Húmor: Robot chicken

Það er vandmeðfarið að gera grín af (eða reyndar frekar með) álíka stóru og Stjörnustríðsheiminum og er fátt eins skemmtileg og þegar það er gert á virkilega vandaðan hátt af aðdáendum sem gera þetta af virðingu (ekkert kjaftæði!). Þar eru Robot chicken þættirnir sem sýndir voru á Adult Swim algerir snillingar í að benda á spaugilegu hliðarnar (og stundum grátbroslegu) í þessari fjarlægðu vetrarbraut fyrir langa, langa löngu og þær eru sko margar!

Þó að þeir hafi einungis tekið fyrir „The orginals“ Episode IV-VI (New Hope, Empire og Return) er nóg af efni en allt eru þetta frekar stutt atriði sem eru stundum skipt upp, til að mynda fáum við að sjá allt aðra hlið á keisaranum og hans samskiptum við Svarthöfða.

Góða skemmtun!

 

Birt í Húmor | Slökkt á athugasemdum við Húmor: Robot chicken

Vanity Fair – Myndir Last Jedi (May the 40th be with you!)

Á fimmtudaginn á Star Wars opinberlega 40 ára afmæli, þó að mikil veisla hafi þegar verið verið haldin í apríl á Celebration og nú allan maí meðal annars með Star Wars deginum, 4. maí (sem hefur verið haldin fimm sinnum hátíðlegur). Það er hins vegar þann 25.maí sem alvöru afmælisdagurinn er, en það var þann dag árið 1977 sem að New Hope var sýnt í Kvikmyndahúsum og allt þetta stórkostlega ævintýri hófst…

Vanity Fair tekur hér smá forskot á sæluna með því að birta fjórar myndir af leikurum/persónunum (hetjum og óvinum) á forsíðu sinni (í tilefni, May the 40th be with you), þannig að fólk þarf að kaupa fjögur tölublöð ef það ætlar að fá allar myndirnar, þegar blaðið kemur 31.maí en reyndar eru þær nú þegar aðgengilegar á veraldarvefnum en fyrir alvöru safnara er það örugglega ekki nóg. 😉

Það verða hins vegar ekki bara myndir úr Last Jedi, heldur auk þess er líka smá um myndina og minningarorð frá samleikurum um Carrie Fisher heitna, sem hér má einmitt sjá, á sér forsíðu í síðasta sinn í hlutverki sínu sem Leia Organa.

Auk þess má sjá hér í fyrsta skipti síðan á Celebration, mynd af Kellie Tran í hlutverki sínu sem Rose, nýrri hetju sem við fáum að kynnast í Last Jedi, þann 15.desember.

Athygli vekur að Captain Phasma er án hjálmsins hennar og spurning er hvort við fáum að sjá hana líka svoleiðis í myndinni en þegar er vitað að Kylo Ren, verður án hjálms (að mestu allavega.)

Hér má lesa ítarlegri upplýsingar um viðburðinn. 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Vanity Fair – Myndir Last Jedi (May the 40th be with you!)

Star Wars húmor: Bad lip syncing

Eitt af því sem gerir Stjörnustríðsheiminn svo heillandi, er að það er ekki nóg með að það sé til óragrúi af „cannon“ efni heldur er líka til alls konar aðdáendaefni og margt af því er virkilega vel gert.
Þrátt fyrir að Stjörnustríðsagan sé frekar alvarleg er líka mikill húmor í henni og því er gaman að sjá þegar farið er alla leið með það, sem er eitthvað sem aðdáendur hafa sérstaklega gaman að því að gera.

Bad lip syncing er örugglega með eitt af því steiktasta, þó að myndböndin séu reyndar missteikt og meira segja leynast frábær frumsamin lög inn á milli. En rétt eins og titilinn gefur til að kynna, er hér verið að leika sér að því að breyta samtölum og láta það passa við varahreyfingarnar sem gerir þetta afar raunverulegt, þó að útkoman sé oftast frekar skrautleg.

Hér er um að ræða fagmenn sem sjá um þetta og í myndbandinu fyrir Force Awakens, þá sér sjálfur Mark Hamill um að talsetja Harrison Ford. Sjón er sögu ríkari.

