John Favrau mun framleiða og skrifa Star Wars sjónvarpsþáttaröð

Helstu myndir John Favrau eru eftirtaldar:

  • Cowboys and Aliens
  • Elf
  • Iron Man
  • Iron Man 2
  • The Jungle Book (2016)
  • The Jungle Book II
  • The Lion King (2019)
  • Made

John sem einnig er leikari, er langt frá því ókunnugur Star Wars heiminum, þar sem ekki einungis hefur hann verið aðdáandi síðan hann var ellefu ára heldur hefur hann að auki talsett persónuna Pre Vizla í Clone War og mun einnig fara með lítið hlutverk í Han Solo myndinni.

Að svo stöddu er ekkert vitað um söguþráð tilvonandi þáttaraðar, sem er væntanleg 2019 á nýju streymisveitu Disney, en hér má lesa nánar um tilkynninguna á starwars.com.