Han Solo: Mynd af setti, myndband og tónlistarhöfundur

Ron Howard með kvikmyndatökumanninum Bradford Young.

Myndband frá Emila Clarke, aðalleikonunni með Chewie.

Auk þess hefur komið fram að Jon Powell mun sjá um tónlistina í myndinni en hann er þekktastur fyrir tónlistina í Bourne myndirnar og fékk óskarsverðlaunatilnefningu fyrir tónlistina í „How to Train your dragon.“

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar

Plakötin fyrir upprunalegu myndirnar eru fyrir löngu orðin klassísks og þau fengið okkur til að dreyma um annan heim endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. En hverjir eru að baki sumra af þessum plakötum sem við höfum séð.

A New Hope
Style „A“ 1977


Eitt þekktasta er af Luke með geislasverð á lofti og Leiu við hlið hans með geislabyssu. Þetta plakat er eftir Tom Jung og margir muna eftir því þegar þeir sáu það fyrst og hvaða áhrif myndin hafði á þá. Plaköt byggja upp ákveðna ímynd fyrir myndirnar og eru mikilvægur þáttur í kynningu þeirra.

A New Hope
Style „C“ 1977

Hérna eru þau öll í forgrunni Luke, Leia og Han.Þetta plakat er eftir Tom Chantrell og átti það að byggja upp ímynd sem tengdist persónum myndarinnar að nota vélbúnaðinn. Plakatið átti að sýna að Star Wars var um fólk, en ekki vélbúnaðinn sjálfan sem er í bakgrunninum.

A New Hope
Advance Teaser Style „B“ 1977

A New Hope
Mylar Advance 1976

Sum þeirra nota einfaldlega texta til að kynna myndirnar eins og þessi tvö plaköt.Þau voru hönnuð af Dane, Doyle og Burnbach.Neðra plakatið var það fyrsta sem var búið til fyrir Star Wars. Star Wars logoið er með W sem margir kannast ekki við og er ekki eins og er í lógoinu sem er í dag.

Empire Strikes Back
Style „A“ 1980

Þetta plakat sem gert var fyrir Empire Strikes Back er eftir Roger Kastels. Sagan segir að Billy Dee Williams hafi verið óánægður með það vegna þess að Lando er ekki í því. Það er stundum kallað Gone with the Wind stíllinn af því að það líkist svo plakati fyrir þá mynd.

Empire Strikes Back
Style „B“ 1980

Í Empire Strikes Back er það Veldið sem er í fullu hlutverki og það sést vel þegar plakatið er skoðað. Svarthöfði gnæfir yfir alla og Stormsveitarmenn Veldisins ganga í hvítum brynjum sínum fyrir neðan. Þetta plakat var búið til af Tom Jung fyrir eina af eftirminnilegustu Star Wars myndunum um átökin milli góðs og ills.

Return of the Jedi
Style „A“ 1983

Þetta plakat er vel þekkt fyrir Return of the Jedi og er teiknað af Tim Reamer. Um liststjórnun og hönnun sá Paykos Phior. Plakatið er af hönd Luke haldandi á geislasverði.

Return of the Jedi
Style „B“ 1983


Return of the Jedi plakatið var teiknað af Kozuhiko Sano. Það var Christopher Werner sem sá um hönnunina og uppsetningu.

Revenge of the Jedi
1982

Return of the Jedi átti upphaflega að heita Revenge of the Jedi og þetta plakat sýnir það. Plakatið var búið til í desember 1982. George Lucas breytti titlinum, vegna þess að honum fannst það ganga gegn því sem Jedarnir standa fyrir.

Þetta plakat er mjög vinsælt hjá söfnurum og var aðeins gefið út í 6800 eintökum sem fóru til meðlima aðdáendaklúbba fyrir 9.50$ á þeim tíma og eflaust orðin meira virði í dag. Bill Pate sá um listræna stjórnun og hönnun á plakatinu. Drew Struzan sá um að teikna plakatið og er einna þekktastur af þeim sem hafa teiknað plaköt fyrir Star Wars myndirnar.

Star Wars: Galaxy of heroes (farsímaleikur)

Star Wars, Galaxy of Heroes er ókeypis Android leikur sem er spilanlegur á snjallsímum og ipad. Hann er í stöðugri uppfærslu sem þýðir að nýjar hetjur, óvinir og borð eru sífellt bætast við og þar sem það er óragrúi af persónum í Star Wars (í öllum miðlum) er það nánast endalaust verkefni.

