Rouge Squadron

Næsta Star Wars mynd sem kemur í kvikmyndahús heitir Rouge Squadron og er leikstýrt af Patty Jenkins. Hún er þekkt fyrir að leikstýra Wonderwoman kvikmyndunum.

Sagan kynnir til leiks nýja kynslóð flugmanna sem hætta lífi sínu og færa söguna inn í framtíðarsvið vetrarbrautarinnar.

Rouge Squadron kemur í kvikmyndahús um jólin 2023

Galactic Starcruiser í Disney Parks

Öll viljum við láta okkur dreyma um að vera í Star Wars og í Disney Parks er það mögulegt. Ekki er það bara mögulegt, það er hægt að vera í Galactic Starcruiser.

Í geimskipinu eru gestir skráðir inn î tveggja daga ferðalagi þar sem þeir geta ferðast um borð í Halcyon geimskipinu og upplifað sína eigin Star Wars sögu.

Í ferðalaginu getur þú ekki aðeins beitt geislasverði og verið fram í stjórnklefanum og stýrt geimskipinu. Það eru margir möguleikar því eins og við vitum getur allt gerst í Star Wars.

Hvaða leið þú velur, hvernig þú bregst við og hvaða persónur þú hefur samskipti við. Hefur áhrif á söguna og hvað gerist. Gestir geta verið hluti af Uppreisninni með Rey og Chewbacca eða ákveðið að svíkja hana.

Í ferðalaginu er upplifunin eins og að vera í geimskipi í Star Wars. Þú sérð það fljúga um geiminn þegar þú horfir út un gluggann. Einnig er hægt að taka þátt í Cosplay. Þetta er alvöru Star Wars upplifun.

Sögubók í máli og myndum

Íslensk myndabók um Star Wars

Þegar ég var strákur þá var ég svo heppinn að eignast þessa íslensku sögubók um “fyrstu” Star Wars myndina. Það hefur alltaf verið gaman að glugga í hana og skoða.

Sérstaklega eru það íslensku heitin á persónunum sem eru áhugaverð eins og Lilja Ósk, Loðinn og Tjörvi stórmoffi.

Bad Batch á Disney+

Teiknimyndasería um öflugt lið klónana Hunter, Wrecker,Tech, Crosshair og Ecko. Þetta eru tilrauna klónar úr Clone Force 99 sem komu fyrst fram í Clone Wars teiknimyndaþáttunum.

Meðlimir Bad Batch, eða slæma gengisins eins og væri hægt að kalla það á íslensku. Þeir eru erfðafræðilega umbætir hermenn og hafa hæfileika sem gera þá framúrskarandi á alla vegu.

Fyrsta Star Wars myndin

Þann 25. Maí 1977 kom Star Wars fyrst fyrir sjónir fólks og varð hún mjög vinsæl. Hún fór í fyrsta sætið á listanum yfir myndirnar með hæstu tekjurnar og var með 460 milljón dollara í tekjur í Bandaríkjunum og 775 milljón dollara á heimsvísu. Fólk hafði aldrei séð annað eins og margir fóru aftur að sjá myndina.

Myndin fékk samtals 11 tilnefningar til Óskarsins, en fékk að lokum 7 óskara. Hún vann fyrir bestu frumsömdu tónlistina, bestu framleiðsluhönnun, bestu hljóðblöndun, bestu myndbrellurnar, besta búningahönnun, besta kvikmyndaklippingin og fékk Special Achievement Award.

Star Wars merkið

Þegar fyrsta Star Wars myndin var í framleiðslu var þróað merki fyrir myndirnar. Það var hannað af Dan Perri sem hafði búið til titla fyrir myndir eins og Exorcist og Taxi Driver.

Merkið átti að fylgja upphafstexta myndanna. Það var ákveðið að það yrði ekki notað fyrir það, en var notað fyrir prent auglýsingar og kvikmynda kynningar.

Merkið sem var notað fyrir upphafstexta myndanna var hannað af Suzy Rice. Notað er breytt útgáfa af letrinu Helvetica Black. Merkið átti upphaflega að vera notað fyrir bækling til að kynna myndina.

Gary Kurtz var svo hrifinn af merkinu að hann notaði það í fyrir upphafstexta myndarinnar í stað merkis Perri. Þetta er eitt af þekktustu merkjum í kvikmynda hönnun í dag.

Galdurinn á bakvið Star Wars

Í hvert skipti sem ég heyrði eða las um Stjörnustríðsmyndirnar sem krakki, þá sýnti ég því miklum áhuga. Í mörgum tilfellum er hægt að líkja þessu við trúarbrögð og myndunum hefur verið breytt í trúarbrögð sem heita Jedism, svo mikill er áhuginn hjá mörgum.

Kannski er það of langt gengið, en hver er galdurinn á bakvið Star Wars ? Fyrstu myndirnar sem voru gerðar fyrir um 40 árum byrja í miðjum kafla og gerast í fjarlægri vetrarbraut endur fyrir löngu.

Sögurnar sýna ákveðna heimsmynd um liðinn tíma sem við verðum að fá að vita meira um. Hver kafli byrjar á æsispennandi atriði í upphafs texta myndanna. Það dregur okkur sem áhorfendur inn í myndirnar.

Myndirnar eru nútíma goðsaga, eða ævintýrasaga sem gerast í geimnum og er hægt að segja að hann sé ókannaða svæðið í dag. Þar er hægt að leika með ímyndurnaraflið og skapa sögur sem láta hugmyndarflugið virkilega takast á flug.

Við þurfum fleiri svona sögur til að létta okkur lífið og sjá hlutina sem gerast endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Í dag er hægt að horfa á alla 9 kafla myndanna,2 Sjálfstæðar myndir,Mandalorian sjónvarpsþættirnir og nokkrar teiknimyndaseríur. Það er því mikið á boðstólum fyrir aðdáendur og kvikmyndaáhugafólk.

Við bíðum eftir fleiri myndum og þáttum og vonum að mátturinn verði með Star Wars um ókomna tíð. Við óskum Star Wars aðdáendum gleðilegs nýrs árs.