Vanity Fair – Myndir Last Jedi (May the 40th be with you!)

Á fimmtudaginn á Star Wars opinberlega 40 ára afmæli, þó að mikil veisla hafi þegar verið verið haldin í apríl á Celebration og nú allan maí meðal annars með Star Wars deginum, 4. maí (sem hefur verið haldin fimm sinnum hátíðlegur). Það er hins vegar þann 25.maí sem alvöru afmælisdagurinn er, en það var þann dag árið 1977 sem að New Hope var sýnt í Kvikmyndahúsum og allt þetta stórkostlega ævintýri hófst…

Vanity Fair tekur hér smá forskot á sæluna með því að birta fjórar myndir af leikurum/persónunum (hetjum og óvinum) á forsíðu sinni (í tilefni, May the 40th be with you), þannig að fólk þarf að kaupa fjögur tölublöð ef það ætlar að fá allar myndirnar, þegar blaðið kemur 31.maí en reyndar eru þær nú þegar aðgengilegar á veraldarvefnum en fyrir alvöru safnara er það örugglega ekki nóg. 😉

Það verða hins vegar ekki bara myndir úr Last Jedi, heldur auk þess er líka smá um myndina og minningarorð frá samleikurum um Carrie Fisher heitna, sem hér má einmitt sjá, á sér forsíðu í síðasta sinn í hlutverki sínu sem Leia Organa.

Auk þess má sjá hér í fyrsta skipti síðan á Celebration, mynd af Kellie Tran í hlutverki sínu sem Rose, nýrri hetju sem við fáum að kynnast í Last Jedi, þann 15.desember.

Athygli vekur að Captain Phasma er án hjálmsins hennar og spurning er hvort við fáum að sjá hana líka svoleiðis í myndinni en þegar er vitað að Kylo Ren, verður án hjálms (að mestu allavega.)

Hér má lesa ítarlegri upplýsingar um viðburðinn.