Hverri persónu er skipt upp í light eða darkside, hefur sína eiginleika, er raðað eftir styrkleika og því hærri stjörnur sem þær hafa því öflugri eru þær en þú getur einnig styrkt veikari persónur með því að finna þeirra „charactershards“ (persónugler) og gera „promote.“ Svo virðist sem þú getir einnig fengið skip en það er fyrir lengra komna.

Leikurinn tekur sinn tíma, þetta er ekki leikur sem þú klárar á einum degi heldur á mánuðum eða jafnvel árum…en hann er þess virði!

Það þarf að hafa mikið fyrir hlutunum og sérstaklega til að fá nýjar persónur (það er langur vegur að þeim allra öflugustu), þannig að það er kannski langt í að þú fáir uppáhalds persónuna þína en það gerir það verkum að það hvetur mann áfram til að spila og maður getur spilað sömu borðin ákveðið oft til að fá verðlaun. En til þess að fá persónu þarftu að safna „charactershards“ (persónuglerjum) með því að spila borðin í erfiðasta erfiðleikastiginu, sem er ekki hægt fyrr en þú hefur sigrað öll borðin í viðkomandi heimi eða fara í Cantina battles og vonast til að fá einhver þar. Að sjálfsögðu er hægt að fara styttri leið og kaupa svokallað datapad sem inniheldur ýmsar persónur, svo þitt er valið hvort þú farir þá leið eða löngu, erfiðu en hina, skemmtilegu leiðina.

ATH! Eftir að þú kemst á level 15 verðurðu verðlaunaður með þeim möguleika að geta fengið tímabundna hjálp, sem þýðir að þú getur notast við persónu sem þú átt ekki. Það kemur sér afar vel þegar maður á ekki margar persónur og stundum fær maður mjög öflugan bandamann sem er snilld.

Þú getur líka gengið til liðs við „guild“ og sent út hjálparbeiðnir. Eða bara ákveðið að takast á við verkefnin á eigin spítur. Þitt er valið. 🙂

Í byrjun leiksins eru möguleikarnir hins vegar afar takmarkaðir, þú byrjar með fáar persónur en færð sjálfan Luke Skywalker reyndar frían sem er gott, þar sem hann er öflugur, þó hann sé reyndar ekki kominn með geislasverð og smá saman bætist í lið þitt. En leikunum er skipt upp í nokkra mismunandi bardaga, Light side, Dark side og Cantina battles, plús að fleiri bætast við eftir því sem þú „levelar“ upp sem gerist með því að spila sem mest og vinna.

Þú færð líka ýmislegt í verðlaun með því að klára verkefni, auk þess að ýmislegt leynist í sendingum sem þú færð, en þú ert með ákveðna gjaldmiðla innan leiksins, kristala, credits og svo er orka sem eyðist eftir því sem þú spilar meira en þú færð auka orku. Ýmislegt skýrist best á því að spila leikinn en hann er duglegur að kenna manni, þannig að þú festist aldrei.

En helsti munurinn á bardögunum er að Light er bara fyrir light side persónur sem eru að berjast á móti darkside og darkside, sem opnast ekki fyrr en þú hefur náð tólfta borði, plús safnað þremur darkside persónum. Hins vegar er Cantina battle frjálst, þar geta allir verið saman og á móti hverjum sem er en þeir bardagar eru töluvert erfiðari, enda ýmislegt í verðlaun fyrir að vinna þá.

Leikurinn svipar meðal annars til Final Fantasy að því leytinu til að hann er „turnbased“ sem þýðir að hver og einn af liðinu þínum þarf að bíða eftir að fá að gera og er að mörgu leyti líkur skák, að fyrst gerir þú og svo andstæðingurinn. En ólíkt skák færðu jafn margar umferðir og þær hetjur sem þú ert með, því reiðir á að hafa sem flesta á móti sem fæstum eða allavega nógu sterka meðlimi sem geta staðið upp í hárinu á andstæðingunum. Því reiðir á að kunna vel á eiginleika hverrar persónu til að nota þá vel en sumir geta læknað og því reiðir á að þeir komist heilir á leiðarenda, ef þú vilt eiga einhverja möguleika á móti sterkustu andstæðingunum.

