The Last Jedi: Lego veggspjöld

Ný styttist óðfluga í Force Friday (sem er í ár, 1.september), en það er dagurinn sem að nýju Star Wars leikföngin detta í búðirnar, þó að vísu hafa sumar verslanir tekið forskot á sæluna og fólk er því strax farið að greina í öreindir hvort að hér sé um að ræða einhverja spilla fyrir myndina.

Lego er að sjálfsögðu í fararbroddi þegar kemur að Star Wars leikföngum ásamt Hasbro og því má hér sjá þeirra grínútgáfur af persónu veggspjöldunum sem voru gefin út á D23, enda er Lego þekkt fyrir að gera góðlátlegt grín að Star Wars eins og í leikjum sínum, þáttum og myndum.

 

Fréttir frá Han Solo plús nýjar myndir og myndbönd

Ron Howard er að vanda duglegur að deila myndum og myndböndum (án nokkura spilla!) af væntanlegri Han Solo (25.maí 2018) og hér fyrir neðan má sjá þær nýjustu.

Helstu fréttir eru að vegna breyttara áætlunar á „reshoots“ í kjölfar leikstjórabreytinganna, þurfti að klippa út persónu óskarverðlaunaleikarans Michael K. Williams . Ástæðan er einfaldlega vegna þess að hann var upptekinn í tökum á annari mynd sem stangaðist á við tökuáætlanir á Han Solo. Michael hafði ekkert nema gott að segja um vinnuna við myndina enda getur svona alltaf gerst í kvikmyndagerð.

Aðrar fréttir eru bara orðrómur en mögulega verður Maz Kanata í Han Solo myndinni.

 

Things are a little rough all over the Galaxy

A post shared by RealRonHoward (@realronhoward) on

 

Ný hliðarmynd: Obi Wan Kenobi

Loksins er komið fram hver næsta hliðarmynd verður eftir Han Solo myndina sem er væntanleg 25.maí 2018 og enn höldum við okkur við forsögumyndaslóðum (Rogue One, Han Solo) þar sem saga Obi Wan Kenobi er næst í röðinni, sem er þá væntanleg í maí 2020.

Að svo stöddu hefur ekki verið rætt við Ewan McGregor sem lék hann í forsögumyndunum (Episode 1-3) að taka aftur að sér hlutverkið en hann hafði sjálfur líst yfir áhuga til að gera fleiri myndir.

Lucafilm er í viðræðum við óskarverðlaunatilfnefninga leikstjórann Stephen Daldry (Billy Elliot, The Hours) til þess að leikstýra myndinni en ekkert er vitað um söguþráð eða leikendur enn sem komið er en nóg er af taka með þessa persónu sem kom fyrst fram fyrir fjörtíu árum í A New Hope, sem dularfullur Jedi meistari, fyrrum meistari Anakin Skywalker, seinna meir sjálfum Svarthöfða en þökk sé forsögumyndunum Episode 1-3 þá vitum við ýmislegt um kappann og einnig í teiknimyndaþáttaröðunum Clone Wars, Rebels og ýmsum bókum.

Enda er Obi Wan (Gamli Ben) mikilvægur þáttur í allri Star Wars sögunni, en orðómar segja að hann muni einnig koma fram í nýjustu Star Wars myndinni, The Last Jedi og vinsæl kenning er að hann sé nákominn nýju hetjunni okkar Rey sem var kynnt til sögunnar í The Force Awakens. Hans andi lifir allavega í Luke Skywalker, hetjunni úr upprunalegu myndunum (Episode IV-VI) fyrrum nemanda sínum sem hefur einnig misst nemanda til myrku hliðarinnar (Ben Solo-Kylo Ren) og þarf að gera það upp við sig hvort hann eigi að þjálfa Rey eða ekki til að berjast fyrir friði á vetrarbrautinni.

Við fylgjumst að sjálfsögðu spennt með framvindu mála en einnig hefur verið talað um að gera Boba Fett mynd, Yoda og jafnvel Jabba Hutt!

