Verður heilmyndatæknin framtíðin

Þetta var það sem Vodafone Group prófaði með tilrauna 5G netkerfi fyrir fyrsta heilmyndarsamtalið. Verkfræðingar á vegum fyrirtækisins sendu þrívíddar mynd af manneskju sem var í myndveri fyrirtækisins til notenda sem var með sýndarveruleikabúnað í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Þrívíddarmyndinni var líka varpað á svið fyrir áhorfendur og þótti líkjast atriðinu í Star Wars þegar R2-D2 varpar heilmynd af Leiu prinsessu biðja um hjálp frá Obi Wan Kenobi.

Þannig tækni gæti orðið að raunveruleika með 5G tækninni vegna þess að hraðinn er orðinn hundraðfaldur á við núverandi tækni.Það verður minni töf á því að gögn verði send á milli netkerfa og tækja.

Sérfræðingarnir segja að það gæti samt orðið nokkur ár í að heilmyndarsamtöl verði að raunveruleika líkt og það tók nokkur ár fyrir vídeo samtöl að verða að veruleika með símum, eftir að tæknin var fyrst prófuð.