John Favrau mun framleiða og skrifa Star Wars sjónvarpsþáttaröð

Helstu myndir John Favrau eru eftirtaldar:

  • Cowboys and Aliens
  • Elf
  • Iron Man
  • Iron Man 2
  • The Jungle Book (2016)
  • The Jungle Book II
  • The Lion King (2019)
  • Made

John sem einnig er leikari, er langt frá því ókunnugur Star Wars heiminum, þar sem ekki einungis hefur hann verið aðdáandi síðan hann var ellefu ára heldur hefur hann að auki talsett persónuna Pre Vizla í Clone War og mun einnig fara með lítið hlutverk í Han Solo myndinni.

Að svo stöddu er ekkert vitað um söguþráð tilvonandi þáttaraðar, sem er væntanleg 2019 á nýju streymisveitu Disney, en hér má lesa nánar um tilkynninguna á starwars.com.

 

The Last Jedi: Viðtal við Daisy hjá Star Wars.com

LIVE Q&A WITH DAISY RIDLEY!

We're live with Daisy Ridley!

Posted by Star Wars on 9. mars 2018

Han Solo og Lando bækurnar fyrir nýju myndina

Fullt af bókum og myndasögum eru væntanlegar fyrir Han Solo myndina og má þar helst nefna Last shot, sem gerist á þremur tímabilum, fyrir Han Solo myndina, eftir Han Solo myndina og svo ein sem gerist eftir Return of the Jedi. Hér fyrir neðan má lesa brot úr henni ásamt því að lesa viðtal við höfundinn, Daniel José eldri.

Brot úr the Last shot og viðtal við höfundinn.

Most wanted er unglingabók sem gerist á undan Han Solo myndinni, þar sem Han og Quira eru táningar á strætum Coreilleia.

Að auki er væntaleg myndasaga um Lando, Double or nothing sem fjallar um hvað hann er að gera áður en myndin hefst.

Svo má ekki gleyma að það er ein bók, hugsuð fyrir yngstu lesendur um Chewie, The Mighty Chewbacca: Forest of Fear, um Chewbacca og  Han Solo sem hitta óvænt K-2SO og Cassian Andor úr Rogue One.

Nánari upplýsingar um bækurnar og myndasögurnar sem eru væntanlegar.