Rogue One

RogueoneanthologyRouge One er titillinn á fyrstu sjálfstæðu Star Wars myndinni sem skoðar persónur og atburði fyrir utan Star Wars myndirnar og flokkast myndin undir Anthology titilinn. Myndinni verður leikstýrt af Gareth Edwards(Monsters, Godzilla) og Handritshöfundar eru Gary Whitta og Chris Weitz(Cinderella, About a Boy og Antz).
John Williams sem þekktur er fyrir tónlist sína fyrir myndirnar mun ekki semja tónlistina fyrir Anthology myndirnar og mun Andre Desplat semja tónlistina fyrir myndina.Hann vann með Gareth að myndinni Godzilla.Hann fékk Óskarsverðlaunin fyrir myndina Grand Budapest Hotel.

Fyrsta leikkonan sem hefur verið ráðin er Felicity Jones sem fékk Óskarsverðlauna tilnefningu fyrir leik sinn í myndinni The Theory of Everything.
Ýmisleg önnur nöfn hafa heyrst um aðra sem leika í myndinni eins og Sam Claflin, Riz Ahmed og Ben Mendelsohn. Sam Claflin leikur Finnick Odair í Hunger Games myndunum og Riz Amed lék í myndinni Nightcrawler.

Hugmyndin fyrir söguna að Rogue One kom frá John Knoll sem er Chief Creative officer hjá Industrial Light & Magic brellugerðarfyrirtækinu.Hugmyndin mun vera um hóp Uppreisnarmanna sem munu stela teikningum af fyrstu Dauðastjörnunni. Tökur á myndinni hefjast í sumar í London og mun myndin koma í kvikmyndahús 16. Desember árið 2016.