Góða skemmtun. (varúð þú færð Seagulls lagið á heilann og munt aldrei líta þetta atriði í Empire strikes back sömu augum. ;))

Og hér frábært lag sem er í raun tónlistarmyndbönd fyrir allar Stjörnustríðsmyndirnar (nema reyndar Rogue) sem er frekar góð kynning fyrir þá sem þekkja ekki til og frábær nostalgia fyrir þá sem þekkja heiminn vel. ;))

 

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars húmor: Bad lip syncing

Ewan McGregor opin fyrir hliðarmynd

Ewan McGregor sem Star Wars aðdáendur þekkja sem Obi-Wan Kenobi úr Episode I-III segir að hann vilji gjarnan vinna að framhaldsmynd í framtíðinni. Hann segist opinn fyrir því að gera hliðarmynd(spinoff) um persónuna sína.

Hann segist ekki hafa fengið nein tilboð og hann hafi ekki hitt neinn varðandi það, en væri ánægður leika í mynd ef hann væri beðinn um það. Hann heldur samt að það myndi sennilega verða eftir 2020, ef það myndi verða af því.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Ewan McGregor opin fyrir hliðarmynd

Star Wars aðdáendasíða á Facebook

Starwars.is er komin með aðdáendasíðu á Facebook og þar er hægt að sjá örfréttir og upplýsingar sem tengjast vefnum. Slóðin er https://www.facebook.com/www.starwars.is/

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars aðdáendasíða á Facebook

Star Wars dagurinn – myndir í tilefni dagsins

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars dagurinn – myndir í tilefni dagsins

Star Wars dagurinn


May the 4th be with you. Í dag er haldið upp á Star Wars daginn sem er 4.maí. Við óskum öllum Star Wars aðdáendum til hamingju með daginn.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars dagurinn

Star Wars Celebration 40 ára afmæli – Samantekt

Það var mikið um dýrðir á the Starwars celebration (Stjörnustríðshátíðin) þann 13-16.apríl 2017 í Flórída, þar sem meðal annars var sýnt stiklan fyrir Last Jedi. The Star Wars show sýndi beint frá öllum viðburðum hátíðarinnar en hægt er að finna þá alla inn á youtube.

Hér á eftir verða taldir upp helstu atburðir eða umræður sem fóru fram þessa dagana en eru þá ótaldir fullt af öðrum spennandi hlutum líka og cosplay keppni, Star Wars grænmetisútskurður, Star Wars bílar, líkamsrækt og svo mætti lengi áfram telja.

Dagur 1

Celebration 40 ára afmæli.

Making of Rouge One.

Small talks: Tales from the darkside. Ian Mcdarmic

Be prepared to be Mauled. Ray Park.

Dagur 2

Last Jedi umræður.

Small talks with international star Warik Davis.

Battlefront 2

Dagur 3

Rebels

Heroines: Forces of destiny

40 years with Threepio.

Smooth talking with Billy Dee Williams.

Carrie tribute með Mark Hamill

Dagur 4

Hamill himself

These are the droids we are looking for (til minningar um Kenny Baker)

Lokahátíð

Næsta celebration verður 2019.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars Celebration 40 ára afmæli – Samantekt

Star Wars IX kemur 24.maí 2019

Star Wars IX, eða mynd númer 9 í röðinni mun koma í kvikmyndahús 24.maí 2019. Fyrri myndirnar komu í desember, en nú mun verða breyting á því. Colin Trevorrow er leikstjóri myndarinnar og hefur hann áður leikstýrt myndum eins og Jurassic World og Safety Not Guaranteed.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Star Wars IX kemur 24.maí 2019

Mín upplifun á Star Wars þegar ég var krakki


Þannig hefst ein af klassísku geimóperum okkar tíma og það er eitthvað við Star Wars myndirnar sem er göldrum líkast. Ég man að þegar ég sá upprunalegu myndirnar í kvikmyndahúsum um það leiti þegar þær komu út þegar ég var krakki þá var ég alveg heillaður.

Í mínum augum þá voru þessir galdrar, hlutir eins og geimurinn. Ég fylgdist með fréttum um geimferðir bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA í sjónvarpi og dagblöðum, í þá daga var ekkert Internet. Maður velti fyrir sér hvað gæti verið í geimnum sem er alveg ókannað svæði. Þetta býður ímyndunaraflinu upp á mörg tækifæri til að skapa annan heim sem George Lucas gerði með Star Wars.

