Húmor: Robot chicken

Það er vandmeðfarið að gera grín af (eða reyndar frekar með) álíka stóru og Stjörnustríðsheiminum og er fátt eins skemmtileg og þegar það er gert á virkilega vandaðan hátt af aðdáendum sem gera þetta af virðingu (ekkert kjaftæði!). Þar eru Robot chicken þættirnir sem sýndir voru á Adult Swim algerir snillingar í að benda á spaugilegu hliðarnar (og stundum grátbroslegu) í þessari fjarlægðu vetrarbraut fyrir langa, langa löngu og þær eru sko margar!

Þó að þeir hafi einungis tekið fyrir „The orginals“ Episode IV-VI (New Hope, Empire og Return) er nóg af efni en allt eru þetta frekar stutt atriði sem eru stundum skipt upp, til að mynda fáum við að sjá allt aðra hlið á keisaranum og hans samskiptum við Svarthöfða.

Góða skemmtun!