Star Wars húmor: Bad lip syncing

Eitt af því sem gerir Stjörnustríðsheiminn svo heillandi, er að það er ekki nóg með að það sé til óragrúi af „canon“ efni heldur er líka til alls konar aðdáendaefni og margt af því er virkilega vel gert.
Þrátt fyrir að Stjörnustríðsagan sé frekar alvarleg er líka mikill húmor í henni og því er gaman að sjá þegar farið er alla leið með það, sem er eitthvað sem aðdáendur hafa sérstaklega gaman að því að gera.

Bad lip syncing er örugglega með eitt af því steiktasta, þó að myndböndin séu reyndar missteikt og meira segja leynast frábær frumsamin lög inn á milli. En rétt eins og titilinn gefur til að kynna, er hér verið að leika sér að því að breyta samtölum og láta það passa við varahreyfingarnar sem gerir þetta afar raunverulegt, þó að útkoman sé oftast frekar skrautleg.

Hér er um að ræða fagmenn sem sjá um þetta og í myndbandinu fyrir Force Awakens, þá sér sjálfur Mark Hamill um að talsetja Harrison Ford. Sjón er sögu ríkari.

Góða skemmtun. (varúð þú færð Seagulls lagið á heilann og munt aldrei líta þetta atriði í Empire strikes back sömu augum. ;))

Og hér frábært lag sem er í raun tónlistarmyndbönd fyrir allar Stjörnustríðsmyndirnar (nema reyndar Rogue) sem er frekar góð kynning fyrir þá sem þekkja ekki til og frábær nostalgia fyrir þá sem þekkja heiminn vel. ;))