En það sem flækir málin verulega er að hvert borð eru þrjár lotur plús „Final encounter“ (lokaandstæðingurinn) og því reiðir á að komast af með sem flesta úr liði sínu í hverri lotu (sérstaklega þann sem getur læknað!), því annars mætir þú ofjarli þínum í lokaumferðinni. Það er fátt eins svekkjandi og vera komin alla leið á leiðarenda og tapa þar, því að það þýðir að þú þarft að gera allt borðið aftur. Sem betur er hver umferð ekki það löng og þú getur ráðið hraðanum, þannig að hver umferð gengur hraðar fyrir sig.

Að lokum færðu svo stjörnugjöf eftir því hvernig þú hefur staðið þig, ef þú hefur náð öllu liðinu þínu gegn þá færðu þrjár stjörnur en minnsta stjörnugjöfin er ein stjarna. Það hvetur mann til þess að fara aftur í borðin, auk þess sem þau eru ekki það löng að það hentar vel að fara aftur í auðveld borð til þess að safna gjaldmiðlunum, credits og kristölum, sem hjálpar til við að uppfæra persónurnar þínar sem er nauðsynlegt ef því sem þú kemst lengra. Leikurinn gengur því mikið út á herkænsku, þolinmæði en maður lærir af ósigrum sínum og hvernig best að raða persónum sínum upp á móti hverjum.

Þetta er stórskemmtilegur leikur, þó að maður þurfi að hafa fyrir ýmsu í honum en maður lærir mest að því að spila hann, þar sem ýmislegt virkar flóknara í texta en það í raun veru er. Hann hentar einstaklega vel til þess að spila stutt í einu, ef mann langar til þess að gera eitthvað sem er ekkert allt of flókið en þú hefur samt langtíma markmið. Það poppar líka ýmislegt óvænt upp eftir því sem maður kemst lengra, maður er sífellt að læra á hann. Það borgar sig að fá sem mest XP og komast á næsta stig, því að það hjálpar manni að komast lengra og opnar fyrir fleiri skemmtilega möguleika.

Mæli því eindregið með honum. Hann er ókeypis og fæst á apple og google playstore. 😉

Væntanlegar Star Wars bækur og myndasögur (Comic con)

Hér er hægt að sjá umfjöllun um allar bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.

The Last Jedi: Rian segir…

Rian Johnsson leikstjóri The Last Jedi sem er væntanleg í desember, hefur verið duglegur að tjá sig um myndina án þess þó að gefa of mikið upp.

Hann hefur gefið upp eitt orð úr væntanlegum opnunartexta, því sem hann er hvað stoltastur að hafa komið fyrir, en það er „decimated“ (sem er erfitt að þýða á íslensku en þýðir að hluta til eyðilagt).

Sem mikill Star Wars aðdáandi hefur hann sagt frá helstu innblástrum sínum og það vakti furðu marga að sú mynd í upprunalega þríleiknum (Episode 4-6) sem hann sótti hvað mest í, er Return of the Jedi en ekki Empire strikes back eins og fólk hefur ítrekað haldið fram, fyrst og fremst vegna þess að mörgum þótti The Force Awakens sækja það mikið í New Hope og vegna þess að The Last Jedi, er númer 2 í röðinni eins og Empire var á sínum tíma.

 

Hins vegar hefur Rian sagt að myndin verði ekki bara dökk eins og margir töldu, heldur vildi hann sækja í ævintýralegu spennuna sem er í The Return of the Jedi, sem hann man svo vel eftir þegar hann var tíu ára gutti að horfa á hana. Auk þess hefur hann sagt að útlitið sé að mestu fengið úr Forsögunum (1-3) enda eru þær myndir, útlitslega alger listaverk, þó að margir deila um innihaldið enda smekksatriði. En það breytir því ekki að Forsögurnar komu  með nýtt líf inn í Star Wars, sem heldur bara áfram að gefa.

Það verður því spennandi að sjá hvernig þessi blanda hjá Rian eigi eftir að koma út, þegar að myndin kemur loksins í kvikmyndahús 15.desember. En leikararnir hafa bara haft virkilega góða hluti um myndina segja, það er að segja það litla sem þeir hafa mátt segja um hana á þessu stigi. Hún stefnir því að vera alger veisla fyrir augað og önnur skilningarvit.

Þangað til að mynd sjálf kemur, er hægt að sjá hér „að tjaldabaki“ og sýnishorn fyrir myndina (annað ítarlegra er væntanlegt í september/október) auk veggspjalda.