Tónlistin í Galaxy´s Edge

Við þekkjum flest tónlist John Williams úr myndunum og hann mun sjá um að gera tónlistina fyrir skemmtigarð Disney Galaxy´s Edge. Hann mun sjá um tónlistina ásamt Michael Giacchino sem bjó til tónlistina í Rogue One: A Star Wars Story. Þeir hafa unnið áður saman við þrívíddar skemmtiferðina Star Tours sem er í skemmtigörðum Disney. Þar er að finna tónlist Williams í skemmtiferðinni sjálfri og tónlist Giacchino áður en ferðin hefst.