Fyrsta Star Wars myndin

Þann 25. Maí 1977 kom Star Wars fyrst fyrir sjónir fólks og varð hún mjög vinsæl. Hún fór í fyrsta sætið á listanum yfir myndirnar með hæstu tekjurnar og var með 460 milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum og 775 milljón dollara á heimsvísu. Fólk hafði aldrei séð annað eins og margir fóru aftur að sjá myndina.

Myndin fékk samtals 11 tilnefningar til Óskarsins, en fékk að lokum 7 óskara. Hún vann fyrir bestu frumsömdu tónlistina, bestu framleiðsluhönnun, bestu hljóðblöndun, bestu myndbrellurnar, besta búningahönnun, besta kvikmyndaklippingin og fékk Special Achievement Award.

Star Wars merkið

Þegar fyrsta Star Wars myndin var í framleiðslu var þróað merki fyrir myndirnar. Það var hannað af Dan Perri sem hafði búið til titla fyrir myndir eins og Exorcist og Taxi Driver.

Merkið átti að fylgja upphafstexta myndanna. Það var ákveðið að það yrði ekki notað fyrir það, en var notað fyrir prent auglýsingar og kvikmynda kynningar.

Merkið sem var notað fyrir upphafstexta myndanna var hannað af Suzy Rice. Notað er breytt útgáfa af letrinu Helvetica Black. Merkið átti upphaflega að vera notað fyrir bækling til að kynna myndina.

Gary Kurtz var svo hrifinn af merkinu að hann notaði það í fyrir upphafstexta myndarinnar í stað merkis Perri. Þetta er eitt af þekktustu merkjum í kvikmynda hönnun í dag.

Galdurinn á bakvið Star Wars

Í hvert skipti sem ég heyrði eða las um Stjörnustríðsmyndirnar sem krakki, þá sýnti ég því miklum áhuga. Í mörgum tilfellum er hægt að líkja þessu við trúarbrögð og myndunum hefur verið breytt í trúarbrögð sem heita Jedism, svo mikill er áhuginn hjá mörgum.

Kannski er það of langt gengið, en hver er galdurinn á bakvið Star Wars ? Fyrstu myndirnar sem voru gerðar fyrir um 40 árum byrja í miðjum kafla og gerast í fjarlægri vetrarbraut endur fyrir löngu.

Sögurnar sýna ákveðna heimsmynd um liðinn tíma sem við verðum að fá að vita meira um. Hver kafli byrjar á æsispennandi atriði í upphafs texta myndanna. Það dregur okkur sem áhorfendur inn í myndirnar.

Myndirnar eru nútíma goðsaga, eða ævintýrasaga sem gerast í geimnum og er hægt að segja að hann sé ókannaða svæðið í dag. Þar er hægt að leika með ímyndurnaraflið og skapa sögur sem láta hugmyndarflugið virkilega takast á flug.

Við þurfum fleiri svona sögur til að létta okkur lífið og sjá hlutina sem gerast endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Í dag er hægt að horfa á alla 9 kafla myndanna,2 Sjálfstæðar myndir,Mandalorian sjónvarpsþættirnir og nokkrar teiknimyndaseríur. Það er því mikið á boðstólum fyrir aðdáendur og kvikmyndaáhugafólk.

Við bíðum eftir fleiri myndum og þáttum og vonum að mátturinn verði með Star Wars um ókomna tíð. Við óskum Star Wars aðdáendum gleðilegs nýrs árs.

Rise of Skywalker teiknimyndasagan

Í Star Wars heiminum hefur aðlögun teiknimyndasagna að kvikmyndunum skipað ríkan sess frá árinu 1977 þegar fyrsta Star Wars teiknimyndasagan var skrifuð. Það var því mjög mikilvægt þegar Marvel tilkynnti að síðasta Star Wars myndin um sögu Skywalker yrði gerð.

Sagan er skrifuð af Jody Houser og myndefni gerði Will Sliney og um kápu sér Phil Noto. Sagan mun koma í maí og mun hafa senur sem ekki sjást í myndinni.

High Republic

Nú þegar Skywalker sagan er búin, þá velta margir fyrir sér hvað tekur við. Disney er með nokkur járn í eldinum og í ágúst á þessu ári kemur út ný syrpa af bókum sem nefnist High Republic. Bækurnar gerast 200 árum áður en Phantom Menace.

Þetta er tímabil þegar Galactic Republic og Jedarnir eru upp á sitt besta. Það er vonandi eitthvað sem við munum eiga von á að sjá í bókunum þegar Jedarnir voru sannir verndarar friðar og réttlætis. Lesendur munu geta séð nýtt sjónarhorn á vetrarbrautina í viðburðarríkum sögum. Við munum læra um hvað það er sem hræðir Jeda.

Þetta var gullöld þeirra og tími útvíkkunar í ytri geimnum. Þetta er tímabil sem ekki mun verða í neinni kvikmynd og því fengu rithöfundar eins og Claudia Gray, Daniel Jose Oliver, Justina Ireland, Cavan Scott og charles Soule frjálsar hendur við að skapa nýjan heim sem við munum sjá í bókum fyrir fullorðna, unglinga og börn.

Fyrsta bókin mun koma í ágúst á þessu ári og nefnist hún Light of the Jedi.

Light of the Jedi

Bækurnar í High Republic bókaflokknum:

The Mandalorian verður á D23

Við munum sjá brot úr sjónvarpsþáttunum á D23. Það verður sýnt á Disney+ föstudaginn 23.ágúst klukkan 15:30 í Hall D23. Það verður John Favreau framleiðandi þáttanna ásamt Dave Filoni sem er rithöfundur og leikstjóri í þáttunum munu kynna það ásamt öðrum gestum.

Kynningin mun sýna okkur úr þáttunum um mannaveiðarann Mandalorian á ferðum sínum til ytri marka vetrarbrautarinnar.