Starwars þátturinn verður á D23

Það styttist í Disney ráðstefnuna, D23 sem verður dagana 23-26.ágúst í Anaheim. Þar verður meðal annars kynning á hinni væntanlegu fyrstu leiknu Star wars sjónvarsþáttaröðinni, Mandalorian og auk þeirra sem eru væntanlegar á Disney streymisveitunni, Disney Plus.
Og síðast en ekki síst verður efni úr lokamynd Skywalker sögunnar, The Rise of Skywalker. Að öllum líkindum að tjaldabaki og vonandi teaser veggspjöld. Sýnishornið sjálft verður ekki fyrr en í október.

Sýnishornið úr Mandalorian verður 23.ágúst en úr The Rise of Skywalker (að tjaldabaki) þann 24.ágúst (ásamt öðrum Disney myndum).

Nýjar myndasögur og hvernig Batuu var gerð

Í Starwars þættinum þessa vikuna var meðal annars kynntar nýjar myndasögur, Rebels and Rogues sem gerist á milli New Hope og Empire Strikes back og sýnir frá því þegar að keisarinn og Vader eru að reyna finna Luke.  Að auki voru forsíðurnar af væntanlegum sögum úr Age of Resistance og ný myndasaga, C3P0 líkar ekki sandur, sem er fyrir yngstu lesendurnar.

Einnig var sýnt er frá því hvernig plánetan Batuu var gerð eða öðru nafni skemmtigarðurinn, Galaxy Edge og fjallað um væntanlegt Celebration í Anaheim 2020.