Spurning hvað verður fyrir valinu en allavega í spilunum er Obi Wan myndin sem margir aðdáendur hreinilega grátbáðu um og fengu ósk sína loks uppfyllta.  Sem er afar viðeigandi ef miðað er við eina af þekktastu línunum úr A New Hope, myndinni sem startaði öllu Star Wars ævintýrinu fyrir fjörtíu árum síðan: „Help me, Obi Wan, you are my only hope.“ (Hjálpaðu mér Obi Wan, þú ert eina von mín.“)

The Last Jedi: Entertainment weekly (greinar, viðtöl og myndir)

Þessi vika var stútfull með fréttum og myndum úr The Last Jedi (engir spillar samt!) Hér fyrir neðan eru forsíðurnar á Entertainment Weekly sem birti 9 greinar (þar af eina bara með myndum) úr The Last Jedi. Hægt er að sjá greinarnar fyrir neðan myndirnar, auk hinna myndanna.

Exclusive New ‘Star Wars’ Images from ‘The Last Jedi’

‘Star Wars: The Last Jedi’: Can Rey save Luke Skywalker from himself?

‘Star Wars: The Last Jedi’: With Finn and Rose, a ‘big deal’ is redeemed by ‘a nobody’

‘The Last Jedi’: Meet the porgs and the Caretakers

‘The Last Jedi’: Supreme Leader Snoke emerges with elite Praetorian Guard

‘The Last Jedi’: Saying goodbye to Leia Organa and Carrie Fisher

‘The Last Jedi’: New details on Benicio Del Toro’s devious character

‘The Last Jedi’: Rey takes her first steps toward uncovering her family history

‘The Last Jedi’: Kylo Ren’s humiliation — and more details from the ‘Star Wars’ dark side

En fyrir þá sem vilja enga spilla þá eru Rian og Mark sammála og segja fólki að forðast alla spilla sem þið getið þangað til í desember!

Það verður erfitt…:S Við lifum á tölvuöld…en viðtölin gera lítið annað en að staðfesta það sem mann grunaði, svo það er ekkert „hættulegt“ að lesa þau eða skoða myndirnar. 😉

The Last Jedi kemur út 15.desember!

 

Sýndarveruleikur: Secrets of the Empire

Þrátt fyrir að langt sé í opnun skemmtigarðsins, Galaxy’s Edge en stefnt er að opnun sumarið 2019 erum þegar búnar að fá nokkrar spennandi fréttir af honum. Nú virðist sem vera sem að fólk geti tekið forskot á sæluna með væntanlegum sýndarveruleik, Secrets of the Empire sem verður í öðrum skemmtigörðum Disney, Downtown Disney í Disneyland Resort og Disney Springs at Walt Disney World Resort. En stefnt er að því að opna leikinn í kringum hátíðirnar.

Við vitum þegar af Star Wars hótelinu sem verður í Galaxy edge og eins og það eitt og sér væri ekki nóg til þess að láta mann lifa sig inn í söguna, þá er þessi nýi sýndarveruleikur þess leiðis að fólk bókstaflega mun lifa sig inn í söguna.

En Star Wars hafa þegar verið að gera nokkrar tilraunir með sýndarveruleikann, eins og þegar þeir gáfu út leikinn „Trials of Tatooine“ þar sem maður fær tækifæri til þess að nota geislasverð og laga the Millenium Falcon.

En sá leikurinn var takmarkaður við rýmið sem maður var í og því ekki hægt að hreyfa sig mikið ólíkt Secrets of the Empire sem mun hafa töluvert meira frelsi en sá leikur. Hér er yfirlýsing frá The Void, í samstarfi við ILMxLab, sem gera leikinn sem er væntanlegur þessi jólin.

„A truly transformative experience is so much more than what you see with your eyes; it’s what you hear, feel, touch, and even smell. Through the power of THE VOID, guests who step into Star Wars: Secrets of the Empirewon’t just see this world, they’ll know that they are part of this amazing story.”  

