The Last Jedi: Lego veggspjöld

Ný styttist óðfluga í Force Friday (sem er í ár, 1.september), en það er dagurinn sem að nýju Star Wars leikföngin detta í búðirnar, þó að vísu hafa sumar verslanir tekið forskot á sæluna og fólk er því strax farið að greina í öreindir hvort að hér sé um að ræða einhverja spilla fyrir myndina.

Lego er að sjálfsögðu í fararbroddi þegar kemur að Star Wars leikföngum ásamt Hasbro og því má hér sjá þeirra grínútgáfur af persónu veggspjöldunum sem voru gefin út á D23, enda er Lego þekkt fyrir að gera góðlátlegt grín að Star Wars eins og í leikjum sínum, þáttum og myndum.