The Force Awakens frumsýnd í Kína

The Force Awakens heldur áfram að vinna sig upp tekjulistann og er komin í yfir 800 milljón dollara í Bandaríkjunum. Á heimsvísu er hún með 1,7 milljarða í tekjur og er í þriðja sæti yfir efstu myndir.

Myndin var forsýnd um helgina í Kína og var með 53 milljón dollara í tekjur. Tvær nýjar myndir komu inn á topp tíu listann yfir tekjuhæstu myndir fyrir helgina. Myndin Revenant með Leonardo Dicaprio var í öðru sæti og myndin The Forest var í fjórða sæti.