstjórana en hann var víst ósáttur við hvaða stefnu þeir voru að taka persónuna. Nei, það er ekki vegna þess að hann er lélegur leikari eins og fjölmiðlar vilja segja og taka allt úr samhengi til að búa til nýtt hneyksli. Traust leikara og leikstjóra skiptir gríðarlegu miklu máli og þarna var það heldur betur ábatavant. Honum ætti að reiða betur undir handleiðslu óskarverðlaunaleikstjórans Ron Howard, mikil Stjörnustríðsaðdáenda og góðvinar Lucasar.

Enda hefur komið fram að „cast og crew“ (leikararar og starfslið) hafi klappað ógurlega þegar fréttist að Ron Howard hafi tekið við stjórninni, sem sýnir að myndin ætti að vera komin í öruggar hendur. Ron hafði þó að sjálfsögðu áhyggjur af því hvað þeir Phil Lord og Chris Miller þættu um að hann væri að taka yfir þeirra verkefni, var í tölvupóstsamskiptum við þá en þeir tóku ekkert illa í það heldur óskuðu honum góðs gengis. Að öllum líkindum munu þeir fara aftur í Flash myndina hjá DC sem þeir löbbbuðu frá til að gera Han Solo myndina, spurning er samt hvernig þeim mun reiða undir öðru stúdói að gera risamynd en auðvitað vill maður allt blessist hjá þeim. Eitt er víst allt sem Howard gerir verður að gulli. Hér má lesa frekari fréttir af Han Solo myndinni.

Hér má lesa greinina í heild sinni sem er afar áhugaverð og sem kvikmyndargerðarmaður rekur maður stór augu við hvernig þeir Phil Lord og Chris Miller hegðuðu sér á setti, eitt sinn neituðu þeir að byrja að taka upp fyrr en kl 13 sem er ósættanlegt í svona stóru verkefni sem byrjar á morgnana, en þeir vildu engu breyta, kvörtuðu undan álagi og því að hafa ekkert frelsi og voru heldur betur ósáttir þegar Lawrence Kasdan var fenginn til þess að fylgjast með þeim, sem þeirra „skuggaleikstjóri.“ Kathleen hafði því gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að reyna bjarga þessu en þegar allt komið fyrir var ákveðið að betra væri að láta þá fara.

Margir vilja meina að það sé eitthvað stórt leikstjóra vandamál hjá Lucasfilm, fyrst að þetta sé í annað skipti þar sem þeir þurfa grípa inn í með hliðarmyndirnar sínar en síðast var það með Rogue One en sá leikstjóri tók vel í allar breytingar og var samvinnuþýður, ólíkt Phil Lord og Chris Miller.

Hins vegar má benda á að bæði J.J. Abrahams með The Force Awakens og nú Rian Johnsson, lentu í engu veseni en Rian mun klára eftirvinnsluna á The Last Jedi í ágúst, en þeir eru reyndar leikstjórar nýju „saga“ myndanna.

„Saga“ leikstjórarnir eru þó ekki lausir við hneyksli og hefur eitt skekið hann Colin Trevorrow, sem á að leikstýra 9 og síðustu myndinni í nýja þríleiknum, einvörðungu vegna þess að indie myndin hans, „Book of Henry“ fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en hún er töluvert betur liðinn af áhorfendum.

Vinnan hans virðist samt ekki vera í neinni hættu og vonar maður að allt gangi vel þegar að tökurnar á 9 hefjast í janúar. Fleiri fréttir af 9 má nálgast hér.

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ. tók við.

Það sem er þó næst á dagskrá er næsta sýnishorn fyrir The Last Jedi sem er væntanlegt í júlí! 😀 Hér má sjá gamla sýnishornið.

Uppfært: Nýja sýnishornið kom í október og má sjá í allri sinni dýrð hérna.