Leikstjóradrama – Frh

Sjá fyrri frétt.

Eftir að Phil Lord og Chris Miller voru reknir sem leikstjórar Han Solo myndarinnar, með þá skýringu að listrænn ágreiningur hafi komið upp, var Kathleen strax ásökuð um það að ganga á baki orða sinna að leikstjórarnir myndu hafa listrænt frelsi og hún væri í raun veru að steypa alla í sama mót. Að hliðarmyndirnar mættu í raun ekkert verða neitt öðruvísi en „sagamyndirnar“ (Episode I-IX)

En hvað gerðist raunverulega á setti Han Solo myndarinnar? Voru þeir virkilega að reyna breyta henni í aðra Ace Ventura mynd, eins og sömusagnir hermdu?

The Hollywood reporter (THR) náði tali af þeim sem unnu að myndinni og þá kom í ljós að þetta var mun flóknara en það og mesta furða að þeir hafi í raun ekki verið reknir fyrr. Kjarninn í gagnrýninni var sá að þeir kunnu ekki að gera „blockbuster“ voru of mikið að treysta á spuna frá leikurum og fara frá handritinu, jafnvel eftir að þeir höfðu verið varaðir við að gera það ekki og voru með of fáar myndavélauppstellingar, sem gaf klippurunum lítið frelsi. En leikstjórarnir voru ekkert einir um að vera reknir, til að byrja með hafði klipparinn verið rekinn og fenginn annar óskarverðlaunaklippari í staðinn. Einnig þurfti að ráða leikaraþjálfara (acting coach) til þess að bæta frammistöðu aðalleikarans sem gekk ekkert allt of vel undir handleiðslu leikstjórana en hann var víst ósáttur við hvaða stefnu þeir voru að taka persónuna. Nei, það er ekki vegna þess að hann er lélegur leikari eins og fjölmiðlar vilja segja og taka allt úr samhengi til að búa til nýtt hneyksli. Traust leikara og leikstjóra skiptir gríðarlegu miklu máli og þarna var það heldur betur ábatavant. Honum ætti að reiða betur undir handleiðslu óskarverðlaunaleikstjórans Ron Howard, mikil Stjörnustríðsaðdáenda og góðvinar Lucasar.

Enda hefur komið fram að „cast og crew“ (leikararar og starfslið) hafi klappað ógurlega þegar fréttist að Ron Howard hafi tekið við stjórninni, sem sýnir að myndin ætti að vera komin í öruggar hendur. Ron hafði þó að sjálfsögðu áhyggjur af því hvað þeir Phil Lord og Chris Miller þættu um að hann væri að taka yfir þeirra verkefni, var í tölvupóstsamskiptum við þá en þeir tóku ekkert illa í það heldur óskuðu honum góðs gengis. Að öllum líkindum munu þeir fara aftur í Flash myndina hjá DC sem þeir löbbbuðu frá til að gera Han Solo myndina, spurning er samt hvernig þeim mun reiða undir öðru stúdói að gera risamynd en auðvitað vill maður allt blessist hjá þeim. Eitt er víst allt sem Howard gerir verður að gulli. Hér má lesa frekari fréttir af Han Solo myndinni.

Hér má lesa greinina í heild sinni sem er afar áhugaverð og sem kvikmyndargerðarmaður rekur maður stór augu við hvernig þeir Phil Lord og Chris Miller hegðuðu sér á setti, eitt sinn neituðu þeir að byrja að taka upp fyrr en kl 13 sem er ósættanlegt í svona stóru verkefni sem byrjar á morgnana, en þeir vildu engu breyta, kvörtuðu undan álagi og því að hafa ekkert frelsi og voru heldur betur ósáttir þegar Lawrence Kasdan var fenginn til þess að fylgjast með þeim, sem þeirra „skuggaleikstjóri.“ Kathleen hafði því gert allt sem í sínu valdi stóð til þess að reyna bjarga þessu en þegar allt komið fyrir var ákveðið að betra væri að láta þá fara.

Margir vilja meina að það sé eitthvað stórt leikstjóra vandamál hjá Lucasfilm, fyrst að þetta sé í annað skipti þar sem þeir þurfa grípa inn í með hliðarmyndirnar sínar en síðast var það með Rogue One en sá leikstjóri tók vel í allar breytingar og var samvinnuþýður, ólíkt Phil Lord og Chris Miller.

Hins vegar má benda á að bæði J.J. Abrahams með The Force Awakens og nú Rian Johnsson, lentu í engu veseni en Rian mun klára eftirvinnsluna á The Last Jedi í ágúst, en þeir eru reyndar leikstjórar nýju „saga“ myndanna.

„Saga“ leikstjórarnir eru þó ekki lausir við hneyksli og hefur eitt skekið hann Colin Trevorrow, sem á að leikstýra 9 og síðustu myndinni í nýja þríleiknum, einvörðungu vegna þess að indie myndin hans, „Book of Henry“ fékk slæma dóma frá gagnrýnendum en hún er töluvert betur liðinn af áhorfendum.

Vinnan hans virðist samt ekki vera í neinni hættu og vonar maður að allt gangi vel þegar að tökurnar á 9 hefjast í janúar. Fleiri fréttir af 9 má nálgast hér.

Uppfært: Colin varð rekinn og JJ. tók við.

Það sem er þó næst á dagskrá er næsta sýnishorn fyrir The Last Jedi sem er væntanlegt í júlí! 😀 Hér má sjá gamla sýnishornið.

Uppfært: Nýja sýnishornið kom í október og má sjá í allri sinni dýrð hérna.