Þetta var heimur sem opnaði nýja möguleika eins og geimskip sem geta flogið á ljóshraða, vélmenni og Máttinn. Í upprunalegu myndunum er sagan um Luke Skywalker og hvernig nýr heimur opnast fyrir honum þegar hann hittir Jeda að nafni Obi Wan Kenobi.

Allt í einu breytist líf hans úr því að búa í sveit á Tatooine með frændfólki sínu í að læra um Máttinn og stíga fyrsta skrefið inn í nýjan heim. Star Wars er fantasía sem gerist í geimnum og byrjunin segir allt sem segja þarf, eða Endur fyrir löngu í vetrarbraut langt, langt í burtu. Það er allt sem þarf til þess að koma ímyndunaraflinu af stað.

Ég horfði svo á þær á VHS spólum þegar þær voru gefnar út. Fyrst á A New Hope, svo á Empire Strikes Back og loks á Return of the Jedi. Þetta er annar heimur með stöðum eins og Tatooine, Cloud City og Endor. Það eru ekki einungis magnaðir staðir það eru persónurnar eins og Han, Luke og Lilja og Svarthöfði. Sagan spilar þar stóran þátt og eitt af því minnistæðasta var þegar Svarthöfði segir Luke að hann sé faðir hans og freistar hans til myrku hliðar máttsins.

George Lucas tókst einhvern vegin að blanda þessu öllu saman svo að úr varð geimdrama sem maður verður að fylgjast með. Sumar af hugmyndunum sem hann notaði í myndunum fékk hann frá myndinni Flash Gordon frá árinu 1936, en upphaflega ætlaði hann að gera Flash Gordon mynd, en fékk ekki réttinn til þess.

Hann fékk líka hugmyndir frá mynd japanska leikstjórans Akira Kurosawa The Hidden Fortress. Þaðan kemur hugmyndin um vélmennin R2-D2 og C-3PO, sem í Hidden Fortress eru tveir bændur.

Star Wars er saga þar sem gott og illt takast á, hið illa Veldi gegn Uppreisninni þar sem hver persóna hefur sitt hlutverk.Frá Stjarn vélmenninu R2-D2 og Samskipta vélmenninu C-3PO til Lilju prinsessu.

Þegar maður var krakki og sá myndirnar þá pældi maður aldrei í að það væri einhver strúktúr sem sagan byggði á. Það var svo eitt sinn þegar ég var í Bókasölu Stúdenta að ég sá bók með Luke Skywalker framan á.


Bókin hét the Hero with a thousand faces og í henni er strúktur goðsögunnar eða það sem heitir The Heroes Journey sem á íslensku er Ferð Hetjunnar. Það er strúktúr sem hetjan fetar og Star Wars notar og margar aðrar sögur. Rithöfundurinn sem skrifaði bókina heitir Joseph Campbell.

George Lucas notaði bókina þegar hann skrifaði Star Wars og er hægt að lesa í söguna ákveðin form sem koma í myndinni. Eitt dæmi um það er Call to adventure eða ævintýrið kallar, þegar Obi Wan biður Luke um að koma með sér til Alderaan. Það er kall til Luke Skywalker til ævintýrisins.

Þessi heimur um ferð hetjunar skiptist í tvennt, það er hin venjulegi heimur og svo hin yfirnáttúrulegi heimur. Hetjan þarf að feta úr hinum venjulega heimi og yfir í þann yfirnáttúrulega og svo aftur tilbaka með það sem áunnist hefur í ferðinni. Allt er hægt að sjá þetta í Star Wars. Allar persónurnar í myndinni feta ákveðin fótspor í sinni ævintýrasögu.

Því væri hægt að flokka myndina sem nútíma goðsögu og það eru goðsögur og eðli þeirra sem Joseph Campbell skrifar um í bók sinni. George Lucas gerði Star Wars af því að honum fannst vanta nútíma goðsögu um það hvernig er að verða fullorðinn. Hann hefur sagt að Star Wars sé saga fyrir 12 ára börn um það hvernig er að verða fullorðinn.

Birt í Fréttir | Slökkt á athugasemdum við Mín upplifun á Star Wars þegar ég var krakki