Celebration 2019: Dagur 1. Episode 9 – The Rise Of Skywalker kynning

Episode 9 kynning á Star wars hátíðinni í Chicago, þar sem Stephen Colbert var kynnir og gestir voru, JJ. Abrahams (leikstjóri 7 og 9), Kathleen Kennedy (framleiðandi), Daisy Ridley (Rey), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe), Kelly Mary Tran (Rose), Jonas Suutamo (Chewbacca), Anothy Daniels (C3P0), Naomi Ackey (Jana, ný persóna), BB-8 og nýtt vélmenni DIO.

Á kynningunni voru spurningar (án spilla) lagðar fyrir leikstjórann, framleiðanda og leikara ásamt því að við fengum að sjá ljósmyndir úr myndinni og að tjaldabaki. Í lokin var svo afhjúpað sýnishorn þar sem tititillinn á lokamyndinni kom loksins fram.

En þetta var bara fyrsti útsendingardagurinn af fjórum frá Star Wars hátíðinni sem stendur nú yfir í Chicago.

Þar mátti einnig sjá sýnishorn frá væntanlega sýndarveruleik, Vader Immortal, haldið var upp á 20 ára afmæli Lego Star Wars, fullt af vörum voru sýndar, meðal annars fyrir væntanlega skemmtigarðinn Galaxy Egde sem opnar nú í maí og svo mætti lengi telja.

Það er heil Star Wars veisla framundan. Njótið!

Hér fyrir neðan má sjá útsendingu frá degi 1.

Hér fara þau í Star wars þættinum yfir hátíðardagskrána.

 

Moodbard fyrir episode 9

Leikaratilkynning fyrir episode 9! (Uppfært!)

Mark Hamill snýr aftur sem Luke Skywalker, Carrie Fisher heitin fær að vera með sem Leia Organa, þökk sé áður óséðu efni úr The Force Awakens. Anthony Daniels er enn á sínum stað sem Threepio og Joonas Suomato heldur áfram sem hinn nýi Chewbacca (The Force Awakens, The Last Jedi og Solo).  

Nýjir sem bætast við eru Billy Dee Williams sem Lando Calrissian úr upprunalegu trílógunni (og líka, sem ungur, í Solo) og Naomi Ackie, Richard E. Grant og Keri Russel, en óvitað er hvað þau munu leika en við látum vita um leið og við vitum meira.

Svo eru að sjálfsögðu hetjurnar okkar og andstæðingar úr The Force Awakens og The Last Jedi enn til staðar; Daisy Ridley (Rey), Adam Driver (Kylo Ren/Ben Solo), John Boyega (Finn), Oscar Isaac (Poe Dameron), Lupita Nyong’o (Maz Kanata), Domhnall Gleeson (Armitage Hux), Kelly Marie Tran (Rose Tran) og Billie Lourd (Kaydel Connix).