Þeir lofa semsagt að þú getir nýtt skilningarvitin til hins ítrasta, heyrt, fundið, snert og jafnvel fundið lykt! Þannig að fólk sjái ekki bara heiminn heldur séu virkilegir þátttakendur.

Hér fyrir neðan má líta á concept art frá Lucas Film og lítur út fyrir að leikurinn muni gerast á tímum Rogue One, ef marka má vélmennið K2S0 og að við sjáum kastalann hans Svarthöfða á Mustafar en sagan gæti að einhverju leyti gerst þar.

En við verðum víst bara að bíða og sjá þar til fleiri fréttir berast.
Nánar.

Þegar hefur verið sagt frá „Jedi challenges“ sem er líka væntanlegur sýndarveruleikur, þar sem fólk mun geta notað geislasverð og jafnvel spilað Dejarik sem er hvað líkastur skák hjá okkur en við fengum fyrst að kynnast í New Hope.

Spurning hvort að það séu fleiri sýndarveruleikar á leiðinni sem við höfum enn ekki heyrt um? Það mun tíminn einn leiða í ljós…

 

Fréttir af Han Solo og Episode IX

Það er nóg um að vera í framleiðslu væntanlegra Star Wars mynda og í þessari viku fengum við að vita meira af Han Solo myndinni og Episode IX, þó að töluvert langt sé í þá síðarnefndu.

Núverandi leikstjóri Han Solo myndarinnar, hann Ron Howard, er hrikalega duglegur að deila myndum af setti en þó án þess að gefa upp neina spilla.

Hér eru myndir af nýjum vélmönnum, það seinna svipar til R2 og BB-8 (liturinn) en það fyrra virðist vera eins konar plötusnúður.
Auk þess hefur frést að Warik Davis, stjörnustríðleikari (hefur verið í öllum myndum frá Return of the Jedi en hann varð þekktur fyrir að leika Wicket 0g hefur verið í fjölda annarra kvikmynda) og var auk þess aðalhlutverkið í myndinni hans Ron Howard, Willow muni vera með eitthvað hlutverk. En ef marka má myndina fyrir neðan átti hann þegar að vera í myndinni, það sem gerir þetta hins vegar skemmtilegt er að Ron Howard er að fá óvænt tækifæri til þess að leikstýra honum aftur eftir þrjátíu ár.

Þar að auki verður leikarinn Clint Howard, bróðir Ron með gestahlutverk en að öllum líkindum hefur honum verið bætt við við nýja planið eftir að Ron tók við.

 

Allt virðist vera ganga eins í sögu í framleiðslu myndarinnar eftir bakslagið með að brottrekstur fyrrum leikstjóra og hafa allir sem eru þátttakendur í henni, ekkert nema gott að segja.

Allt virðist því vera á áætlun og allt stefnir á myndin rati í kvikmyndahús á réttum tíma en hún er væntanleg 25.maí 2018.

 

***

Þrátt fyrir Episode IX, síðasta myndin í nýja þríleiknum komi ekki út fyrr en 24.maí 2019, þá hefur leikstjórinn Colin Trewoor verður duglegur að tjá sig, án þess þó að gefa neitt upp og sérstaklega eftir að fólk lýsti óþörfum áhyggjum yfir að hann væri við stjórnvölinn vegna þess hversu illa nýjast mynd hans, „Book of Henry“ gekk.

En nú er svo komið að það hefur verið ráðinn nýr handritshöfundur, Jack Thorne til þess að endurskrifa handritið, en þó fyrst og fremst til þess að koma því niður í tvo tíma og skerpa samtölin. Það er ekkert óvenjulegt að inn sé fenginn annar handritshöfundur en það hefur átt við um allar nýju myndirnar, The Force Awakens, Rogue One, reyndar ekki The Last Jedi. En hugmyndin er að fá annan til að koma inn með nýja sýn ekki að það þurfi að gerbreyta sögunni eins og margir virðast halda.

Jack Thorne er þekktur sjónvarpsþáttahöfundur í Bretlandi en þekktastur er hann fyrir að vera meðhöfundur að leikritinu „Harry Potter and the cursed child.“