BB-8 á flótta – saga fyrir svefninn

Það er hægt að gera bækur um allt í Star Wars og þá meina ég bókstaflega allt. Hér er bók sem er hugsuð sem saga fyrir svefninn fyrir yngstu kynslóðina en þeir eldri hafa víst líka gaman að henni ef marka má gagnrýni um hana (sjá fyrir neðan).

Í aðalhlutverki er enginn annar en BB-8, nýja vélmennið sem vann hug og hjörtu allra með krúttleika sínum í The Force Awakens en hér er sagan hans rekin af því þegar hann er viðskila við Poe Dameron eiganda sinn og þurfti að fara yfir eyðimörk Jakku til þess að fara með kortið sem leiðir til Luke Skywalker, alla leið til uppreisnarinnar.

Á leið sinni hittir hann alls konar fólk, þar sem hann þarf að gera það upp við sig, hvort hann eigi að hjálpa því eða að halda áfram með mikilvæga verkefnið sitt.

Þessi bók hljómar eins og alger krúttsprengja og myndirnar eru víst afar fallegar og ekki of barnalegar.

Einnig er alltaf gaman að lesa meira efni sem fyllir upp í eyðurnar á því sem gerðist í Force Awakens og styttir biðina eftir the Last Jedi.

Review – ‘BB-8 on the Run’ is the perfect Star Wars bedtime story