Mín upplifun á Star Wars þegar ég var krakki


Þannig hefst ein af klassísku geimóperum okkar tíma og það er eitthvað við Star Wars myndirnar sem er göldrum líkast. Ég man að þegar ég sá upprunalegu myndirnar í kvikmyndahúsum um það leiti þegar þær komu út þegar ég var krakki þá var ég alveg heillaður.

Í mínum augum þá voru þessir galdrar, hlutir eins og geimurinn. Ég fylgdist með fréttum um geimferðir bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í sjónvarpi og dagblöðum, í þá daga var ekkert Internet. Maður velti fyrir sér hvað gæti verið í geimnum sem er alveg ókannað svæði. Þetta býður ímyndunaraflinu upp á mörg tækifæri til að skapa annan heim sem George Lucas gerði með Star Wars.

Þetta var heimur sem opnaði nýja möguleika eins og geimskip sem geta flogið á ljóshraða, vélmenni og Máttinn. Í upprunalegu myndunum er sagan um Luke Skywalker og hvernig nýr heimur opnast fyrir honum þegar hann hittir Jeda að nafni Obi Wan Kenobi.

Allt í einu breytist líf hans úr því að búa í sveit á Tatooine með frændfólki sínu í að læra um Máttinn og stíga fyrsta skrefið inn í nýjan heim. Star Wars er fantasía sem gerist í geimnum og byrjunin segir allt sem segja þarf, eða Endur fyrir löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu. Það er allt sem þarf til þess að koma ímyndunaraflinu af stað.

Ég horfði svo á þær á VHS spólum þegar þær voru gefnar út. Fyrst á A New Hope, svo á Empire Strikes Back og loks á Return of the Jedi. Þetta er annar heimur með stöðum eins og Tatooine, Cloud City og Endor. Það eru ekki einungis magnaðir staðir það eru persónurnar eins og Han, Luke og Lilja og Svarthöfði. Sagan spilar þar stóran þátt og eitt af því minnistæðasta var þegar Svarthöfði segir Luke að hann sé faðir hans og freistar hans til myrku hliðar máttsins.

George Lucas tókst einhvern vegin að blanda þessu öllu saman svo að úr varð geimdrama sem maður verður að fylgjast með. Sumar af hugmyndunum sem hann notaði í myndunum fékk hann frá myndinni Flash Gordon frá árinu 1936, en upphaflega ætlaði hann að gera Flash Gordon mynd, en fékk ekki réttinn til þess.

Hann fékk líka hugmyndir frá mynd japanska leikstjórans Akira Kurosawa The Hidden Fortress. Þaðan kemur hugmyndin um vélmennin R2-D2 og C-3PO, sem í Hidden Fortress eru tveir bændur.

Star Wars er saga þar sem gott og illt takast á, hið illa Veldi gegn Uppreisninni þar sem hver persóna hefur sitt hlutverk.Frá Stjarn vélmenninu R2-D2 og Samskipta vélmenninu C-3PO til Lilju prinsessu.

Þegar maður var krakki og sá myndirnar þá pældi maður aldrei í að það væri einhver strúktúr sem sagan byggði á. Það var svo eitt sinn þegar ég var í Bókasölu Stúdenta að ég sá bók með Luke Skywalker framan á.


Bókin hét the Hero with a thousand faces og í henni er strúktur goðsögunnar eða það sem heitir The Heroes Journey sem á íslensku er Ferð Hetjunnar. Það er strúktúr sem hetjan fetar og Star Wars notar og margar aðrar sögur. Rithöfundurinn sem skrifaði bókina heitir Joseph Campbell.

George Lucas notaði bókina þegar hann skrifaði Star Wars og er hægt að lesa í söguna ákveðin form sem koma í myndinni. Eitt dæmi um það er Call to adventure eða ævintýrið kallar, þegar Obi Wan biður Luke um að koma með sér til Alderaan. Það er kall til Luke Skywalker til ævintýrisins.

Þessi heimur um ferð hetjunar skiptist í tvennt, það er hin venjulegi heimur og svo hin yfirnáttúrulegi heimur. Hetjan þarf að feta úr hinum venjulega heimi og yfir í þann yfirnáttúrulega og svo aftur tilbaka með það sem áunnist hefur í ferðinni. Allt er hægt að sjá þetta í Star Wars. Allar persónurnar í myndinni feta ákveðin fótspor í sinni ævintýrasögu.

Því væri hægt að flokka myndina sem nútíma goðsögu og það eru goðsögur og eðli þeirra sem Joseph Campbell skrifar um í bók sinni. George Lucas gerði Star Wars af því að honum fannst vanta nútíma goðsögu um það hvernig er að verða fullorðinn. Hann hefur sagt að Star Wars sé saga fyrir 12 ára börn um það hvernig er að verða fullorðinn.

Þessi færsla var birt undir Fréttir. Bókamerkja beinan tengil.