Safngripir á uppboði

Það var líf á uppboðsmörkuðum sem tengjast Star Wars safngripum úr Return of The Jedi í síðustu viku. Þannig var DL-44 geislabyssan sem Han Solo var með seld á 550000$ á uppboði.

Það var ekki það eins sem seldist dýru verði og var Imperial Scout Trooper blaster seld fyrir 90625$. Ewok hlutir voru einnig vinsælir og það seldist Ewok öx á 11250.

Á fyrri uppboðum fyrir Star Wars safngripi þá seldist líkan af Blockade Runner sem Leia prinsessa var í myndunum A New Hope og Rouge One á 450000$.

Þrælabúningurinn sem Leia var í seldist á 96000$. Aðrir hlutir sem hafa verið boðnir upp eru upprunalegt geislasverð Luke Skywalker á 200000$. Að lokum má minnast á að leðurjakkinn sem Han Solo var í The Force Awakens seldist á 191000$

Verður heilmyndatæknin framtíðin

Þetta var það sem Vodafone Group prófaði með tilrauna 5G netkerfi fyrir fyrsta heilmyndarsamtalið. Verkfræðingar á vegum fyrirtækisins sendu þrívíddar mynd af manneskju sem var í myndveri fyrirtækisins til notenda sem var með sýndarveruleikabúnað í höfuðstöðvum fyrirtækisins.

Þrívíddarmyndinni var líka varpað á svið fyrir áhorfendur og þótti líkjast atriðinu í Star Wars þegar R2-D2 varpar heilmynd af Leiu prinsessu biðja um hjálp frá Obi Wan Kenobi.

Þannig tækni gæti orðið að raunveruleika með 5G tækninni vegna þess að hraðinn er orðinn hundraðfaldur á við núverandi tækni.Það verður minni töf á því að gögn verði send á milli netkerfa og tækja.

Sérfræðingarnir segja að það gæti samt orðið nokkur ár í að heilmyndarsamtöl verði að raunveruleika líkt og það tók nokkur ár fyrir vídeo samtöl að verða að veruleika með símum, eftir að tæknin var fyrst prófuð.