Mark Hamill segir sína skoðun


Í síðustu teaser stiklunni sem sýnd var á Star Wars Celebration í Orlando, þá segir Luke Skywalker „It´s a time for the Jedi to end“. Það er eins og Luke hafi tapað þeirri trú að endurreisa Jedana eftir það sem gengið hefur á.

Það er samt erfitt að lesa það úr teasernum hvort það sé það sem hann er að segja og við verðum bara að bíða eftir myndinni. Mark Hamill segir að það hafi verið áfall að lesa það sem Rian Johnson skrifaði í handritinu og er viss um að það verði það líka fyrir áhorfendur.

Eitthvað er það samt sem hefur farið fyrir hjarta Marks varðandi ákvarðanir Luke í myndinni og hvort það er þetta er góð spurning. Hann kom því á framfæri við Rian. Þegar hann hafði sagt honum það sem hann honum fannst, þá fór hann að vinna að þeirri sýn sem Rian hafði fyrir myndina.

Mark var ekki sá einni sem var ósáttur og var Daisy Ridley áhyggjufull yfir atburðum sem eiga að gerast í myndinni. Við verðum víst bara að bíða og sjá hvaða atburðir það eru sem eiga eftir að hafa svona mikil áhrif.

Mark Hamill tók aftur það sem hann sagði og sagðist hafa sætt sig við það sem Rian Johnson vildi og þá væri þetta stórskemmtilegt ferðalag.