Væntanlegt fyrir The Rise of Skywalker og fleira

Listi yfir allar myndasögur, bækur og sýnishorn, auk, loka þáttaraðarinnar í The Resistance og nýju Mandalorian þáttaröðinni ásamt The Jedi Fallen Order leiknum, sem er væntanlegt áður en The Rise of Skywalker verður sýnt 20.desember en hún verður sýnd hér á landi, þann 19.desember.

Starwars þátturinn verður á D23

Það styttist í Disney ráðstefnuna, D23 sem verður dagana 23-26.ágúst í Anaheim. Þar verður meðal annars kynning á hinni væntanlegu fyrstu leiknu Star wars sjónvarsþáttaröðinni, Mandalorian og auk þeirra sem eru væntanlegar á Disney streymisveitunni, Disney Plus.
Og síðast en ekki síst verður efni úr lokamynd Skywalker sögunnar, The Rise of Skywalker. Að öllum líkindum að tjaldabaki og vonandi teaser veggspjöld. Sýnishornið sjálft verður ekki fyrr en í október.

Sýnishornið úr Mandalorian verður 23.ágúst en úr The Rise of Skywalker (að tjaldabaki) þann 24.ágúst (ásamt öðrum Disney myndum).